Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Sindri Sverrisson skrifar 4. apríl 2025 15:27 Davíð Tómas Tómasson, fyrir miðju, hefur ekki dæmt neina leiki síðustu vikur. vísir/Diego Jón Bender, formaður dómaranefndar KKÍ, hefur nú upplýst hvers vegna einn besti körfuboltadómari landsins hefur hvergi verið sýnilegur í stórleikjum undanfarið og í upphafi úrslitakeppni Bónus-deildanna. „Ég get staðfest að Davíð hefur verið tekinn af niðurröðun á leiki, ótímabundið, vegna samskiptaörðugleika við dómaranefnd,“ segir Jón í stuttu samtali við Vísi. Það hefur vakið athygli að kraftar Davíðs Tómasar Tómassonar, alþjóðadómara sem í vetur hefur dæmt fjölda leikja erlendis í alþjóðlegum keppnum, skuli ekki vera nýttir til að dæma í úrslitakeppninni á Íslandi. Jón hefur ekki viljað tjá sig um málið við Vísi í vikunni, það er að segja ekki fyrr en í dag, eftir fund sem Davíð var boðaður á hjá dómaranefnd, í húsakynnum KKÍ. Þar staðfesti hann að Davíð hefði ekki verið settur á leiki síðan í undanúrslitum VÍS-bikarsins í mars - leik sem Davíð mun reyndar á endanum ekki hafa getað dæmt vegna veikinda. Jón segist ekki geta tjáð sig um það í hverju samskiptaörðugleikarnir við Davíð felist. Aðspurður hvort til greina komi, eftir fundinn í dag, að Davíð dæmi í úrslitakeppninni kveðst Jón aðeins geta sagt það að um sé að ræða ótímabundna ráðstöfun. Átta liða úrslit kvenna halda áfram í dag og á morgun en leikur tvö í átta liða úrslitum karla er svo á sunnudag og mánudag. Úrslitakeppni kvenna: Leikur 2 Föstudagur 4. apríl 19.00 Tindastóll - Keflavík 19.30 Grindavík - Haukar Laugardagur 5. apríl 18.15 Stjarnan - Njarðvík 19.00 Valur - Þór Ak. - Leikur 3 Þriðjudagur 8. apríl 19.00 Keflavík - Tindastóll 19.30 Haukar - Grindavík Miðvikudagur 9. apríl 19.00 Þór Ak. - Valur 19.30 Njarðvík - Stjarnan Leikir 4, ef þarf, eru 12. og 13. apríl en oddaleikir 16. apríl. Úrslitakeppni karla: Leikur 2 Sunnudagur 6. apríl 19.00 Grindavík - Valur 19.30 Keflavík - Tindastóll Mánudagur 7. apríl 19.00 ÍR - Stjarnan 19.30 Álftanes - Njarðvík - Leikur 3 Fimmtudagur 10. apríl 19.00 Tindastóll - Keflavík 19.30 Valur - Grindavík Föstudagur 11. apríl 19.00 Stjarnan - ÍR 19.30 Njarðvík - Álftanes Leikir 4, ef þarf, eru 14. og 15. apríl en oddaleikir 18. apríl. Bónus-deild karla Bónus-deild kvenna Körfubolti Tengdar fréttir Einn besti dómari landsins fær ekki leik Athygli vekur að Davíð Tómas Tómasson, einn fremsti körfuboltadómari landsins, er ekki á meðal þeirra sem fá að dæma í fyrstu umferð úrslitakeppni Bónus-deildar karla. 2. apríl 2025 13:16 Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Fleiri fréttir Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Sjá meira
„Ég get staðfest að Davíð hefur verið tekinn af niðurröðun á leiki, ótímabundið, vegna samskiptaörðugleika við dómaranefnd,“ segir Jón í stuttu samtali við Vísi. Það hefur vakið athygli að kraftar Davíðs Tómasar Tómassonar, alþjóðadómara sem í vetur hefur dæmt fjölda leikja erlendis í alþjóðlegum keppnum, skuli ekki vera nýttir til að dæma í úrslitakeppninni á Íslandi. Jón hefur ekki viljað tjá sig um málið við Vísi í vikunni, það er að segja ekki fyrr en í dag, eftir fund sem Davíð var boðaður á hjá dómaranefnd, í húsakynnum KKÍ. Þar staðfesti hann að Davíð hefði ekki verið settur á leiki síðan í undanúrslitum VÍS-bikarsins í mars - leik sem Davíð mun reyndar á endanum ekki hafa getað dæmt vegna veikinda. Jón segist ekki geta tjáð sig um það í hverju samskiptaörðugleikarnir við Davíð felist. Aðspurður hvort til greina komi, eftir fundinn í dag, að Davíð dæmi í úrslitakeppninni kveðst Jón aðeins geta sagt það að um sé að ræða ótímabundna ráðstöfun. Átta liða úrslit kvenna halda áfram í dag og á morgun en leikur tvö í átta liða úrslitum karla er svo á sunnudag og mánudag. Úrslitakeppni kvenna: Leikur 2 Föstudagur 4. apríl 19.00 Tindastóll - Keflavík 19.30 Grindavík - Haukar Laugardagur 5. apríl 18.15 Stjarnan - Njarðvík 19.00 Valur - Þór Ak. - Leikur 3 Þriðjudagur 8. apríl 19.00 Keflavík - Tindastóll 19.30 Haukar - Grindavík Miðvikudagur 9. apríl 19.00 Þór Ak. - Valur 19.30 Njarðvík - Stjarnan Leikir 4, ef þarf, eru 12. og 13. apríl en oddaleikir 16. apríl. Úrslitakeppni karla: Leikur 2 Sunnudagur 6. apríl 19.00 Grindavík - Valur 19.30 Keflavík - Tindastóll Mánudagur 7. apríl 19.00 ÍR - Stjarnan 19.30 Álftanes - Njarðvík - Leikur 3 Fimmtudagur 10. apríl 19.00 Tindastóll - Keflavík 19.30 Valur - Grindavík Föstudagur 11. apríl 19.00 Stjarnan - ÍR 19.30 Njarðvík - Álftanes Leikir 4, ef þarf, eru 14. og 15. apríl en oddaleikir 18. apríl.
Úrslitakeppni kvenna: Leikur 2 Föstudagur 4. apríl 19.00 Tindastóll - Keflavík 19.30 Grindavík - Haukar Laugardagur 5. apríl 18.15 Stjarnan - Njarðvík 19.00 Valur - Þór Ak. - Leikur 3 Þriðjudagur 8. apríl 19.00 Keflavík - Tindastóll 19.30 Haukar - Grindavík Miðvikudagur 9. apríl 19.00 Þór Ak. - Valur 19.30 Njarðvík - Stjarnan Leikir 4, ef þarf, eru 12. og 13. apríl en oddaleikir 16. apríl.
Úrslitakeppni karla: Leikur 2 Sunnudagur 6. apríl 19.00 Grindavík - Valur 19.30 Keflavík - Tindastóll Mánudagur 7. apríl 19.00 ÍR - Stjarnan 19.30 Álftanes - Njarðvík - Leikur 3 Fimmtudagur 10. apríl 19.00 Tindastóll - Keflavík 19.30 Valur - Grindavík Föstudagur 11. apríl 19.00 Stjarnan - ÍR 19.30 Njarðvík - Álftanes Leikir 4, ef þarf, eru 14. og 15. apríl en oddaleikir 18. apríl.
Bónus-deild karla Bónus-deild kvenna Körfubolti Tengdar fréttir Einn besti dómari landsins fær ekki leik Athygli vekur að Davíð Tómas Tómasson, einn fremsti körfuboltadómari landsins, er ekki á meðal þeirra sem fá að dæma í fyrstu umferð úrslitakeppni Bónus-deildar karla. 2. apríl 2025 13:16 Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Fleiri fréttir Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Sjá meira
Einn besti dómari landsins fær ekki leik Athygli vekur að Davíð Tómas Tómasson, einn fremsti körfuboltadómari landsins, er ekki á meðal þeirra sem fá að dæma í fyrstu umferð úrslitakeppni Bónus-deildar karla. 2. apríl 2025 13:16