Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar 3. apríl 2025 13:30 Stutta svarið við spurningunni að ofan er auðvitað nei. Almenningur vísar til hóps eða samfélagsins í heild. Almannahagsmunir eru mikilvægir og lýsa oft ákvörðunum sem bæta lífskilyrði eða vernda sameiginlega hagsmuni heildarinnar. Þá hlýtur almennt rusl eða almennur úrgangur að vera eitthvað jákvætt fyrir samfélagið og í raun sá farvegur sem úrgangur ætti að fara samfélaginu til hagsbóta. Svo er hinsvegar aldeilis ekki. Almennur úrgangur er einmitt versti farvegur fyrir ruslið okkar og sú leið sem síst ætti að fara í úrgangsmálum. Hvað er almennt rusl? Almennt rusl er óflokkaður úrgangur sem fór áður að mestu leyti í urðun en er nú einnig fluttur út til brennslu. Förgun, eins og urðun og brennsla, er skilgreind sem versta leið úrgangsmála. Með óflokkuðu sorpi tapast mikil verðmæti sem heima eiga í öðrum endurnýtingar- og endurvinnsluferlum auk þess sem umhverfisáhrif verða miklu neikvæðari. Segja má að hlutfall óflokkaðs rusl eða hinn svokallaði almenni úrgangur sé mælikvarði á gæðastöðu samfélaga. Því lægra hlutfall óflokkaðs sorps af heildinni því nútímalegri og umhverfisvænni er staða samfélaga. Banani Það er hægt að taka banana sem dæmi um hvernig ferðalag efnis til enda virkar út frá forgangsröðun í meðhöndlun úrgangs. Fyrst þarf að huga að úrgangsforvörnum þ.e. þarf ég níu banana eða duga kannski fjórir? Ef ég borða fjóra en einn verður heldur brúnn þá má skoða að nýta hann öðruvísi en ég ætlaði mér í upphafi. Kannski í bananabrauð? Fæstir borða svo sjálft hýðið og þá er mjög mikilvægt að það endi ekki í förgun heldur fari í gasgerð og/eða moltu. Þannig verður hýðið ekki að gróðurhúsaloft losandi einingu í urðun heldur skapar verðmæti sem áburður og mögulega eldsneyti. Hringrásarlögin kveða á um skyldu til að flokka heimilisúrgang í pappír, plast, matarleifar, málma, gler, textíl og spilliefni á heimilum og vinnustöðum. Þó að eitthvað eigi heima í almennum úrgangi þá er það í raun smáræði. Einnota bleyjur – tyggjó – blautþurrkur – ryksugupokar – plástrar – eyrnapinnar – svampar – límband – sellófan – annar úrgangur sem er of skítugur eða að öðru leyti óendurvinnanlegur er í raun það eina sem sannarlega á heima í almennum blönduðum úrgangi. Í raun ætti rétta nafnið á tunnum fyrir almennan úrgang að vera „urðun/förgun“ eða jafnvel „sóun“sem væri betur lýsandi fyrir þá vegferð sem sú tunna leiðir af sér. Samkvæmt Sorpu þá erum við á réttri leið. Magn þess sem hver einstaklingur hendir af matarleifum, pappír, plasti og blönduðum úrgangi, fór úr 224 kg á mann árið 2020 niður í 187 kg árið 2024. Ef einungis er horft til blandaða úrgangsins fór hann úr 173 kg á mann niður í 99 kg. Gerum enn betur Höldum áfram á þessari vegferð því allt sem við framleiðum eða flytjum inn eru verðmæti. Það sem endar í förgun, án nokkurs virðisauka, eru hreinlega töpuð verðmæti fyrir þjóðarbúið með tilheyrandi umhverfisáhrifum. Almennt á almennt rusl að vera algert útgildi og sú tunna sem við notum langminnst af öllum. Höfundur er sviðstjóri sviðs orkuskipta og hringrásarhagkerfis hjá Umhverfis- og orkustofnun. Flokkun heimilisúrgangs | Úrgangur.is | Umhverfisstofnun Handbók | Úrgangur.is | Umhverfisstofnun Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Ingi Friðleifsson Sorphirða Umhverfismál Mest lesið Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Sjá meira
