Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar 3. apríl 2025 13:30 Stutta svarið við spurningunni að ofan er auðvitað nei. Almenningur vísar til hóps eða samfélagsins í heild. Almannahagsmunir eru mikilvægir og lýsa oft ákvörðunum sem bæta lífskilyrði eða vernda sameiginlega hagsmuni heildarinnar. Þá hlýtur almennt rusl eða almennur úrgangur að vera eitthvað jákvætt fyrir samfélagið og í raun sá farvegur sem úrgangur ætti að fara samfélaginu til hagsbóta. Svo er hinsvegar aldeilis ekki. Almennur úrgangur er einmitt versti farvegur fyrir ruslið okkar og sú leið sem síst ætti að fara í úrgangsmálum. Hvað er almennt rusl? Almennt rusl er óflokkaður úrgangur sem fór áður að mestu leyti í urðun en er nú einnig fluttur út til brennslu. Förgun, eins og urðun og brennsla, er skilgreind sem versta leið úrgangsmála. Með óflokkuðu sorpi tapast mikil verðmæti sem heima eiga í öðrum endurnýtingar- og endurvinnsluferlum auk þess sem umhverfisáhrif verða miklu neikvæðari. Segja má að hlutfall óflokkaðs rusl eða hinn svokallaði almenni úrgangur sé mælikvarði á gæðastöðu samfélaga. Því lægra hlutfall óflokkaðs sorps af heildinni því nútímalegri og umhverfisvænni er staða samfélaga. Banani Það er hægt að taka banana sem dæmi um hvernig ferðalag efnis til enda virkar út frá forgangsröðun í meðhöndlun úrgangs. Fyrst þarf að huga að úrgangsforvörnum þ.e. þarf ég níu banana eða duga kannski fjórir? Ef ég borða fjóra en einn verður heldur brúnn þá má skoða að nýta hann öðruvísi en ég ætlaði mér í upphafi. Kannski í bananabrauð? Fæstir borða svo sjálft hýðið og þá er mjög mikilvægt að það endi ekki í förgun heldur fari í gasgerð og/eða moltu. Þannig verður hýðið ekki að gróðurhúsaloft losandi einingu í urðun heldur skapar verðmæti sem áburður og mögulega eldsneyti. Hringrásarlögin kveða á um skyldu til að flokka heimilisúrgang í pappír, plast, matarleifar, málma, gler, textíl og spilliefni á heimilum og vinnustöðum. Þó að eitthvað eigi heima í almennum úrgangi þá er það í raun smáræði. Einnota bleyjur – tyggjó – blautþurrkur – ryksugupokar – plástrar – eyrnapinnar – svampar – límband – sellófan – annar úrgangur sem er of skítugur eða að öðru leyti óendurvinnanlegur er í raun það eina sem sannarlega á heima í almennum blönduðum úrgangi. Í raun ætti rétta nafnið á tunnum fyrir almennan úrgang að vera „urðun/förgun“ eða jafnvel „sóun“sem væri betur lýsandi fyrir þá vegferð sem sú tunna leiðir af sér. Samkvæmt Sorpu þá erum við á réttri leið. Magn þess sem hver einstaklingur hendir af matarleifum, pappír, plasti og blönduðum úrgangi, fór úr 224 kg á mann árið 2020 niður í 187 kg árið 2024. Ef einungis er horft til blandaða úrgangsins fór hann úr 173 kg á mann niður í 99 kg. Gerum enn betur Höldum áfram á þessari vegferð því allt sem við framleiðum eða flytjum inn eru verðmæti. Það sem endar í förgun, án nokkurs virðisauka, eru hreinlega töpuð verðmæti fyrir þjóðarbúið með tilheyrandi umhverfisáhrifum. Almennt á almennt rusl að vera algert útgildi og sú tunna sem við notum langminnst af öllum. Höfundur er sviðstjóri sviðs orkuskipta og hringrásarhagkerfis hjá Umhverfis- og orkustofnun. Flokkun heimilisúrgangs | Úrgangur.is | Umhverfisstofnun Handbók | Úrgangur.is | Umhverfisstofnun Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Ingi Friðleifsson Sorphirða Umhverfismál Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Stutta svarið við spurningunni að ofan er auðvitað nei. Almenningur vísar til hóps eða samfélagsins í heild. Almannahagsmunir eru mikilvægir og lýsa oft ákvörðunum sem bæta lífskilyrði eða vernda sameiginlega hagsmuni heildarinnar. Þá hlýtur almennt rusl eða almennur úrgangur að vera eitthvað jákvætt fyrir samfélagið og í raun sá farvegur sem úrgangur ætti að fara samfélaginu til hagsbóta. Svo er hinsvegar aldeilis ekki. Almennur úrgangur er einmitt versti farvegur fyrir ruslið okkar og sú leið sem síst ætti að fara í úrgangsmálum. Hvað er almennt rusl? Almennt rusl er óflokkaður úrgangur sem fór áður að mestu leyti í urðun en er nú einnig fluttur út til brennslu. Förgun, eins og urðun og brennsla, er skilgreind sem versta leið úrgangsmála. Með óflokkuðu sorpi tapast mikil verðmæti sem heima eiga í öðrum endurnýtingar- og endurvinnsluferlum auk þess sem umhverfisáhrif verða miklu neikvæðari. Segja má að hlutfall óflokkaðs rusl eða hinn svokallaði almenni úrgangur sé mælikvarði á gæðastöðu samfélaga. Því lægra hlutfall óflokkaðs sorps af heildinni því nútímalegri og umhverfisvænni er staða samfélaga. Banani Það er hægt að taka banana sem dæmi um hvernig ferðalag efnis til enda virkar út frá forgangsröðun í meðhöndlun úrgangs. Fyrst þarf að huga að úrgangsforvörnum þ.e. þarf ég níu banana eða duga kannski fjórir? Ef ég borða fjóra en einn verður heldur brúnn þá má skoða að nýta hann öðruvísi en ég ætlaði mér í upphafi. Kannski í bananabrauð? Fæstir borða svo sjálft hýðið og þá er mjög mikilvægt að það endi ekki í förgun heldur fari í gasgerð og/eða moltu. Þannig verður hýðið ekki að gróðurhúsaloft losandi einingu í urðun heldur skapar verðmæti sem áburður og mögulega eldsneyti. Hringrásarlögin kveða á um skyldu til að flokka heimilisúrgang í pappír, plast, matarleifar, málma, gler, textíl og spilliefni á heimilum og vinnustöðum. Þó að eitthvað eigi heima í almennum úrgangi þá er það í raun smáræði. Einnota bleyjur – tyggjó – blautþurrkur – ryksugupokar – plástrar – eyrnapinnar – svampar – límband – sellófan – annar úrgangur sem er of skítugur eða að öðru leyti óendurvinnanlegur er í raun það eina sem sannarlega á heima í almennum blönduðum úrgangi. Í raun ætti rétta nafnið á tunnum fyrir almennan úrgang að vera „urðun/förgun“ eða jafnvel „sóun“sem væri betur lýsandi fyrir þá vegferð sem sú tunna leiðir af sér. Samkvæmt Sorpu þá erum við á réttri leið. Magn þess sem hver einstaklingur hendir af matarleifum, pappír, plasti og blönduðum úrgangi, fór úr 224 kg á mann árið 2020 niður í 187 kg árið 2024. Ef einungis er horft til blandaða úrgangsins fór hann úr 173 kg á mann niður í 99 kg. Gerum enn betur Höldum áfram á þessari vegferð því allt sem við framleiðum eða flytjum inn eru verðmæti. Það sem endar í förgun, án nokkurs virðisauka, eru hreinlega töpuð verðmæti fyrir þjóðarbúið með tilheyrandi umhverfisáhrifum. Almennt á almennt rusl að vera algert útgildi og sú tunna sem við notum langminnst af öllum. Höfundur er sviðstjóri sviðs orkuskipta og hringrásarhagkerfis hjá Umhverfis- og orkustofnun. Flokkun heimilisúrgangs | Úrgangur.is | Umhverfisstofnun Handbók | Úrgangur.is | Umhverfisstofnun
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun