„Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Smári Jökull Jónsson skrifar 3. apríl 2025 21:53 Borche Ilievski talar við sína menn í leiknum í Garðabænum í kvöld. Vísir/Pawel Borche Ilievski þjálfari ÍR kallaði eftir framlagi frá fleiri leikmönnum í sínu liði í kvöld og talaði sérstaklega um hugarfar eins leikmanns í sínu liði. Hann sagði að ÍR-inga hefði vantað að taka lokaskrefið þegar liðið náði ágætu áhlaupi í þriðja leikhluta. „Ég held að úrslitin gefi ekki rétta mynd af leiknum. Við missum einbeitingu og Stjarnan nær góðri forystu. Oft á tíðum vorum við nálægt þeim og minnkuðum muninn. Þetta var jafn leikur en við náðum ekki þessu lokaskrefi. Ef við hefðum náð forystunni þá held ég að þetta hefði spilast öðruvísi. Til hamingju Stjarnan, þeir voru betra liðið í dag,“ sagði Borche við Andra Má Eggertsson eftir leik í dag. Stjarnan hafði mikla yfirburði í fráköstum í leiknum. Þeir unnu frákastabaráttuna 50-27 og þar af sóknarfráköstin 19-5. Shaquille Rombley reynir að sækja frákast.Vísir/Pawel „Þegar við skoðum tölfræðina og fráköstin þá taka þeir nærri því tvöfalt fleiri. Þeir sem stjórna fráköstunum stjórna leiknum. Nokkrir minna leikmanna spiluðu ekki eins og ég bjóst við. Við þurfum meira frá öðrum leikmönnum, Falko getur ekki gert þetta einn. Hann átti frábæran leik en við þurfum að hjálpa honum, þetta er liðsíþrótt,“ en Jacob Falko skoraði 41 stig fyrir ÍR í kvöld. Borche hrósaði Ægi Þór Steinarssyni leikmanni Stjörnunnar og sagði það ekkert hafa komið sérlega mikið á óvart að hann hafi ekki verið settur til höfuðs Jacob Falko. „Ægir átti mjög góðan leik og það kemur ekki á óvart, hann er líklega besti leikstjórnandinn í deildinni. Hins vegar á okkar leikskipulag að virka. Hann fékk opin þriggja stiga skot í byrjun sem gaf honum sjálfstraust. Hann var mjög góður í kvöld.“ Matej Kavas hefur verið í stóru hlutverki hjá ÍR í vetur. Hann hefur skorað 16 stig að meðaltali og hitt úr um það bil 45% þriggja stiga skota sinna. Hann setti hins vegar ekki eitt slíkt niður í kvöld og skoraði aðeins tvö stig í leiknum. Matej Kavas náði sér ekki á strik og Borche Ilievski þjálfari ÍR gagnrýndi hann eftir leik.Vísir/Pawel „Ég held að Kavas þurfi að vera jákvæðari, þetta snýst um hvernig hann nálgast leikinn og hugarfarið. Hann þarf að vera jákvæðari. Þetta er úrslitakeppnin og við þurfum að njóta. Við eigum ekki að vera stressaðir, enginn er að búa til eitthvað stress.“ „Við þurfum bara að mæta og berjast og njóta leiksins. Þetta snýst um karakter hjá honum, hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa. Vonandi breytist þetta í næsta leik.“ Bónus-deild karla ÍR Stjarnan Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Fótbolti Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Körfubolti „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Körfubolti Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Handbolti Fleiri fréttir „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Falko: Zarko og Matej voru frábærir Uppgjörið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar eru enn á lífi Sjá meira
„Ég held að úrslitin gefi ekki rétta mynd af leiknum. Við missum einbeitingu og Stjarnan nær góðri forystu. Oft á tíðum vorum við nálægt þeim og minnkuðum muninn. Þetta var jafn leikur en við náðum ekki þessu lokaskrefi. Ef við hefðum náð forystunni þá held ég að þetta hefði spilast öðruvísi. Til hamingju Stjarnan, þeir voru betra liðið í dag,“ sagði Borche við Andra Má Eggertsson eftir leik í dag. Stjarnan hafði mikla yfirburði í fráköstum í leiknum. Þeir unnu frákastabaráttuna 50-27 og þar af sóknarfráköstin 19-5. Shaquille Rombley reynir að sækja frákast.Vísir/Pawel „Þegar við skoðum tölfræðina og fráköstin þá taka þeir nærri því tvöfalt fleiri. Þeir sem stjórna fráköstunum stjórna leiknum. Nokkrir minna leikmanna spiluðu ekki eins og ég bjóst við. Við þurfum meira frá öðrum leikmönnum, Falko getur ekki gert þetta einn. Hann átti frábæran leik en við þurfum að hjálpa honum, þetta er liðsíþrótt,“ en Jacob Falko skoraði 41 stig fyrir ÍR í kvöld. Borche hrósaði Ægi Þór Steinarssyni leikmanni Stjörnunnar og sagði það ekkert hafa komið sérlega mikið á óvart að hann hafi ekki verið settur til höfuðs Jacob Falko. „Ægir átti mjög góðan leik og það kemur ekki á óvart, hann er líklega besti leikstjórnandinn í deildinni. Hins vegar á okkar leikskipulag að virka. Hann fékk opin þriggja stiga skot í byrjun sem gaf honum sjálfstraust. Hann var mjög góður í kvöld.“ Matej Kavas hefur verið í stóru hlutverki hjá ÍR í vetur. Hann hefur skorað 16 stig að meðaltali og hitt úr um það bil 45% þriggja stiga skota sinna. Hann setti hins vegar ekki eitt slíkt niður í kvöld og skoraði aðeins tvö stig í leiknum. Matej Kavas náði sér ekki á strik og Borche Ilievski þjálfari ÍR gagnrýndi hann eftir leik.Vísir/Pawel „Ég held að Kavas þurfi að vera jákvæðari, þetta snýst um hvernig hann nálgast leikinn og hugarfarið. Hann þarf að vera jákvæðari. Þetta er úrslitakeppnin og við þurfum að njóta. Við eigum ekki að vera stressaðir, enginn er að búa til eitthvað stress.“ „Við þurfum bara að mæta og berjast og njóta leiksins. Þetta snýst um karakter hjá honum, hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa. Vonandi breytist þetta í næsta leik.“
Bónus-deild karla ÍR Stjarnan Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Fótbolti Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Körfubolti „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Körfubolti Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Handbolti Fleiri fréttir „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Falko: Zarko og Matej voru frábærir Uppgjörið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar eru enn á lífi Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik