Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar 3. apríl 2025 12:32 Fyrr á árum fékk Hafró sinn skerf af gagnrýni, og tók henni nær undantekningalaust illa. Árið 2002 fékk ráðherra Tuma Tómassyni fiskifræðingi, og þá skólastjóra Sjávarútvegs Háskóla Sameinuðu þjóðanna, til að skoða starfsemi Hafró. Þar er m.a. fjallað um slæm viðbrögð Hafró við gagnrýni. Með tímanum fór minna fyrir gagnrýninni, sérstaklega þar viðbrögðin voru fyrirséð og engin ekki að gera sér neinn greiða með slíku. Við sem þjóð, höfum mikilla hagsmuna að gæta. Það er mikill þjóðarhagur að sjávarauðlindir okkar séu nýttar eins og bestur er kosturinn. Næg innistæða fyrir gagnrýni – dæmi, af nægu að taka. Ráðgjöf Hafró hefur bein áhrif á þjóðarhag. Þó Hafró beri enga ábyrgð í sjálfu sér, þá hafa ráðherrar nánast troðið ábyrgðinni upp á stofnunina, með því að taka ráðgjöfinni sem „lögmáli“. En það er næg innistæða fyrir gagnrýni. Síðan 1984 þegar núverandi kerfi var komið á, hefur Hafró gengið illa að koma með ráðgjöf sem byggir upp og eða viðheldur okkar helstu nytjastofnum. Langmikilvægasti nytjastofn okkar er þorskurinn. Staðreyndin er sú að í dag er aflinn aðeins um 50% af þvi sem hann var áður en núverandi kerfi var tekið upp.Nýliðun er lykilatriðið, þ.e. fjöldi þeirra einstaklinga(þorska) sem bætast árlega í stofninn, er grundvöllur fyrir auknum afrakstri stofnsins Nýliðun hefur minnkað mikið s.l 30 ár. Þorskurinn hefur lést og hlutfall 7 ára þorsks sem er kynþroska, hefur farið úr 50% í 30%, sem er bein afleiðing af hægari þroska. Magafylli þorsks að hausti hefur minnkað, sökum minna fæðuframboðs Fækkun nýliðunnar hefur vafist fyrir Hafró undanfarin ár, og enn er ekki tekist að benda á neitt sérstaklega, sem verður til þess að nýliðun minnkar hjá svo mörgum tegundum. Loðna, mikilvægasti uppsjávarfiskurinn, fyrir þjóðarbúið og vistkerfi sjávar. Loðnubrestur hefur verið viðvarandi vandamál undanfarin ár. Fram til 2015, var reglan að „skilja eftir 400 þús tonn af loðnu“, til viðhalds stofnsins. Allt umfram það magn mátti veiða. Þetta magn byggði ekki á neinum vísindalegum gögnum, heldur „tilfinningu fiskifræðinga“ um að magnið mætti ekki vera minna. Eftir 2015 var reglunni breytt eftir gagnrýni frá Alþjóðahafrannsóknarráðinu (ICES). Staða loðnustofnsins er slæm í dag. Ég hef áður lýst ömurlegri meðferð á humarstofninum. Ég tel ráðgjöf Hafró í þeim efnum, hafa verið gjörsamlega úr öllum takti við vísindin. Okkar verðmætasti nytjastofn per kíló, var gjöreyðilagður og ekki í augnsýn að stofninn rétti úr sér. Um þetta er ekki deilt. „Bókhaldið fegrað“ eða bara leiðrétt. Stærð þorskstofnsins hefur nánast reglulega verið rangt metið. Um 1983/4 , 1989/92, 1999/2000 og 2018/21, var stofninn ofmetinn sem nemur allt að 400-500 þús tonnum milli ára. Í öll skiptin sem stofnstærðin hefur verið rangt metin, hefur Hafró getað útskýrt ástæðuna. Við athugun, lestur skýrslna og hlustun á viðtöl, hefur stofnunin ætíð fundið aðrar ástæður en beint kennt eigin aðferðarfræði