Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Bjarki Sigurðsson skrifar 3. apríl 2025 20:33 Kjartan Logi Sigurjónsson er stöðuvörður. Vísir/Bjarki Bílastæðasjóður hefur tekið í notkun bíl útbúinn myndavélum sem skanna bílnúmer og þannig veita upplýsingar um hvort fólk hafi greitt í stæði eða ekki. Útgefnum sektum hefur ekki fjölgað þrátt fyrir þessi nýjung. Stöðuvörður segir starfið vera orðið mun fjölbreyttara. Bíllinn var tekinn í notkun um miðjan marsmánuð og skiptast stöðuverðir nú á að keyra hann um bæinn. Bíllinn er hluti af tæknivæðingarferli Bílastæðasjóðs en hlutverk bílsins á eftir að þróast enn meira með árunum. „Inni í bílnum er skoðað samstundis hvort þú hafir greitt. Ef þú ert búinn að greiða eða með íbúakort er ekkert gjald sett á bifreiðina, en ef þú hefur ekki greitt er það skoðað nánar í bakvinnslunni. Þar eru stöðuverðir sem skoða öll mál,“ segir Kristín Þórdís Ragnarsdóttir, sérfræðingur hjá Bílastæðasjóði. Til að byrja hefur Bílastæðasjóður ekki tekið eftir fjölgun sekta með innkomu bílsins. Kristín Þórdís Ragnarsdóttir og Rakel Elíasdóttir.Vísir/Bjarni „Þetta er eins og hefur verið í gegnum árin, það er í rauninni ekkert sem breytist. Það hefur alltaf verið eftirlit en það er bara með öðrum hætti núna. Markmið okkar er alltaf að það sé greitt fyrir gjaldskyld stæði og við þurfum ekki að leggja á gjöld,“ segir Rakel Elíasdóttir, deildarstjóri reksturs Bílastæðasjóðs. Engum stöðuvörðum er sagt upp við breytinguna. Hins vegar breytist starf þeirra verulega. Bíllinn er með myndavélakassa ofan á þakinu.Vísir/Bjarki „Í rauninni er tilbreytingin betri, en suma daga væri ég alveg til í að labba allan daginn. En þetta brýtur upp daginn,“ segir Kjartan Logi Sigurjónsson, stöðuvörður. Stöðuverðir eiga það til að verða fyrir aðkasti við störf og það hefur líka gerst á bílnum. „Það stoppaði mig einhver af og spurði „Hvað er þetta?“. Ég sagði að þetta væri nýi bíllinn og hann svaraði „Ha?!“ og var mjög ósáttur. Sagði svo: „Við erum ekki búin að gefa leyfi fyrir þessu“. Ég vissi ekkert hvað ég ætti að segja svo ég rúllaði glugganum upp og keyrði burt,“ segir Kjartan. Reykjavík Samgöngur Bílastæði Bílar Mest lesið Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Fleiri fréttir Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Sjá meira
Bíllinn var tekinn í notkun um miðjan marsmánuð og skiptast stöðuverðir nú á að keyra hann um bæinn. Bíllinn er hluti af tæknivæðingarferli Bílastæðasjóðs en hlutverk bílsins á eftir að þróast enn meira með árunum. „Inni í bílnum er skoðað samstundis hvort þú hafir greitt. Ef þú ert búinn að greiða eða með íbúakort er ekkert gjald sett á bifreiðina, en ef þú hefur ekki greitt er það skoðað nánar í bakvinnslunni. Þar eru stöðuverðir sem skoða öll mál,“ segir Kristín Þórdís Ragnarsdóttir, sérfræðingur hjá Bílastæðasjóði. Til að byrja hefur Bílastæðasjóður ekki tekið eftir fjölgun sekta með innkomu bílsins. Kristín Þórdís Ragnarsdóttir og Rakel Elíasdóttir.Vísir/Bjarni „Þetta er eins og hefur verið í gegnum árin, það er í rauninni ekkert sem breytist. Það hefur alltaf verið eftirlit en það er bara með öðrum hætti núna. Markmið okkar er alltaf að það sé greitt fyrir gjaldskyld stæði og við þurfum ekki að leggja á gjöld,“ segir Rakel Elíasdóttir, deildarstjóri reksturs Bílastæðasjóðs. Engum stöðuvörðum er sagt upp við breytinguna. Hins vegar breytist starf þeirra verulega. Bíllinn er með myndavélakassa ofan á þakinu.Vísir/Bjarki „Í rauninni er tilbreytingin betri, en suma daga væri ég alveg til í að labba allan daginn. En þetta brýtur upp daginn,“ segir Kjartan Logi Sigurjónsson, stöðuvörður. Stöðuverðir eiga það til að verða fyrir aðkasti við störf og það hefur líka gerst á bílnum. „Það stoppaði mig einhver af og spurði „Hvað er þetta?“. Ég sagði að þetta væri nýi bíllinn og hann svaraði „Ha?!“ og var mjög ósáttur. Sagði svo: „Við erum ekki búin að gefa leyfi fyrir þessu“. Ég vissi ekkert hvað ég ætti að segja svo ég rúllaði glugganum upp og keyrði burt,“ segir Kjartan.
Reykjavík Samgöngur Bílastæði Bílar Mest lesið Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Fleiri fréttir Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Sjá meira