Lífið

Halla Hrund og Kristján selja í­búðina í Foss­vogi

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Halla Hrund og Kristján Freyr festu kaup á eigninni árið 2021.
Halla Hrund og Kristján Freyr festu kaup á eigninni árið 2021.

Halla Hrund Logadóttir, fyrrverandi forsetaframbjóðandi og þingmaður Framsóknarflokksins, og eiginmaður hennar Kristján Freyr Kristjánsson, meðstofnandi og framkvæmdastjóri 50 skills, hafa sett íbúð sína við Snæland í Fossvogi á sölu. Ásett verð er 99,4 milljónir.

Um er að ræða 90 fermetra íbúð á annarri hæð í húsi sem var byggt árið 1973 og teiknað af Kjartani Sveinssyni. Halla og Kristján festu kaup á eigninni árið 2021 fyrir 57,2 milljónir króna.

Íbúðin skiptist í þrjú rúmgóð svefnherbergi, samliggjandi opið rými þar sem eldhús, stofa og borðastofa flæðan saman í eitt, þvottahús og eitt baðherbergi. Útgengt er út alrýminu á stórar suðursvalir.

Eigninni fylgir einnig 17 fermetra herbergi á jarðhæð með snyrtingu sem er sameiginleg með tveimur íbúðum, auk átta fermetra geymslu. 

Í eldhúsinu er hvít og stílhrein innrétting. Fyrir miðju er stór eldhúseyja með góðu skáplássi og vinnuaðstöðu, sem skilur rýmin að.

Nánari upplýsingar á fasteignavef Vísis.

Sindri Sindrason fór í morgunkaffi til Höllu Hrundar, þegar hún var í framboði til forseta Ísland, í maí í fyrra og fékk að kynnast henni betur. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.