um . Í mínum huga standa tvær eftir á skýringar upp úr. Árið 2017 „stækkaði“ stofninn mikið, þar sem „stækkunin“ var að mestu rakin til þess að einstaklingar í stofninum voru þyngri síður en til nýliðunar. Furðulegasta útskýringin hlítur að vera, þegar þáverandi forstjóra Hafró, m.a. kenndi skipsstjórum og greininni sjálfri, fyrir að afvegaleiða stofnunina Ekki beint vísindaleg nálgun. Taflan hér að neðan er dæmi um hvernig stofninn var metinn hvert ár, og síðan hvernig matinu er breytt í skýrslum sem komu út árin eftir. Efirfarandi tafla sýnir dæmi sem standa okkur næst í tíma. Stofnmati ársins 2017 er breytt milli ára um 213.459 tonn og fyrir árið 2019 breytt um 315.739 tonn milli ára. Ráðgjöfin miðar hinsvegar við árið sem matið er gert. Dæmin um breytingar á heildarstærð stofnsins og hrygningarstofnsins eru þó nokkur. Þannig minnkar hrygningarstofn milli útgefinna skýrsla frá 200-350 þús tonn, þar sem breytingarnar eru mestar. Það gefur alls ekki rétta mynd af stofnstærðarmælingunum, þegar tölum er breytt eða þær leiðréttar með eftir á skýringum. Eftir öll skiptin sem mat Hafró hefur þurft að leiðrétta, hefur stofnunin fullyrt að búið sé að breyta aðferðarfræðinni til betri vegar. Það hefur enn ekki staðist, svo hugsanlega stutt í næstu „leiðréttingu“ á stofnstærðinni. Ekkert samband milli stærðar hrygningarstofns og fjöld nýliða. Allt frá 1994 héldu fiskifræðingar Hafró,(Sigfús S ofl.) að leiðin að því að stækka stofninn, væri að stækka hrygningarstofninn. Þannig næðist mesta nýliðunin. En það hefur komið í ljós að ekkert samband er á milli stærðar hrygningarstofns og fjölda nýliða (fjölda einstaklinga sem bætast í stofninn). Taflan hér að neðan sýnir stærðir stofns og hrygningarstofns, og heildarfjölda nýliða. Dæmi:1955 er hrygningarstofninn 727 þús tonn, sem gefur 151 milljón nýliða í stofninn. 1976 er hrygningarstofninn aðeins 146 þús tonn, sem gefur af sér 369 milljón nýliða. Nýliðun má sjá á hvert tonn í stofni og hvert tonn í hrygningarstofni. Því stærri stofnstærð, þá eru færri nýliðar á hvert tonn í stofninum. Því meiri sem fjölgun nýliða er, því meiri verður afrakstur stofnsins í heild . Eftirfarandi staðreyndir eru eitthvað fyrir áhugasama að hugleiða: Meðalstærð hrygningarstofns s.l. 20 ár hefur verið um 436 þús. tonn, meðalnýliðun á ári 145 milljónir einstaklinga. Árlegur meðalafli 204 þús tonn. Stofnstærðin var að meðaltali 982 þús. tonn. Meðalstærð hrygningarstofns 20 ár fyrir aflamark, 1964-1984. var 260 þús. tonn , meðalnýliðun 218 milljónir einstaklinga. Árlegur meðalafli 377 þús.tonn. Stofnstærðin var að meðaltali 1.132 þús. tonn Þannig er hrygningarstofninn 60% stærri en nýliðun 33% minni. Og, aflinn 54% minni. Afrakstur stofnsins hefur stórlega minnkað. Aflinn frá 1980 til 1984 var að meðaltali 394 þús.tonn á ári og það þótti ástæða til setja kvóta á, til að sporna við ofveiði. Lífið og tilveran gengur út á það að; ÉTA. Lífsbaráttan í hafinu er hörð, þar gildir lögmálið að éta eða verða étin. Að éta sem mest, stækka og þroskast sem fyrst, þetta er eðli sem lífið gengur út á. Þetta á við langflestar lifandi verur í hafinu, frá smæstu krabbadýrum til hvala. Og þorskurinn er engin aukvisi þegar kemur að áti, mikill ránfiskur. Þorskseiði éta flest sem þau ráða við, og önnur þorskseiði eru engin undantekning. Þorskurinn byrjar þannig strax á fyrsta ári að éta eigin bræður og systur, á sjálfráni. En minna af þeim sé fæðuframboð nægt. Nýliðun hjá mörgum nytjastofnum hefur verið léleg undanfarin ár, og er enn óútskírð. „Fyrir seinni heimsstyrjöld og fram undir 1990 var árlegur landaður afli yfirleitt milli 300 og 450 þúsund tonn. Síðan þá hefur aflinn verið minni, að meðaltali rúmlega 200 þúsund tonn, vegna lélegri nýliðunar minni framleiðslugetu stofnsins. “ skýrsla Hafró 2022 Loðna, langmikilvægasta fæða þorsksins og mikilvægust fyrir orkuflutninga í hafinu. Er það tilviljun að fljótlega upp úr því að stórfelldar loðnuveiðar hefjast, að nýliðun þorskstofnsins og fleiri stofna tekur dýfu, sem enn stendur? Það eru staðreyndir að minna fæðuframboð hefur í för með sér aukið sjálf-og afrán, að þorskurinn léttist, kynþroska seinkar, auknar líkur eru á hrygningardauða og að hrygnur sleppi því að hrygna. Dæmið gengur ekki upp líffræðilega. Loðna er svo mikilvægur hluti fæðu þorsks að það er mjög ólíklegt að hann nái að vinna upp loðnubrest eða mjög takmarkað framboð hennar. Svarið hlítur að vera stóraukið sjálfrán og afrán, allt til að uppfylla frumþörf sína; að lifa af, éta. Þá áratugi sem aflinn hér við land var mestur, 400-550 þúst tonn, voru engar loðnuveiðar. Frá upp úr 1960-1984 voru veidd um 7,8 milljón tonn. Frá 1985 -2024 voru veidd alls 24,2 milljónir tonna af loðnu. En það er aðeins toppurinn á ísjakanum. Vistkerfið verður af margföldu því magni þar sem aðeins brot af því magni sem myndi annars hrygna, hrygnir. Við höfum fryst um 250 þús tonn af loðnuhrognum. Það magn hefði auðveldlega gefið að lágmarki 120-240 milljónir tonna af loðnu. Það sér hver sem vill, að þegar við tökum allt það magn út úr vistkerfinu/fæðukeðjunni, þá hlítur það að koma niður á þeim tegundum sem byggja nánast sína tilveru á loðnu. Öll sú orka, það prótein sem hverfur úr vistkerfinu, hlítur hafa sín áhrif, annað stenst ekki. Vistkerfi sjávar er flókið og samofið. Öll röskun á því hefur áhrif. Þannig tel ég að minnkandi nýliðun megi að stórum hluta útskýra með stórauknu sjálf-og afráni. Mun erfiðara er fyrir yngri einstaklinga í stofninum að þroskast, þar sem fæðuframboðið hefur verið svo skert. Það er líffræðilega ómögulegt að stækka fiskistofna og um leið draga stórlega úr fæðuframboði þeirra. Próteinið, orkan, til stækkunar, fjölgunar, þarf að koma einhversstaðar frá. Höfundur er útgerðartæknir , fyrrverandi sjómaður ofl. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir Skoðun Kærleikssamtökin sem almenn félagasamtök gera tilkall til sætis á Alþingi Sigurlaug G. Ingólfsdóttir Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Sjá meira
Fyrr á árum fékk Hafró sinn skerf af gagnrýni, og tók henni nær undantekningalaust illa. Árið 2002 fékk ráðherra Tuma Tómassyni fiskifræðingi, og þá skólastjóra Sjávarútvegs Háskóla Sameinuðu þjóðanna, til að skoða starfsemi Hafró. Þar er m.a. fjallað um slæm viðbrögð Hafró við gagnrýni. Með tímanum fór minna fyrir gagnrýninni, sérstaklega þar viðbrögðin voru fyrirséð og engin ekki að gera sér neinn greiða með slíku. Við sem þjóð, höfum mikilla hagsmuna að gæta. Það er mikill þjóðarhagur að sjávarauðlindir okkar séu nýttar eins og bestur er kosturinn. Næg innistæða fyrir gagnrýni – dæmi, af nægu að taka. Ráðgjöf Hafró hefur bein áhrif á þjóðarhag. Þó Hafró beri enga ábyrgð í sjálfu sér, þá hafa ráðherrar nánast troðið ábyrgðinni upp á stofnunina, með því að taka ráðgjöfinni sem „lögmáli“. En það er næg innistæða fyrir gagnrýni. Síðan 1984 þegar núverandi kerfi var komið á, hefur Hafró gengið illa að koma með ráðgjöf sem byggir upp og eða viðheldur okkar helstu nytjastofnum. Langmikilvægasti nytjastofn okkar er þorskurinn. Staðreyndin er sú að í dag er aflinn aðeins um 50% af þvi sem hann var áður en núverandi kerfi var tekið upp.Nýliðun er lykilatriðið, þ.e. fjöldi þeirra einstaklinga(þorska) sem bætast árlega í stofninn, er grundvöllur fyrir auknum afrakstri stofnsins Nýliðun hefur minnkað mikið s.l 30 ár. Þorskurinn hefur lést og hlutfall 7 ára þorsks sem er kynþroska, hefur farið úr 50% í 30%, sem er bein afleiðing af hægari þroska. Magafylli þorsks að hausti hefur minnkað, sökum minna fæðuframboðs Fækkun nýliðunnar hefur vafist fyrir Hafró undanfarin ár, og enn er ekki tekist að benda á neitt sérstaklega, sem verður til þess að nýliðun minnkar hjá svo mörgum tegundum. Loðna, mikilvægasti uppsjávarfiskurinn, fyrir þjóðarbúið og vistkerfi sjávar. Loðnubrestur hefur verið viðvarandi vandamál undanfarin ár. Fram til 2015, var reglan að „skilja eftir 400 þús tonn af loðnu“, til viðhalds stofnsins. Allt umfram það magn mátti veiða. Þetta magn byggði ekki á neinum vísindalegum gögnum, heldur „tilfinningu fiskifræðinga“ um að magnið mætti ekki vera minna. Eftir 2015 var reglunni breytt eftir gagnrýni frá Alþjóðahafrannsóknarráðinu (ICES). Staða loðnustofnsins er slæm í dag. Ég hef áður lýst ömurlegri meðferð á humarstofninum. Ég tel ráðgjöf Hafró í þeim efnum, hafa verið gjörsamlega úr öllum takti við vísindin. Okkar verðmætasti nytjastofn per kíló, var gjöreyðilagður og ekki í augnsýn að stofninn rétti úr sér. Um þetta er ekki deilt. „Bókhaldið fegrað“ eða bara leiðrétt. Stærð þorskstofnsins hefur nánast reglulega verið rangt metið. Um 1983/4 , 1989/92, 1999/2000 og 2018/21, var stofninn ofmetinn sem nemur allt að 400-500 þús tonnum milli ára. Í öll skiptin sem stofnstærðin hefur verið rangt metin, hefur Hafró getað útskýrt ástæðuna. Við athugun, lestur skýrslna og hlustun á viðtöl, hefur stofnunin ætíð fundið aðrar ástæður en beint kennt eigin aðferðarfræði um . Í mínum huga standa tvær eftir á skýringar upp úr. Árið 2017 „stækkaði“ stofninn mikið, þar sem „stækkunin“ var að mestu rakin til þess að einstaklingar í stofninum voru þyngri síður en til nýliðunar. Furðulegasta útskýringin hlítur að vera, þegar þáverandi forstjóra Hafró, m.a. kenndi skipsstjórum og greininni sjálfri, fyrir að afvegaleiða stofnunina Ekki beint vísindaleg nálgun. Taflan hér að neðan er dæmi um hvernig stofninn var metinn hvert ár, og síðan hvernig matinu er breytt í skýrslum sem komu út árin eftir. Efirfarandi tafla sýnir dæmi sem standa okkur næst í tíma. Stofnmati ársins 2017 er breytt milli ára um 213.459 tonn og fyrir árið 2019 breytt um 315.739 tonn milli ára. Ráðgjöfin miðar hinsvegar við árið sem matið er gert. Dæmin um breytingar á heildarstærð stofnsins og hrygningarstofnsins eru þó nokkur. Þannig minnkar hrygningarstofn milli útgefinna skýrsla frá 200-350 þús tonn, þar sem breytingarnar eru mestar. Það gefur alls ekki rétta mynd af stofnstærðarmælingunum, þegar tölum er breytt eða þær leiðréttar með eftir á skýringum. Eftir öll skiptin sem mat Hafró hefur þurft að leiðrétta, hefur stofnunin fullyrt að búið sé að breyta aðferðarfræðinni til betri vegar. Það hefur enn ekki staðist, svo hugsanlega stutt í næstu „leiðréttingu“ á stofnstærðinni. Ekkert samband milli stærðar hrygningarstofns og fjöld nýliða. Allt frá 1994 héldu fiskifræðingar Hafró,(Sigfús S ofl.) að leiðin að því að stækka stofninn, væri að stækka hrygningarstofninn. Þannig næðist mesta nýliðunin. En það hefur komið í ljós að ekkert samband er á milli stærðar hrygningarstofns og fjölda nýliða (fjölda einstaklinga sem bætast í stofninn). Taflan hér að neðan sýnir stærðir stofns og hrygningarstofns, og heildarfjölda nýliða. Dæmi:1955 er hrygningarstofninn 727 þús tonn, sem gefur 151 milljón nýliða í stofninn. 1976 er hrygningarstofninn aðeins 146 þús tonn, sem gefur af sér 369 milljón nýliða. Nýliðun má sjá á hvert tonn í stofni og hvert tonn í hrygningarstofni. Því stærri stofnstærð, þá eru færri nýliðar á hvert tonn í stofninum. Því meiri sem fjölgun nýliða er, því meiri verður afrakstur stofnsins í heild . Eftirfarandi staðreyndir eru eitthvað fyrir áhugasama að hugleiða: Meðalstærð hrygningarstofns s.l. 20 ár hefur verið um 436 þús. tonn, meðalnýliðun á ári 145 milljónir einstaklinga. Árlegur meðalafli 204 þús tonn. Stofnstærðin var að meðaltali 982 þús. tonn. Meðalstærð hrygningarstofns 20 ár fyrir aflamark, 1964-1984. var 260 þús. tonn , meðalnýliðun 218 milljónir einstaklinga. Árlegur meðalafli 377 þús.tonn. Stofnstærðin var að meðaltali 1.132 þús. tonn Þannig er hrygningarstofninn 60% stærri en nýliðun 33% minni. Og, aflinn 54% minni. Afrakstur stofnsins hefur stórlega minnkað. Aflinn frá 1980 til 1984 var að meðaltali 394 þús.tonn á ári og það þótti ástæða til setja kvóta á, til að sporna við ofveiði. Lífið og tilveran gengur út á það að; ÉTA. Lífsbaráttan í hafinu er hörð, þar gildir lögmálið að éta eða verða étin. Að éta sem mest, stækka og þroskast sem fyrst, þetta er eðli sem lífið gengur út á. Þetta á við langflestar lifandi verur í hafinu, frá smæstu krabbadýrum til hvala. Og þorskurinn er engin aukvisi þegar kemur að áti, mikill ránfiskur. Þorskseiði éta flest sem þau ráða við, og önnur þorskseiði eru engin undantekning. Þorskurinn byrjar þannig strax á fyrsta ári að éta eigin bræður og systur, á sjálfráni. En minna af þeim sé fæðuframboð nægt. Nýliðun hjá mörgum nytjastofnum hefur verið léleg undanfarin ár, og er enn óútskírð. „Fyrir seinni heimsstyrjöld og fram undir 1990 var árlegur landaður afli yfirleitt milli 300 og 450 þúsund tonn. Síðan þá hefur aflinn verið minni, að meðaltali rúmlega 200 þúsund tonn, vegna lélegri nýliðunar minni framleiðslugetu stofnsins. “ skýrsla Hafró 2022 Loðna, langmikilvægasta fæða þorsksins og mikilvægust fyrir orkuflutninga í hafinu. Er það tilviljun að fljótlega upp úr því að stórfelldar loðnuveiðar hefjast, að nýliðun þorskstofnsins og fleiri stofna tekur dýfu, sem enn stendur? Það eru staðreyndir að minna fæðuframboð hefur í för með sér aukið sjálf-og afrán, að þorskurinn léttist, kynþroska seinkar, auknar líkur eru á hrygningardauða og að hrygnur sleppi því að hrygna. Dæmið gengur ekki upp líffræðilega. Loðna er svo mikilvægur hluti fæðu þorsks að það er mjög ólíklegt að hann nái að vinna upp loðnubrest eða mjög takmarkað framboð hennar. Svarið hlítur að vera stóraukið sjálfrán og afrán, allt til að uppfylla frumþörf sína; að lifa af, éta. Þá áratugi sem aflinn hér við land var mestur, 400-550 þúst tonn, voru engar loðnuveiðar. Frá upp úr 1960-1984 voru veidd um 7,8 milljón tonn. Frá 1985 -2024 voru veidd alls 24,2 milljónir tonna af loðnu. En það er aðeins toppurinn á ísjakanum. Vistkerfið verður af margföldu því magni þar sem aðeins brot af því magni sem myndi annars hrygna, hrygnir. Við höfum fryst um 250 þús tonn af loðnuhrognum. Það magn hefði auðveldlega gefið að lágmarki 120-240 milljónir tonna af loðnu. Það sér hver sem vill, að þegar við tökum allt það magn út úr vistkerfinu/fæðukeðjunni, þá hlítur það að koma niður á þeim tegundum sem byggja nánast sína tilveru á loðnu. Öll sú orka, það prótein sem hverfur úr vistkerfinu, hlítur hafa sín áhrif, annað stenst ekki. Vistkerfi sjávar er flókið og samofið. Öll röskun á því hefur áhrif. Þannig tel ég að minnkandi nýliðun megi að stórum hluta útskýra með stórauknu sjálf-og afráni. Mun erfiðara er fyrir yngri einstaklinga í stofninum að þroskast, þar sem fæðuframboðið hefur verið svo skert. Það er líffræðilega ómögulegt að stækka fiskistofna og um leið draga stórlega úr fæðuframboði þeirra. Próteinið, orkan, til stækkunar, fjölgunar, þarf að koma einhversstaðar frá. Höfundur er útgerðartæknir , fyrrverandi sjómaður ofl.
Kærleikssamtökin sem almenn félagasamtök gera tilkall til sætis á Alþingi Sigurlaug G. Ingólfsdóttir Skoðun
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar
Kærleikssamtökin sem almenn félagasamtök gera tilkall til sætis á Alþingi Sigurlaug G. Ingólfsdóttir Skoðun
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun