Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. apríl 2025 12:33 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra. Vísir/Anton Brink Utanríkisráðuneytið hefur gefið út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk. Viðhorf gagnvart hinsegin fólki eru á mörgum stöðum í heiminum frábrugðin því sem við eigum að venjast á Íslandi. Þetta kemur fram á vef utanríkisráðuneytisins þar sem segir að réttindi hinsegin fólks séu víða ekki virt og samkynja sambönd og/eða samlífi brot samkvæmt lögum í um það bil einu af hverjum þremur ríkjum heims. Þá beri að athuga að þó svo að lög í viðkomandi ríki mismuni ekki hinsegin fólki með lögum þá sé ekki gefið að réttindi hinsegin fólks séu tryggð eða að viðhorf í þeirra garð sé jákvætt. „Alvarlegt bakslag hefur átt sér stað í réttindabaráttu hinsegin fólks víða um heim, þar á meðal í lýðræðisríkjum í Evrópu og í Bandaríkjunum. Ég hef lagt áherslu á að Ísland nýti rödd sína á alþjóðavettvangi til þess að tala fyrir sjálfsögðum réttindum hinsegin fólks líkt og ég gerði þegar ég ávarpaði mannréttindaráð Sameinuðu þjóðirnar fyrr á þessu ári,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra en meðal áherslna Íslands í setu í mannréttindaráðinu 2025 til 2027 eru réttindi hinsegin fólks. „Engin manneskja á að þurfa að lifa í ótta um ofsóknir eða ofbeldi vegna þess hver hún er eða hvernig hún skilgreinir sig. Með þessum leiðbeiningum leitast utanríkisþjónustan við að aðstoða hinsegin fólk við að undirbúa ferðalög sín vel með því að benda á atriði sem vert mikilvægt er að hafa í huga áður en haldið er af stað og á meðan á dvöl stendur,“ segir Þorgerður Katrín. Leiðbeiningarnar, sem hafa verið birtar á vef utanríkisráðuneytisins, voru unnar í samráði við Samtökin ‘78. Við gerð þeirra var meðal annars litið til fordæma í Bretlandi og Danmörku. Hinsegin Ferðalög Jafnréttismál Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Miklar tafir vegna umferðarslyss í Hörgársveit Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna umferðarslyss í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Sjá meira
Þetta kemur fram á vef utanríkisráðuneytisins þar sem segir að réttindi hinsegin fólks séu víða ekki virt og samkynja sambönd og/eða samlífi brot samkvæmt lögum í um það bil einu af hverjum þremur ríkjum heims. Þá beri að athuga að þó svo að lög í viðkomandi ríki mismuni ekki hinsegin fólki með lögum þá sé ekki gefið að réttindi hinsegin fólks séu tryggð eða að viðhorf í þeirra garð sé jákvætt. „Alvarlegt bakslag hefur átt sér stað í réttindabaráttu hinsegin fólks víða um heim, þar á meðal í lýðræðisríkjum í Evrópu og í Bandaríkjunum. Ég hef lagt áherslu á að Ísland nýti rödd sína á alþjóðavettvangi til þess að tala fyrir sjálfsögðum réttindum hinsegin fólks líkt og ég gerði þegar ég ávarpaði mannréttindaráð Sameinuðu þjóðirnar fyrr á þessu ári,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra en meðal áherslna Íslands í setu í mannréttindaráðinu 2025 til 2027 eru réttindi hinsegin fólks. „Engin manneskja á að þurfa að lifa í ótta um ofsóknir eða ofbeldi vegna þess hver hún er eða hvernig hún skilgreinir sig. Með þessum leiðbeiningum leitast utanríkisþjónustan við að aðstoða hinsegin fólk við að undirbúa ferðalög sín vel með því að benda á atriði sem vert mikilvægt er að hafa í huga áður en haldið er af stað og á meðan á dvöl stendur,“ segir Þorgerður Katrín. Leiðbeiningarnar, sem hafa verið birtar á vef utanríkisráðuneytisins, voru unnar í samráði við Samtökin ‘78. Við gerð þeirra var meðal annars litið til fordæma í Bretlandi og Danmörku.
Hinsegin Ferðalög Jafnréttismál Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Miklar tafir vegna umferðarslyss í Hörgársveit Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna umferðarslyss í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Sjá meira