Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda Magnús Jochum Pálsson skrifar 30. mars 2025 17:26 Josh Kaul, dómsmálaráðherra Wisconsin, segir peningagjafir Elons Musk til kjósenda vera ólöglegar mútur. Getty Dómsmálaráðherra Wisconsin, demókratinn Josh Kaul, hefur kært yfirlýsingar Elon Musk, um að hann ætli að gefa tveimur kjósendum milljón dali, til hæstaréttar ríkisins. Tvö lægri dómstig hafa hafnað kæru Kaul sem vill meina að greiðslur Musk feli í sér mútur. Sjö dómarar sitja í hæstarétti Wisconsin-ríkis og er meirihluti þeirra, eða fjórir af sjö, frjálslyndur. Einn dómaranna, Ann Walsh Bradley sem hefur setið við dóminn í 30 ár, sest í helgan stein á næstunni sem getur leitt til þess að hlutfallið snúist við. Brad Schimel og Susan Crawford keppast um hæstaréttardómarastöðu í Wisconsin.AP Nú stendur yfir kosning um arftaka Bradley þar sem valið er á milli Susan Crawford, dómara í County-sýslu sem Demókratar hafa stutt og Brad Schimel, dómara í Waukesha-sýslu sem Trump og Musk hafa stutt. Það sem flækir málið er að fimm af dómurunum sjö hafa lýst yfir stuðningi við annan hvorn frambjóðandann sem vekur spurningar um það hvort þeir geti tekið afstöðu til kærunnar á hendur Musk. AP hafa fjallað um kosningarnar og tilraunir Musk til að hafa áhrif. Hafa styrkt Schimel um 20 milljónir Musk hefur skipulagt kosningafund í borginni Green Bay í Wisconsin í kvöld klukkan 19:30 að staðartíma (23:30 á íslenskum tíma) þar sem einungis þeir, sem hafa skrifað undir undirskriftarlista til að mótmæla „aktívísta-dómurum,“ eru velkomnir. Þar ætlar hann að gefa tveimur kjósendum milljón dala hvorn. Musk og aðrir hópar sem hann styður hafa styrkt Schimel um meira en 20 milljónir Bandaríkjadala (um 2,6 milljarða króna) í kosningabaráttu hans. Musk hefur styrkt Schimel rækilega.Getty Schimel, sem hefur klæðst MAGA-húfu í kosningabaráttunni, sagði í sjónvarpsviðtali að hann hefði ekki stjórn á peningastyrkjum utanaðkomandi hópa, hvort sem það væru Elon Musk eða aðrir. Það eina sem Trump hefði beðið um væri að aðgerðasinna-dómurum yrði hafnað og að lögunum yrði fylgt. „Það er einmitt það sem ég hef lofað, hvort sem það er Trump, Elon Musk eða einhverjir styrktaraðilar eða kjósendur í Wisconsin. Það er skuldbinding mín,“ sagði Schimel við Fox News á sunnudag. Musk áður gefið kjósendum pening Met hefur verið slegið í baráttunni um hæstaréttarsætið þar sem aldrei hefur jafn miklum fjárhæðum verið varið í kosningabaráttu fyrir dómarasæti í Bandaríkjunum. Framboðin hafa þegar eytt meira en 81 milljónum dala (um 10,67 milljörðum króna). Yfirlýsingar Trump um að bjóða kjósendum háar peningagreiðslur eru áþekkar yfirlýsingum hans í forsetakosningunum í fyrra þar sem hann bauðst til að gefa einum skráðum kjósanda í einu af sveifluríkjunum milljón dali á hverjum degi fram að kosningunum. Auðjöfurinn Elon Musk hefur heitið því að gefa einum skráðum kjósenda í svokölluðum sveifluríkjum í Bandaríkjunum milljón dali á degi hverjum fram að kosningum. Sérfræðingar segja þetta mögulega ólöglegt og ríkisstjóri Pennsylvaínu hefur kallað eftir því að málið verði rannsakað. Dómari í Pennsylvaníu sagði saksóknara ekki hafa sýnt fram á að um ólöglega hlutaveltu væri að ræða og leyfði Musk að halda fjárútláti sínu út kjördag. Musk birti færslu á föstudag á X þar sem hann sagðist ætla persónulega að gefa tvær milljónir dala til tveggja kjósenda sem hefðu þegar kosið í kosningunum. Musk birti síðar aðra færslu til að skýra mál sitt og sagði þá að peningurinn færi til sérstakra „talsmanna“ fyrir undirskriftarlista gegn „aktívista-dómurum“. Musk sagði fyrst að kosningafundurinn yrði opinn öllum þeim sem hefðu kosið í kosningunum en breytti því síðan og sagði fundinn aðeins opinn þeim sem hefðu skrifað undir undirskriftarlista hans. Á föstudag gaf Musk fyrstu milljónina til manns frá Green Bay sem hafði styrkt Repúblikanaflokkinn í Wisconsin og Schimel til hæstaréttar. Bandaríkin Elon Musk Donald Trump Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Sjá meira
Sjö dómarar sitja í hæstarétti Wisconsin-ríkis og er meirihluti þeirra, eða fjórir af sjö, frjálslyndur. Einn dómaranna, Ann Walsh Bradley sem hefur setið við dóminn í 30 ár, sest í helgan stein á næstunni sem getur leitt til þess að hlutfallið snúist við. Brad Schimel og Susan Crawford keppast um hæstaréttardómarastöðu í Wisconsin.AP Nú stendur yfir kosning um arftaka Bradley þar sem valið er á milli Susan Crawford, dómara í County-sýslu sem Demókratar hafa stutt og Brad Schimel, dómara í Waukesha-sýslu sem Trump og Musk hafa stutt. Það sem flækir málið er að fimm af dómurunum sjö hafa lýst yfir stuðningi við annan hvorn frambjóðandann sem vekur spurningar um það hvort þeir geti tekið afstöðu til kærunnar á hendur Musk. AP hafa fjallað um kosningarnar og tilraunir Musk til að hafa áhrif. Hafa styrkt Schimel um 20 milljónir Musk hefur skipulagt kosningafund í borginni Green Bay í Wisconsin í kvöld klukkan 19:30 að staðartíma (23:30 á íslenskum tíma) þar sem einungis þeir, sem hafa skrifað undir undirskriftarlista til að mótmæla „aktívísta-dómurum,“ eru velkomnir. Þar ætlar hann að gefa tveimur kjósendum milljón dala hvorn. Musk og aðrir hópar sem hann styður hafa styrkt Schimel um meira en 20 milljónir Bandaríkjadala (um 2,6 milljarða króna) í kosningabaráttu hans. Musk hefur styrkt Schimel rækilega.Getty Schimel, sem hefur klæðst MAGA-húfu í kosningabaráttunni, sagði í sjónvarpsviðtali að hann hefði ekki stjórn á peningastyrkjum utanaðkomandi hópa, hvort sem það væru Elon Musk eða aðrir. Það eina sem Trump hefði beðið um væri að aðgerðasinna-dómurum yrði hafnað og að lögunum yrði fylgt. „Það er einmitt það sem ég hef lofað, hvort sem það er Trump, Elon Musk eða einhverjir styrktaraðilar eða kjósendur í Wisconsin. Það er skuldbinding mín,“ sagði Schimel við Fox News á sunnudag. Musk áður gefið kjósendum pening Met hefur verið slegið í baráttunni um hæstaréttarsætið þar sem aldrei hefur jafn miklum fjárhæðum verið varið í kosningabaráttu fyrir dómarasæti í Bandaríkjunum. Framboðin hafa þegar eytt meira en 81 milljónum dala (um 10,67 milljörðum króna). Yfirlýsingar Trump um að bjóða kjósendum háar peningagreiðslur eru áþekkar yfirlýsingum hans í forsetakosningunum í fyrra þar sem hann bauðst til að gefa einum skráðum kjósanda í einu af sveifluríkjunum milljón dali á hverjum degi fram að kosningunum. Auðjöfurinn Elon Musk hefur heitið því að gefa einum skráðum kjósenda í svokölluðum sveifluríkjum í Bandaríkjunum milljón dali á degi hverjum fram að kosningum. Sérfræðingar segja þetta mögulega ólöglegt og ríkisstjóri Pennsylvaínu hefur kallað eftir því að málið verði rannsakað. Dómari í Pennsylvaníu sagði saksóknara ekki hafa sýnt fram á að um ólöglega hlutaveltu væri að ræða og leyfði Musk að halda fjárútláti sínu út kjördag. Musk birti færslu á föstudag á X þar sem hann sagðist ætla persónulega að gefa tvær milljónir dala til tveggja kjósenda sem hefðu þegar kosið í kosningunum. Musk birti síðar aðra færslu til að skýra mál sitt og sagði þá að peningurinn færi til sérstakra „talsmanna“ fyrir undirskriftarlista gegn „aktívista-dómurum“. Musk sagði fyrst að kosningafundurinn yrði opinn öllum þeim sem hefðu kosið í kosningunum en breytti því síðan og sagði fundinn aðeins opinn þeim sem hefðu skrifað undir undirskriftarlista hans. Á föstudag gaf Musk fyrstu milljónina til manns frá Green Bay sem hafði styrkt Repúblikanaflokkinn í Wisconsin og Schimel til hæstaréttar.
Bandaríkin Elon Musk Donald Trump Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Sjá meira