Stutta svarið við spurningunni að ofan er auðvitað nei. Almenningur vísar til hóps eða samfélagsins í heild. Almannahagsmunir eru mikilvægir og lýsa oft ákvörðunum sem bæta lífskilyrði eða vernda sameiginlega hagsmuni heildarinnar. Þá hlýtur almennt rusl eða almennur úrgangur að vera eitthvað jákvætt fyrir samfélagið og í raun sá farvegur sem úrgangur ætti að fara samfélaginu til hagsbóta. Svo er hinsvegar aldeilis ekki. Almennur úrgangur er einmitt versti farvegur fyrir ruslið okkar og sú leið sem síst ætti að fara í úrgangsmálum. Hvað er almennt rusl? Almennt rusl er óflokkaður úrgangur sem fór áður að mestu leyti í urðun en er nú einnig fluttur út til brennslu. Förgun, eins og urðun og brennsla, er skilgreind sem versta leið úrgangsmála. Með óflokkuðu sorpi tapast mikil verðmæti sem heima eiga í öðrum endurnýtingar- og endurvinnsluferlum auk þess sem umhverfisáhrif verða miklu neikvæðari. Segja má að hlutfall óflokkaðs rusl eða hinn svokallaði almenni úrgangur sé mælikvarði á gæðastöðu samfélaga. Því lægra hlutfall óflokkaðs sorps af heildinni því nútímalegri og umhverfisvænni er staða samfélaga. Banani Það er hægt að taka banana sem dæmi um hvernig ferðalag efnis til enda virkar út frá forgangsröðun í meðhöndlun úrgangs. Fyrst þarf að huga að úrgangsforvörnum þ.e. þarf ég níu banana eða duga kannski fjórir? Ef ég borða fjóra en einn verður heldur brúnn þá má skoða að nýta hann öðruvísi en ég ætlaði mér í upphafi. Kannski í bananabrauð? Fæstir borða svo sjálft hýðið og þá er mjög mikilvægt að það endi ekki í förgun heldur fari í gasgerð og/eða moltu. Þannig verður hýðið ekki að gróðurhúsaloft losandi einingu í urðun heldur skapar verðmæti sem áburður og mögulega eldsneyti. Hringrásarlögin kveða á um skyldu til að flokka heimilisúrgang í pappír, plast, matarleifar, málma, gler, textíl og spilliefni á heimilum og vinnustöðum. Þó að eitthvað eigi heima í almennum úrgangi þá er það í raun smáræði. Einnota bleyjur – tyggjó – blautþurrkur – ryksugupokar – plástrar – eyrnapinnar – svampar – límband – sellófan – annar úrgangur sem er of skítugur eða að öðru leyti óendurvinnanlegur er í raun það eina sem sannarlega á heima í almennum blönduðum úrgangi. Í raun ætti rétta nafnið á tunnum fyrir almennan úrgang að vera „urðun/förgun“ eða jafnvel „sóun“sem væri betur lýsandi fyrir þá vegferð sem sú tunna leiðir af sér. Samkvæmt Sorpu þá erum við á réttri leið. Magn þess sem hver einstaklingur hendir af matarleifum, pappír, plasti og blönduðum úrgangi, fór úr 224 kg á mann árið 2020 niður í 187 kg árið 2024. Ef einungis er horft til blandaða úrgangsins fór hann úr 173 kg á mann niður í 99 kg. Gerum enn betur Höldum áfram á þessari vegferð því allt sem við framleiðum eða flytjum inn eru verðmæti. Það sem endar í förgun, án nokkurs virðisauka, eru hreinlega töpuð verðmæti fyrir þjóðarbúið með tilheyrandi umhverfisáhrifum. Almennt á almennt rusl að vera algert útgildi og sú tunna sem við notum langminnst af öllum. Höfundur er sviðstjóri sviðs orkuskipta og hringrásarhagkerfis hjá Umhverfis- og orkustofnun. Flokkun heimilisúrgangs | Úrgangur.is | Umhverfisstofnun Handbók | Úrgangur.is | Umhverfisstofnun
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun