Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn Árni Sæberg skrifar 4. apríl 2025 16:21 Mennirnir tveir tóku pallbíl ófrjálsri hendi af höfninni á Raufarhöfn. Vísir/Vilhelm Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið ákærður fyrir nytjastuld og umferðarlagabrot með því að aka stolnum bíl undir miklum áhrifum áfengis og kannabiss. Í fyrirkalli í Lögbirtingablaðinu er maðurinn kvaddur til að koma koma fyrir dóm, hlýða á ákæru, halda uppi vörnum og sæta dómi vegna ákærunnar. Tóku pallbíl á höfninni á Raufarhöfn Í ákæru Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra segir að höfða beri sakamál gegn tveimur mönnum, annars vegar manni á þrítugsaldi með ótilgreint heimilisfang í Reykhólahreppi og hins vegar manni á fimmtugsaldri til heimilis í Reykjavík, fyrir nytjastuld, fyrir að hafa aðfaranótt miðvikudags í nóvember 2023, tekið pallbíl af gerðinni Izuzu D-Max án heimildar þar sem hann stóð við höfnina á Raufarhöfn. Þá er sá yngri einnig ákærður fyrir umferðarlagabrot, fyrir að hafa ekið bílnum frá Raufarhöfn áleiðis til Húsavíkur og Akureyrar eftir Sléttuvegi uns hann ók bifreiðinni út af veginum við Kollsvík norðan Kópaskers og síðan aftur til baka til Raufarhafnar og fyrir að aka greinda vegalengd á bifreiðinni sviptur ökurétti, undir áhrifum áfengis og ófær um að aka bifreiðinni vegna áhrifa ávana- og fíkniefna. Talsvert drukkinn en bara smá skakkur Samkvæmt matsgerð Rannsóknarstofu í lyfja og eiturefnafræði hafi alkóhólmagn í blóði mannsins þegar hann ók bifreiðinni út af veginum verið 2,3 prómill. Til samanburðar má nefna að samkvæmt töflu á vef Félags íslenskra bifreiðaeigenda er líkamleg og andleg geta verulega skert þegar alkóhólmagn nær 1,5 prómilli og flestir hafi misst meðvitund þegar magnið nær fjórum prómillum. Í blóðsýni úr manninum hafi mælst 1,6 ng/ml af tetrahýdrókannabínól þegar hann var handtekinn af lögreglu á höfninni á Raufarhöfn. Samkvæmt reglugerð um sektir telst það lítið magn tetrahýdrókannabínóls og varðar sektum allt að hundrað þúsund krónum og sviptingu ökuréttar í hálft ár. Dómsmál Langanesbyggð Reykhólahreppur Lögreglumál Fíkn Mest lesið Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Þrjár ungar konur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Erlent Fleiri fréttir Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Sjá meira
Í fyrirkalli í Lögbirtingablaðinu er maðurinn kvaddur til að koma koma fyrir dóm, hlýða á ákæru, halda uppi vörnum og sæta dómi vegna ákærunnar. Tóku pallbíl á höfninni á Raufarhöfn Í ákæru Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra segir að höfða beri sakamál gegn tveimur mönnum, annars vegar manni á þrítugsaldi með ótilgreint heimilisfang í Reykhólahreppi og hins vegar manni á fimmtugsaldri til heimilis í Reykjavík, fyrir nytjastuld, fyrir að hafa aðfaranótt miðvikudags í nóvember 2023, tekið pallbíl af gerðinni Izuzu D-Max án heimildar þar sem hann stóð við höfnina á Raufarhöfn. Þá er sá yngri einnig ákærður fyrir umferðarlagabrot, fyrir að hafa ekið bílnum frá Raufarhöfn áleiðis til Húsavíkur og Akureyrar eftir Sléttuvegi uns hann ók bifreiðinni út af veginum við Kollsvík norðan Kópaskers og síðan aftur til baka til Raufarhafnar og fyrir að aka greinda vegalengd á bifreiðinni sviptur ökurétti, undir áhrifum áfengis og ófær um að aka bifreiðinni vegna áhrifa ávana- og fíkniefna. Talsvert drukkinn en bara smá skakkur Samkvæmt matsgerð Rannsóknarstofu í lyfja og eiturefnafræði hafi alkóhólmagn í blóði mannsins þegar hann ók bifreiðinni út af veginum verið 2,3 prómill. Til samanburðar má nefna að samkvæmt töflu á vef Félags íslenskra bifreiðaeigenda er líkamleg og andleg geta verulega skert þegar alkóhólmagn nær 1,5 prómilli og flestir hafi misst meðvitund þegar magnið nær fjórum prómillum. Í blóðsýni úr manninum hafi mælst 1,6 ng/ml af tetrahýdrókannabínól þegar hann var handtekinn af lögreglu á höfninni á Raufarhöfn. Samkvæmt reglugerð um sektir telst það lítið magn tetrahýdrókannabínóls og varðar sektum allt að hundrað þúsund krónum og sviptingu ökuréttar í hálft ár.
Dómsmál Langanesbyggð Reykhólahreppur Lögreglumál Fíkn Mest lesið Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Þrjár ungar konur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Erlent Fleiri fréttir Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Sjá meira