Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Samúel Karl Ólason skrifar 31. mars 2025 22:03 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AP/Mark Sciefelbein Tæpur helmingur Bandarískra kjósenda telja Donald Trump, forseta, vera á réttri leið þegar kemur að málefnum innflytjenda. Færri eru þó á þeim buxunum þegar kemur að meðhöndlun forsetans á hagkerfi Bandaríkjanna og milliríkjaviðskiptum. Trump er af mörgum talinn hafa tryggt sér forsetaembættið á grunni efnahagsstjórnunar en meint slæm staða bandaríska efnahagslífsins var lengi baggi á Joe Biden og í kjölfarið Kamölu Harris. Þegar verst var sögðu einungis þrír af hverjum tíu að Biden stæði sig vel á því sviði. Nú segja fjórir af tíu kjósendum að Trump standi sig vel í efnahagsmálum. Þetta er meðal þess sem kemur fram í niðurstöðum könnunar sem AP fréttaveitan og NORC gerðu. Heilt yfir er rétt rúmur meirihluti kjósenda í Bandaríkjunum þeirrar skoðunar að Trump standi sig ekki vel í starfi. Um fjórir af tíu segja hann standa sig vel. Þá segir í grein AP um könnunina að þeir sem sjá Trump í neikvæðu ljósi hafi sterkari skoðanir en þeir sem sjá hann í jákvæðu ljósi. Fjórir af tíu segja til að mynda að hann standi sig mjög illa í starfi en einungis tveir af tíu segja hann standa sig mjög vel. Repúblikanar og Demókratar sammála Best virðist Trump standa sig, í augum kjósenda, þegar kemur að málefnum innflytjenda. Þar segja 49 prósent að hann standi sig vel en fimmtíu segja hann standa sig illa. Fleiri segja hann standa sig vel þar en segja hann standa sig vel heilt yfir og nær það bæði yfir kjósendur sem styðja Repúblikanaflokkinn og þá sem styðja Demókrataflokkinn. Níu af tíu stuðningsmönnum Repúblikanaflokksins segja Trump standa sig vel þegar kemur að málefnum innflytjenda en sjö af tíu segja hann standa sig vel þegar kemur að milliríkjaviðskiptum, tollum og slíku. Þegar kemur að tollum hefur Trump gengið hart fram en í senn verið mjög óútreiknanlegur. Framganga hans í garð Mexíkó, Kanada og annarra ríkja sem hann hefur annað hvort beitt tollum eða sagst ætla að beita tollum hefur valdið taugatitringi víða um heim og þá sérstaklega á mörkuðum. Trump fékk ítrekað góðar einkunnir hjá kjósendum fyrir efnahagsstjórn hans á fyrra kjörtímabili hans. Fleiri kjósendur voru ítrekað sáttir við störf hans á því sviði en voru sáttir við hann á öðrum sviðum. Kannanir sem framkvæmdar voru fyrir og eftir forsetakosningarnar í fyrra benda til þess að hagvöxtur og verðlag spilaði stóra rullu í því að kjósendur ákváðu að kjósa hann aftur í embætti. Kjósendur sem sögðu stöðu hagkerfisins mikilvægasta málefni Bandaríkjanna veittu honum atkvæði í mun meira mæli en aðrir kjósendur. Veðja á að verðið skipti ekki öllu máli Fari verðlag hækkandi í Bandaríkjunum á næstu mánuðum, eftir að hafa hækkað töluvert á undanförnum árum, samhliða umfangsmiklum tollum og mögulegs viðskiptastríðs Trumps við heiminn allan, gæti það haft mikil áhrif á almenning í Bandaríkjunum. Sérfræðingar búast fastlega við því að verðlag muni hækka beiti Trump umfangsmiklum tollum á ríki heims. Ráðgjafar og bandamenn Trumps hafa á undanförnum vikum ítrekað sagt að svo geti vel farið. Trump-liðar virðast ætla að veðja á það að kjósendur muni þó sætta sig við það til að bæta innlenda framleiðslu, eins og fram kemur í grein New York Times. Scott Bessent, fjármálaráðherra, ítrekaði þetta fyrr í mars þegar hann sagði að aðgengi að ódýrum vörum væri ekki kjarni ameríska draumsins. Þess í stað væri ameríski draumurinn það að hafa góð störf og nægjanlega há laun til að hafa efni á heimili. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagðist í gær opinn fyrir því að sitja þriðja kjörtímabilið í embætti, þó stjórnarskrá Bandaríkjanna meini slíkt. Forsetinn ítrekaði í símaviðtali að honum væri alvara og sagði hægt að finna leiðir til að komast hjá ákvæði stjórnarskrárinnar. 31. mars 2025 14:42 Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Kanadamenn þurfa að gera umfangsmiklar breytingar á hagkerfi þeirra og í raun umturna því. Þetta sagði Mark Carney, forsætisráðherra, Kanada í ræðu sem hann hélt í kvöld en hann lýsti því meðal annars yfir að hið gamla samband Kanadamanna við nágranna sína í suðri, Bandaríkjamenn, væri búið. 27. mars 2025 23:00 Tollar Trump á stál og ál taka gildi Tuttugu og fimm prósenta tollur Donald Trump Bandaríkjaforseta á allt innflutt stál og ál tók gildi á miðnætti. Breytingin er talin munu hafa verulega áhrif á innlenda framleiðendur bifreiða, áldósa, sólarrafhlaða og fleiri. 12. mars 2025 06:50 Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur frestað tollum á vörur frá Kanada og Mexíkó en einungis tveir dagar eru síðan þeir tóku gildi. Nágrannaríkin svöruðu fyrir sig með sínum eigin tollgjöldum. 6. mars 2025 20:50 Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Sjá meira
Trump er af mörgum talinn hafa tryggt sér forsetaembættið á grunni efnahagsstjórnunar en meint slæm staða bandaríska efnahagslífsins var lengi baggi á Joe Biden og í kjölfarið Kamölu Harris. Þegar verst var sögðu einungis þrír af hverjum tíu að Biden stæði sig vel á því sviði. Nú segja fjórir af tíu kjósendum að Trump standi sig vel í efnahagsmálum. Þetta er meðal þess sem kemur fram í niðurstöðum könnunar sem AP fréttaveitan og NORC gerðu. Heilt yfir er rétt rúmur meirihluti kjósenda í Bandaríkjunum þeirrar skoðunar að Trump standi sig ekki vel í starfi. Um fjórir af tíu segja hann standa sig vel. Þá segir í grein AP um könnunina að þeir sem sjá Trump í neikvæðu ljósi hafi sterkari skoðanir en þeir sem sjá hann í jákvæðu ljósi. Fjórir af tíu segja til að mynda að hann standi sig mjög illa í starfi en einungis tveir af tíu segja hann standa sig mjög vel. Repúblikanar og Demókratar sammála Best virðist Trump standa sig, í augum kjósenda, þegar kemur að málefnum innflytjenda. Þar segja 49 prósent að hann standi sig vel en fimmtíu segja hann standa sig illa. Fleiri segja hann standa sig vel þar en segja hann standa sig vel heilt yfir og nær það bæði yfir kjósendur sem styðja Repúblikanaflokkinn og þá sem styðja Demókrataflokkinn. Níu af tíu stuðningsmönnum Repúblikanaflokksins segja Trump standa sig vel þegar kemur að málefnum innflytjenda en sjö af tíu segja hann standa sig vel þegar kemur að milliríkjaviðskiptum, tollum og slíku. Þegar kemur að tollum hefur Trump gengið hart fram en í senn verið mjög óútreiknanlegur. Framganga hans í garð Mexíkó, Kanada og annarra ríkja sem hann hefur annað hvort beitt tollum eða sagst ætla að beita tollum hefur valdið taugatitringi víða um heim og þá sérstaklega á mörkuðum. Trump fékk ítrekað góðar einkunnir hjá kjósendum fyrir efnahagsstjórn hans á fyrra kjörtímabili hans. Fleiri kjósendur voru ítrekað sáttir við störf hans á því sviði en voru sáttir við hann á öðrum sviðum. Kannanir sem framkvæmdar voru fyrir og eftir forsetakosningarnar í fyrra benda til þess að hagvöxtur og verðlag spilaði stóra rullu í því að kjósendur ákváðu að kjósa hann aftur í embætti. Kjósendur sem sögðu stöðu hagkerfisins mikilvægasta málefni Bandaríkjanna veittu honum atkvæði í mun meira mæli en aðrir kjósendur. Veðja á að verðið skipti ekki öllu máli Fari verðlag hækkandi í Bandaríkjunum á næstu mánuðum, eftir að hafa hækkað töluvert á undanförnum árum, samhliða umfangsmiklum tollum og mögulegs viðskiptastríðs Trumps við heiminn allan, gæti það haft mikil áhrif á almenning í Bandaríkjunum. Sérfræðingar búast fastlega við því að verðlag muni hækka beiti Trump umfangsmiklum tollum á ríki heims. Ráðgjafar og bandamenn Trumps hafa á undanförnum vikum ítrekað sagt að svo geti vel farið. Trump-liðar virðast ætla að veðja á það að kjósendur muni þó sætta sig við það til að bæta innlenda framleiðslu, eins og fram kemur í grein New York Times. Scott Bessent, fjármálaráðherra, ítrekaði þetta fyrr í mars þegar hann sagði að aðgengi að ódýrum vörum væri ekki kjarni ameríska draumsins. Þess í stað væri ameríski draumurinn það að hafa góð störf og nægjanlega há laun til að hafa efni á heimili.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagðist í gær opinn fyrir því að sitja þriðja kjörtímabilið í embætti, þó stjórnarskrá Bandaríkjanna meini slíkt. Forsetinn ítrekaði í símaviðtali að honum væri alvara og sagði hægt að finna leiðir til að komast hjá ákvæði stjórnarskrárinnar. 31. mars 2025 14:42 Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Kanadamenn þurfa að gera umfangsmiklar breytingar á hagkerfi þeirra og í raun umturna því. Þetta sagði Mark Carney, forsætisráðherra, Kanada í ræðu sem hann hélt í kvöld en hann lýsti því meðal annars yfir að hið gamla samband Kanadamanna við nágranna sína í suðri, Bandaríkjamenn, væri búið. 27. mars 2025 23:00 Tollar Trump á stál og ál taka gildi Tuttugu og fimm prósenta tollur Donald Trump Bandaríkjaforseta á allt innflutt stál og ál tók gildi á miðnætti. Breytingin er talin munu hafa verulega áhrif á innlenda framleiðendur bifreiða, áldósa, sólarrafhlaða og fleiri. 12. mars 2025 06:50 Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur frestað tollum á vörur frá Kanada og Mexíkó en einungis tveir dagar eru síðan þeir tóku gildi. Nágrannaríkin svöruðu fyrir sig með sínum eigin tollgjöldum. 6. mars 2025 20:50 Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Sjá meira
„Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagðist í gær opinn fyrir því að sitja þriðja kjörtímabilið í embætti, þó stjórnarskrá Bandaríkjanna meini slíkt. Forsetinn ítrekaði í símaviðtali að honum væri alvara og sagði hægt að finna leiðir til að komast hjá ákvæði stjórnarskrárinnar. 31. mars 2025 14:42
Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Kanadamenn þurfa að gera umfangsmiklar breytingar á hagkerfi þeirra og í raun umturna því. Þetta sagði Mark Carney, forsætisráðherra, Kanada í ræðu sem hann hélt í kvöld en hann lýsti því meðal annars yfir að hið gamla samband Kanadamanna við nágranna sína í suðri, Bandaríkjamenn, væri búið. 27. mars 2025 23:00
Tollar Trump á stál og ál taka gildi Tuttugu og fimm prósenta tollur Donald Trump Bandaríkjaforseta á allt innflutt stál og ál tók gildi á miðnætti. Breytingin er talin munu hafa verulega áhrif á innlenda framleiðendur bifreiða, áldósa, sólarrafhlaða og fleiri. 12. mars 2025 06:50
Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur frestað tollum á vörur frá Kanada og Mexíkó en einungis tveir dagar eru síðan þeir tóku gildi. Nágrannaríkin svöruðu fyrir sig með sínum eigin tollgjöldum. 6. mars 2025 20:50