Innlent

Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Erla Björg Gunnarsdóttir ritstjóri fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar les fréttir í kvöld.
Erla Björg Gunnarsdóttir ritstjóri fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar les fréttir í kvöld. Vilhelm

Gerviópíóðinn nitazene, sem óttast er að sé kominn í dreifingu hérlendis, er þúsund sinnum sterkari en morfín að sögn réttarefnafræðings. Rætt verður betur við hann og fjallað nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Í kvöldfréttum verður einnig fjallað um tolla Bandaríkjastjórnar á innflutta vöru, sem tóku gildi á miðnætti. Neytendur hafa miklar áhyggjur af áhrifum tollanna á vöruverð og sumir hafa gripið á það ráð að kaupa vörubirgðir til að vera á undan vöruhækkunum.

Rætt verður við framkvæmdastjóra Sveit, samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði, vegna frásagnar faglærðs þjóns um að honum einum hafi verið sagt upp störfum á hóteli í Reykjavík en allir aðrir starfsmenn eru ófaglærðir og erlendir.

Við verðum í beinni útsendingu frá Söfnunarþætti á Allra vörum sem fer fram í kvöld - en verið er að safna fyrir nýju Kvennaathvarfi.

Í sportinu verður farið yfir fjölbreytta Bónus-deild kvenna og við lítum á Formúluna.

Kvöldfréttir Stöðvar 2 má sjá í heild sinni hér að neðan:

Klippa: Kvöldfréttir 5. apríl 2025



Fleiri fréttir

Sjá meira


×