Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar 31. mars 2025 11:01 Þegar haustmisserið hófst síðasta ágúst áttum við að vera komin í glæsilega endurbætta byggingu Háskóla Íslands, Sögu. En raunin varð önnur. Við vorum enn föst í Stakkahlíðinni, og það sem verra var, helmingur húsnæðisins hafði verið afhentur Listaháskóla Íslands. Við þurftum að læra í kennslurýmum hér og þar, í öðrum byggingum og jafnvel í kirkjum um hríð. Þetta var niðurlægjandi staða fyrir svið sem ber ábyrgð á menntun framtíðarkennara landsins. Við í Vöku rétt eins og allir aðrir stúdentar Menntavísindasviðs vorum og erum ósátt. En ólíkt öðrum ákváðum við að láta ekki nægja að birtast óvænt í umræðum viku fyrir kosningar. Við tókum til handa og fórum að vinna. Vinna, ekki bara loforð Það fyrsta sem ég gerði þegar ég tók við sem sviðsráðsforseti Menntavísindasviðs var að kortleggja það sem brýnast væri að bæta. Í gegnum baráttu, sem er ekki alltaf jafn sýnileg, bæði í sviðsráði og Stúdentaráði sem og í öðrum skipulagseiningum eins og Söguhópnum, hefur okkur tekist að tryggja fjölmörg mikilvæg mál fyrir okkar nemendur: Vaka tryggði að gert verði ráð fyrir hreiðri, aðstöðu fyrir börn stúdenta, í Sögu. Eitthvað sem hefði ekki orðið ef ég hefði ekki fært mál fyrir því í Söguhópnum. Vaka tryggði að nemendafélög fái loks aðgang að sameiginlegri fundaraðstöðu og geymslum í Sögu, sem þau hafa verið án síðan Hamar fór undir Listaháskólann. Ég lagði fram tillögu í Stúdentaráði í febrúar um að auka sveigjanleika í vettvangsnámi kennaranema. Tillaga sem var samþykkt einróma. Skrifstofa SHÍ og fulltrúar Vöku í sviðsráði vinna nú að því að fylgja þessu markmiði eftir. Sem fulltrúi nemenda í stjórn Menntavísindasviðs hef ég kallað eftir auknum fyrirsjáanleika í skipulagi náms, og unnið að því að stundatöflur verði birtar tímanlega fyrir næsta haust. Það er eitt af mínum meginmarkmiðum að ná því fram á næsta starfsári. Nú þegar kennslu lýkur í vor verður Stakkahlíðinni pakkað niður og flutningurinn í Sögu að fullu lokið fyrir næsta haust. Háskólinn dró flutninginn allt of lengi, og aðstæður á þessu skólaári hafa verið ólíðandi, en þegar á hólminn verður komið í Sögu verða aðstæður stúdenta á Menntavísindasviði mun betri en ella, þökk sé vinnu Vökuliða. Röskva mætir seint og tómhent Það er holur hljómur í Röskvu, sem hefur þar til núna ekki lagt fram eina tillögu á stúdentaráðsfundi á þessu starfsári um kennsluhætti eða aðstæður á Menntavísindasviði, eða flutning þess í Sögu, að fara nú allt í einu að berja sér á brjóst rúmlega viku fyrir kosningar og segja að þau „standi með Menntavísindasviði.“ Það þarf meira en vel valdar yfirlýsingar rétt fyrir kjördag til að hljóta traust stúdenta. Það traust byggist á því að fulltrúar vinni fyrir hagsmuni sviðsins allt árið um kring, og það hefur Vaka gert og mun halda áfram að gera. Framtíðin skiptir máli Nú þegar flutningurinn í Sögu er loksins að verða að veruleika skiptir öllu máli að rétt fólk sitji áfram við borðið. Fólk sem þekkir málin, hefur unnið að bættum hagsmunum stúdenta og mun halda áfram að gera það. Við í Vöku látum verkin tala. Við erum ekki bara að bregðast við rétt fyrir kosningar, við höfum starfað samfleytt fyrir stúdenta Menntavísindasviðs frá byrjun. Á miðvikudaginn og fimmtudaginn kjósa stúdentar sína fulltrúa til að leiða hagsmunabaráttu stúdenta á vettvangi SHÍ. Ég hvet alla stúdenta Menntavísindasviðs til þess að kjósa þá sem hafa staðið með þeim. Ekki bara í orði, heldur líka á borði. Kjósum Vöku. Höfundur er stúdentaráðsliði og oddviti Vöku á Menntavísindasviði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hagsmunir stúdenta Mest lesið Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Sjá meira
Þegar haustmisserið hófst síðasta ágúst áttum við að vera komin í glæsilega endurbætta byggingu Háskóla Íslands, Sögu. En raunin varð önnur. Við vorum enn föst í Stakkahlíðinni, og það sem verra var, helmingur húsnæðisins hafði verið afhentur Listaháskóla Íslands. Við þurftum að læra í kennslurýmum hér og þar, í öðrum byggingum og jafnvel í kirkjum um hríð. Þetta var niðurlægjandi staða fyrir svið sem ber ábyrgð á menntun framtíðarkennara landsins. Við í Vöku rétt eins og allir aðrir stúdentar Menntavísindasviðs vorum og erum ósátt. En ólíkt öðrum ákváðum við að láta ekki nægja að birtast óvænt í umræðum viku fyrir kosningar. Við tókum til handa og fórum að vinna. Vinna, ekki bara loforð Það fyrsta sem ég gerði þegar ég tók við sem sviðsráðsforseti Menntavísindasviðs var að kortleggja það sem brýnast væri að bæta. Í gegnum baráttu, sem er ekki alltaf jafn sýnileg, bæði í sviðsráði og Stúdentaráði sem og í öðrum skipulagseiningum eins og Söguhópnum, hefur okkur tekist að tryggja fjölmörg mikilvæg mál fyrir okkar nemendur: Vaka tryggði að gert verði ráð fyrir hreiðri, aðstöðu fyrir börn stúdenta, í Sögu. Eitthvað sem hefði ekki orðið ef ég hefði ekki fært mál fyrir því í Söguhópnum. Vaka tryggði að nemendafélög fái loks aðgang að sameiginlegri fundaraðstöðu og geymslum í Sögu, sem þau hafa verið án síðan Hamar fór undir Listaháskólann. Ég lagði fram tillögu í Stúdentaráði í febrúar um að auka sveigjanleika í vettvangsnámi kennaranema. Tillaga sem var samþykkt einróma. Skrifstofa SHÍ og fulltrúar Vöku í sviðsráði vinna nú að því að fylgja þessu markmiði eftir. Sem fulltrúi nemenda í stjórn Menntavísindasviðs hef ég kallað eftir auknum fyrirsjáanleika í skipulagi náms, og unnið að því að stundatöflur verði birtar tímanlega fyrir næsta haust. Það er eitt af mínum meginmarkmiðum að ná því fram á næsta starfsári. Nú þegar kennslu lýkur í vor verður Stakkahlíðinni pakkað niður og flutningurinn í Sögu að fullu lokið fyrir næsta haust. Háskólinn dró flutninginn allt of lengi, og aðstæður á þessu skólaári hafa verið ólíðandi, en þegar á hólminn verður komið í Sögu verða aðstæður stúdenta á Menntavísindasviði mun betri en ella, þökk sé vinnu Vökuliða. Röskva mætir seint og tómhent Það er holur hljómur í Röskvu, sem hefur þar til núna ekki lagt fram eina tillögu á stúdentaráðsfundi á þessu starfsári um kennsluhætti eða aðstæður á Menntavísindasviði, eða flutning þess í Sögu, að fara nú allt í einu að berja sér á brjóst rúmlega viku fyrir kosningar og segja að þau „standi með Menntavísindasviði.“ Það þarf meira en vel valdar yfirlýsingar rétt fyrir kjördag til að hljóta traust stúdenta. Það traust byggist á því að fulltrúar vinni fyrir hagsmuni sviðsins allt árið um kring, og það hefur Vaka gert og mun halda áfram að gera. Framtíðin skiptir máli Nú þegar flutningurinn í Sögu er loksins að verða að veruleika skiptir öllu máli að rétt fólk sitji áfram við borðið. Fólk sem þekkir málin, hefur unnið að bættum hagsmunum stúdenta og mun halda áfram að gera það. Við í Vöku látum verkin tala. Við erum ekki bara að bregðast við rétt fyrir kosningar, við höfum starfað samfleytt fyrir stúdenta Menntavísindasviðs frá byrjun. Á miðvikudaginn og fimmtudaginn kjósa stúdentar sína fulltrúa til að leiða hagsmunabaráttu stúdenta á vettvangi SHÍ. Ég hvet alla stúdenta Menntavísindasviðs til þess að kjósa þá sem hafa staðið með þeim. Ekki bara í orði, heldur líka á borði. Kjósum Vöku. Höfundur er stúdentaráðsliði og oddviti Vöku á Menntavísindasviði.
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun