Innlent

Tollar Trumps, njósnir og Ung­frú Ís­land

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Erla Björg Gunnarsdóttir ritstjóri fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar les fréttir í kvöld.
Erla Björg Gunnarsdóttir ritstjóri fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar les fréttir í kvöld. Vilhelm

Bandaríkjaforseti hyggst leggja tíu prósenta innflutningstolla á íslenskar innflutningsvörur. Forstjóri Össurar segir um mikil vonbrigði að ræða, enda séu Bandaríkin mikilvægasti markaður félagsins. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2, og ræðum um framhaldið við sérfræðing í myndveri.

Í kvöldfréttunum segjum við einnig frá vonbrigðum sendiherra Kína á Íslandi, með ummæli sem yfirlögregluþjónn lét falla um njósnir Kínverja hér á landi. Hann segir samstarf landanna hafa verið gott, og hafnar því að Kínverjar stundi hér njósnir.

Við sjáum snörp orðaskipti á Alþingi þegar fjármálaráðherra kynnti fjármálaáætlun sína og verðum í beinni þaðan. Þá kynnum við okkur sjónarmið þeirra sem vilja draga úr umferð einkaþotna í Reykjavík, og þeirra sem vilja það alls ekki. Eins lítum við á nýjan bíl sem bílastæðasjóður notast við, sem getur sektað mun fleiri stöðubrjóta en almennur stöðumælavörður, auk þess sem við verðum í beinni úr Gamla Bíói, þar sem fegurðarsamkeppnin Ungfrú Ísland fer fram.

Þetta og fleira til í kvöldfréttum Stöðvar 2 í opinni dagskrá klukkan hálf sjö, á Stöð 2, Vísi, og Bylgjunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×