Val Kilmer er látinn Magnús Jochum Pálsson skrifar 2. apríl 2025 06:27 Val Kilmer er látinn eftir glímu við lungnabólgu en hann hafði þjáðst af alvarlegu krabbameini í hálsi í mörg ár. Getty Bandaríski leikarinn Val Kilmer, ein skærasta stjarna níunda og tíunda áratugar Hollywod, er látinn, 65 ára að aldri. Hann lést úr lungnabólgu eftir áralanga baráttu við krabbamein í hálsi. Mercedes Kilmer, dóttir leikarans, greindi New York Times frá andláti föður síns og í bréfi til AP sagði hún hann hafa látist í faðmi fjölskyldu sinnar í Los Angeles. Kilmer greindist með krabbamein í hálsi árið 2014 og gekkst undir krabbameinsmeðferð og barkaskurð sem gerði það að verkum að hann átti erfitt með að tala. Kilmer og Whalley við tökur á myndinni Kill Me Again árið 1989.Getty Kilmer fæddist á gamlársdag 1959 í Los Angeles í Kaliforníu, annar þriggja bræðra. Hann gekk í Juilliard árið 1981 og var sá yngsti frá upphafi til að fá inngöngu í leiklistardeild skólans þar sem hann lagði stund á Method-leik. Kilmer var giftur leikkonunni Joanne Whalley, sem hann kynntist við tökur á Willow, frá 1988 til 1996 og eignuðust þau tvö börn saman, Mercedes og Jack. Kilmer lék í meira en hundrað kvikmyndum og sjónvarpsþáttum á ferli sínum sem spannaði fjóra áratugi og var hann ein skærasta stjarna Hollywood á níunda og tíunda áratugnum. Vanmetin súperstjarna Fyrsta hlutverk Val Kilmer eftir lok leiklistarnámsins var í grínmyndinni Top Secret! árið 1984 og tveimur árum síðar lék hann Iceman á móti Tom Cruise í hasarmyndinni Top Gun. Þar með var stjarna fædd. Val Kilmer var vanmetinn leðurblökumaður. Næstu árin eftir það lék Kilmer í fjölda stórmynda. Hann lék töframanninn Madmartigan í fantasíuepíkinni Willow (1988), rokkstjörnuna Jim Morrison í ævisögumyndinni The Doors (1991) og drykkfellda berklaveika tannlækninn Doc Holliday í Tombstone (1993). Ferill leikarans náði án efa hápunkti árið 1995 þegar hann lék leðurblökumanninn í Batman Forever í leikstjórn Joel Schumacher og bófann Chris í bankaránsmyndinni Heat eftir Michael Mann. Eftir það tók að halla dálítið undan fæti, stórum hlutverkum leikarans fækkaði og spilaði þar inn í að hann fékk orð á sig fyrir að vera erfiður og krefjandi í samstarfi. Val Kilmer og Cher deituðu um tíma á níunda áratugnum.Getty Þrátt fyrir að hafa barist við krabbamein í nokkur ár hélt Val áfram að leika þó hlutverkin hafi verið ívið færri síðustu árin og engin síðustu tvö ár. Heimildamyndin Val sem fjallaði um ævi leikarans bak við tjöldin kom út árið 2021. Myndin var unnin upp úr 800 klukkustunda myndefni af leikaranum og fjallaði sérstaklega um uppvöxt hans, bróðurmissinn, krabbameinsbaráttuna og átta ára hjónaband Kilmer við Joanne Whalley. Síðasta verk Kilmer var síðan að loka hringnum í litlu hlutverki sem Iceman í Top Gun: Maverick árið 2023. Andlát Hollywood Bíó og sjónvarp Bandaríkin Mest lesið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Lífið Þakkargjörðarveisla að hætti Evu Laufeyjar Matur Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Lífið Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Lífið Fleiri fréttir Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Sjá meira
Mercedes Kilmer, dóttir leikarans, greindi New York Times frá andláti föður síns og í bréfi til AP sagði hún hann hafa látist í faðmi fjölskyldu sinnar í Los Angeles. Kilmer greindist með krabbamein í hálsi árið 2014 og gekkst undir krabbameinsmeðferð og barkaskurð sem gerði það að verkum að hann átti erfitt með að tala. Kilmer og Whalley við tökur á myndinni Kill Me Again árið 1989.Getty Kilmer fæddist á gamlársdag 1959 í Los Angeles í Kaliforníu, annar þriggja bræðra. Hann gekk í Juilliard árið 1981 og var sá yngsti frá upphafi til að fá inngöngu í leiklistardeild skólans þar sem hann lagði stund á Method-leik. Kilmer var giftur leikkonunni Joanne Whalley, sem hann kynntist við tökur á Willow, frá 1988 til 1996 og eignuðust þau tvö börn saman, Mercedes og Jack. Kilmer lék í meira en hundrað kvikmyndum og sjónvarpsþáttum á ferli sínum sem spannaði fjóra áratugi og var hann ein skærasta stjarna Hollywood á níunda og tíunda áratugnum. Vanmetin súperstjarna Fyrsta hlutverk Val Kilmer eftir lok leiklistarnámsins var í grínmyndinni Top Secret! árið 1984 og tveimur árum síðar lék hann Iceman á móti Tom Cruise í hasarmyndinni Top Gun. Þar með var stjarna fædd. Val Kilmer var vanmetinn leðurblökumaður. Næstu árin eftir það lék Kilmer í fjölda stórmynda. Hann lék töframanninn Madmartigan í fantasíuepíkinni Willow (1988), rokkstjörnuna Jim Morrison í ævisögumyndinni The Doors (1991) og drykkfellda berklaveika tannlækninn Doc Holliday í Tombstone (1993). Ferill leikarans náði án efa hápunkti árið 1995 þegar hann lék leðurblökumanninn í Batman Forever í leikstjórn Joel Schumacher og bófann Chris í bankaránsmyndinni Heat eftir Michael Mann. Eftir það tók að halla dálítið undan fæti, stórum hlutverkum leikarans fækkaði og spilaði þar inn í að hann fékk orð á sig fyrir að vera erfiður og krefjandi í samstarfi. Val Kilmer og Cher deituðu um tíma á níunda áratugnum.Getty Þrátt fyrir að hafa barist við krabbamein í nokkur ár hélt Val áfram að leika þó hlutverkin hafi verið ívið færri síðustu árin og engin síðustu tvö ár. Heimildamyndin Val sem fjallaði um ævi leikarans bak við tjöldin kom út árið 2021. Myndin var unnin upp úr 800 klukkustunda myndefni af leikaranum og fjallaði sérstaklega um uppvöxt hans, bróðurmissinn, krabbameinsbaráttuna og átta ára hjónaband Kilmer við Joanne Whalley. Síðasta verk Kilmer var síðan að loka hringnum í litlu hlutverki sem Iceman í Top Gun: Maverick árið 2023.
Andlát Hollywood Bíó og sjónvarp Bandaríkin Mest lesið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Lífið Þakkargjörðarveisla að hætti Evu Laufeyjar Matur Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Lífið Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Lífið Fleiri fréttir Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Sjá meira