Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 5. apríl 2025 13:37 Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins, segir takmarkanir á Rauða þræðinum gerðar til þess að lægja öldurnar. Vísir/Vilhelm Framkvæmdastjórn Sósíalistaflokksins hefur ákveðið að takmarka virkni meðlima í Rauða þræðinum við eina færslu á dag og ein ummæli á klukkustund. Forysta flokksins hefur verið sökuð um ólýðræðisleg vinnubrögð en Gunnar Smári segir ákveðinn hóp stefna að Maóískri menningarbyltingu innan flokksins. Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdastjórnar, greindi frá breytingunum í færslu á Facebook-síðunni Rauða þræðinum í hádeginu í dag. Þar sagði hann að framkvæmdastjórn flokksins hefði samþykkt á fundi fyrir nokkrum vikum að „hægja á því fólki sem hefur að mörgu leyti lagt undir sig þennan vettvang, sett hér inn marga statusa á dag og kommentað á mínútu fresti.“ Gunnar Smári Egilsson er ritstjóri Samstöðvarinnar, einn af stofnendum Sósíalistaflokksins og formaður framkvæmdarstjórnar flokksins. Stjórnendur síðunnar hafi sett þær skorður á fólk að það geti aðeins sett inn einn status á dag á síðuna og jafnframt ein ummæli á hverri klukkustund. Ætla má að slík ummælatakmörkun hamli verulega skoðanaskiptum og samræðum í hópnum. „Þetta er regla sem gildir um alla. Fyrst er fólk settar þessar skorður í viku, en síðan lengur ef þurfa þykir. Þessar reglur eru settar til að kæla aðeins niður hitann sem hér kviknar á þráðum,“ sagði Gunnar í færslunni. „Hugmyndin hefur alltaf verið að sú, að þetta sé vettvangur fyrir umræðu um pólitík og samfélag. Þá fer ekki vel að fólk sé hrópandi og æst. Það er fráhrindandi fyrir þau sem vilja taka þátt,“ sagði hann að lokum. „Svona lítur ógnarstjórn og þöggun út“ Ákvörðunin hefur strax vakið viðbrögð meðlima síðunnar. „Svona lítur ógnarstjórn og þöggun út, svo allir athugi,“ skrifaði Kristján Héðinn Gíslason í ummælum við færsluna. „Þetta er bara húsreglur, viðbrögð við kvörtunum yfir yfirgangi örfárra inn í þessum hópi, fólki sem hefur lítið taumhald á sjálfu sér. Það má vel vera að því standi ógn af minnstu kurteisisreglum, en þá verður svo bara að vera. Ég held að meginþorri þeirra sem hér kíkja inn sé fenginn að hér heyrist fleiri raddir,“ svaraði Gunnar Smári þá. Sjá einnig: Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Kristján er faðir Karls Héðins, forseta ungra Sósíalista, sem sagði sig úr kosningastjórn Sósíalistaflokksins um miðjan síðasta mánuð í mótmælaskyni, sakaði Gunnar Smára um „ofríki, andlegt ofbeldi og trúnaðarbrot“ og sagði forystu flokksins hunsa lýðræðislega gagnrýni. Gunnar Smári boðaði til flokksfundar sama kvöld til að ræða ásakanirnar innan flokksins. Formenn þriggja stjórna flokksins, þær Sanna Magdalena Mörtudóttir, Sara Stef. Hildardóttir og María Pétursdóttir, birtu yfirlýsingu samdægurs þar sem þær höfnuðu ásökunum Karls. Almenn ánægja væri innan flokksins með flokkstarfið, stefnuna og áhrif flokksins á samfélagsumræðuna. Degi síðar steig Trausti Breiðfjörð Magnússon, fyrrverandi borgarfulltrúi Sósíalista, fram og sagði hluta þeirrar ástæðu að hann hætti í borgarstjórn vera pressu frá Gunnari Smára. Innan flokksins ríkti óheilbrigð menning, þöggun og valdníðsla undir yfirskini baráttu. Gunnar Smári svaraði ásökunum mannanna tveggja fullum hálsi með færslu í Rauða þræðinum þann 21. mars. Þar sagði hann hóp innan flokksins tala fyrir lögleysu og glundroða, eins konar Maóískri menningarbyltingu. Í færslunni sagði hann óöld ríkja í Sósíalistaflokknum og marga hafa misst fótanna í gerningaveðrinu sem Karl Héðinn magnaði upp. Enn fremur hafi Karl notað ásakanirnar „til að vekja athygli á sér í fjölmiðlum hægrisins og fæla aðra frá því að verja flokkinn fyrir árásum hans.“ Sagðist Gunnar ekki myndu láta undan loddaraskap Karls Héðins eða þöggunartilburðum fylgjenda hans, hann myndi beita sér gegn tilraunum til að eyðileggja flokkinn. Takmörkun á virkni meðlima Rauða þráðarins virðist vera liður í því eða allavega ein leið til að róa öldurnar. Sósíalistaflokkurinn Samfélagsmiðlar Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Sjá meira
Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdastjórnar, greindi frá breytingunum í færslu á Facebook-síðunni Rauða þræðinum í hádeginu í dag. Þar sagði hann að framkvæmdastjórn flokksins hefði samþykkt á fundi fyrir nokkrum vikum að „hægja á því fólki sem hefur að mörgu leyti lagt undir sig þennan vettvang, sett hér inn marga statusa á dag og kommentað á mínútu fresti.“ Gunnar Smári Egilsson er ritstjóri Samstöðvarinnar, einn af stofnendum Sósíalistaflokksins og formaður framkvæmdarstjórnar flokksins. Stjórnendur síðunnar hafi sett þær skorður á fólk að það geti aðeins sett inn einn status á dag á síðuna og jafnframt ein ummæli á hverri klukkustund. Ætla má að slík ummælatakmörkun hamli verulega skoðanaskiptum og samræðum í hópnum. „Þetta er regla sem gildir um alla. Fyrst er fólk settar þessar skorður í viku, en síðan lengur ef þurfa þykir. Þessar reglur eru settar til að kæla aðeins niður hitann sem hér kviknar á þráðum,“ sagði Gunnar í færslunni. „Hugmyndin hefur alltaf verið að sú, að þetta sé vettvangur fyrir umræðu um pólitík og samfélag. Þá fer ekki vel að fólk sé hrópandi og æst. Það er fráhrindandi fyrir þau sem vilja taka þátt,“ sagði hann að lokum. „Svona lítur ógnarstjórn og þöggun út“ Ákvörðunin hefur strax vakið viðbrögð meðlima síðunnar. „Svona lítur ógnarstjórn og þöggun út, svo allir athugi,“ skrifaði Kristján Héðinn Gíslason í ummælum við færsluna. „Þetta er bara húsreglur, viðbrögð við kvörtunum yfir yfirgangi örfárra inn í þessum hópi, fólki sem hefur lítið taumhald á sjálfu sér. Það má vel vera að því standi ógn af minnstu kurteisisreglum, en þá verður svo bara að vera. Ég held að meginþorri þeirra sem hér kíkja inn sé fenginn að hér heyrist fleiri raddir,“ svaraði Gunnar Smári þá. Sjá einnig: Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Kristján er faðir Karls Héðins, forseta ungra Sósíalista, sem sagði sig úr kosningastjórn Sósíalistaflokksins um miðjan síðasta mánuð í mótmælaskyni, sakaði Gunnar Smára um „ofríki, andlegt ofbeldi og trúnaðarbrot“ og sagði forystu flokksins hunsa lýðræðislega gagnrýni. Gunnar Smári boðaði til flokksfundar sama kvöld til að ræða ásakanirnar innan flokksins. Formenn þriggja stjórna flokksins, þær Sanna Magdalena Mörtudóttir, Sara Stef. Hildardóttir og María Pétursdóttir, birtu yfirlýsingu samdægurs þar sem þær höfnuðu ásökunum Karls. Almenn ánægja væri innan flokksins með flokkstarfið, stefnuna og áhrif flokksins á samfélagsumræðuna. Degi síðar steig Trausti Breiðfjörð Magnússon, fyrrverandi borgarfulltrúi Sósíalista, fram og sagði hluta þeirrar ástæðu að hann hætti í borgarstjórn vera pressu frá Gunnari Smára. Innan flokksins ríkti óheilbrigð menning, þöggun og valdníðsla undir yfirskini baráttu. Gunnar Smári svaraði ásökunum mannanna tveggja fullum hálsi með færslu í Rauða þræðinum þann 21. mars. Þar sagði hann hóp innan flokksins tala fyrir lögleysu og glundroða, eins konar Maóískri menningarbyltingu. Í færslunni sagði hann óöld ríkja í Sósíalistaflokknum og marga hafa misst fótanna í gerningaveðrinu sem Karl Héðinn magnaði upp. Enn fremur hafi Karl notað ásakanirnar „til að vekja athygli á sér í fjölmiðlum hægrisins og fæla aðra frá því að verja flokkinn fyrir árásum hans.“ Sagðist Gunnar ekki myndu láta undan loddaraskap Karls Héðins eða þöggunartilburðum fylgjenda hans, hann myndi beita sér gegn tilraunum til að eyðileggja flokkinn. Takmörkun á virkni meðlima Rauða þráðarins virðist vera liður í því eða allavega ein leið til að róa öldurnar.
Sósíalistaflokkurinn Samfélagsmiðlar Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Sjá meira