Richard Chamberlain er látinn Magnús Jochum Pálsson skrifar 30. mars 2025 14:59 Richard Chamberlain átti langan og farsælan feril í sjónvarpi. Hann var tilnefndur fjórum sinnum til Emmy-verðlaun og hlaut þrenn Golden Globe-verðlaun. Getty Bandaríski leikarinn Richard Chamberlain, þekktastur fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttaröðunum Dr. Kildare, Shogun og The Thorn Birds, er látinn 90 ára að aldri. Blaðafulltrúi Chamberlain, Harlan Boll, tjáði dægurmálamiðlinum The Hollywood Reporter að Chamberlain hefði dáið í Waimanalo í Havaí á laugardagskvöld eftir heilablóðfall, tveimur dögum fyrir 91 árs afmæli sitt, 31. mars. „Okkar elskaði Richard er nú með englunum. Hann er frjáls og svífur til ástvina sinna. Hve heppinn við vorum að hafa þekkt svona undraverða og elskandi sál. Ástin deyr aldrei. Okkar ást er undir vængjum hans og lyftir honum til hans næsta ævintýris,“ sagði Martin Rabbett, fyrrverandi eiginmaður Chamberlain til rúmlega 30 ára, í yfirlýsingu. Upprunalegi Jason Bourne og John Blackthorne Richard fæddist George Richard Chamberlain í Beverly Hills í Kaliforníu árið 1934. Hann lærði upprunalega myndlist í Pomona College en eftir hann sneri til baka úr herþjónustu í Kóreustríðinu ákvað Chamberlain að reyna fyrir sér sem leikari. Leikferill Chamberlain á stóra skjánum spannar rúmlega sextíu ár og hófst þegar hann lék smáhlutverk í spennuþáttunum Alfred Hitchcock Presents árið 1959. Stóra tækifærið kom tveimur árum síðar í læknaþáttunum Dr. Kildare þar sem Chamberlain lék aðalhlutverkið. Toshiro Mifune sem Yoshi Toranaga og Richard Chamberlain sem John Blackthorne í framhaldsþáttaröðinni Shogun.Getty Chamberlain lék einnig í fjölda mynda, þar á meðal ævintýramyndinni The Three Musketeers (1971), stórslysamyndinni The Towering Inferno (1974), Buffalo Soldiers (2001) og I Now Pronounce You Chuck and Larry (2007). Hans þekktustu hlutverk voru sem Dr. Kildare í fyrrnefndum þáttum, John Blackthorne í Shogun (1980) Séra Ralph de Bricassart í The Thorn Birds (1983), Jason Bourne í The Bourne Identity (1988). Á seinni hluta ferilsins lék hann smærri hlutverk í vinsælum þáttaröðum á borð við Will & Grace (1998-2020), Nip/Tuck (2003-10), Desperate Housewives (2004-2012), Chuck (2007-12) og Twin Peaks (2017). Chamberlain gaf út sjálfsævisögu sína Shattered Love árið 2003 og kom þá út úr skápnum. „Þegar þú elst upp á fjórða, fimmta og sjötta áratugnum er ekki auðvelt að vera samkynhneigður, það er eiginlega ómögulegt,“ sagði hann í viðtali við New York Times árið 2014. Bandaríkin Bíó og sjónvarp Andlát Hollywood Mest lesið Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum Lífið Diane Keaton er látin Lífið „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Lífið Hristir hausinn yfir fyrra líferni Lífið Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Lífið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Fleiri fréttir Diane Keaton er látin Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Sjá meira
Blaðafulltrúi Chamberlain, Harlan Boll, tjáði dægurmálamiðlinum The Hollywood Reporter að Chamberlain hefði dáið í Waimanalo í Havaí á laugardagskvöld eftir heilablóðfall, tveimur dögum fyrir 91 árs afmæli sitt, 31. mars. „Okkar elskaði Richard er nú með englunum. Hann er frjáls og svífur til ástvina sinna. Hve heppinn við vorum að hafa þekkt svona undraverða og elskandi sál. Ástin deyr aldrei. Okkar ást er undir vængjum hans og lyftir honum til hans næsta ævintýris,“ sagði Martin Rabbett, fyrrverandi eiginmaður Chamberlain til rúmlega 30 ára, í yfirlýsingu. Upprunalegi Jason Bourne og John Blackthorne Richard fæddist George Richard Chamberlain í Beverly Hills í Kaliforníu árið 1934. Hann lærði upprunalega myndlist í Pomona College en eftir hann sneri til baka úr herþjónustu í Kóreustríðinu ákvað Chamberlain að reyna fyrir sér sem leikari. Leikferill Chamberlain á stóra skjánum spannar rúmlega sextíu ár og hófst þegar hann lék smáhlutverk í spennuþáttunum Alfred Hitchcock Presents árið 1959. Stóra tækifærið kom tveimur árum síðar í læknaþáttunum Dr. Kildare þar sem Chamberlain lék aðalhlutverkið. Toshiro Mifune sem Yoshi Toranaga og Richard Chamberlain sem John Blackthorne í framhaldsþáttaröðinni Shogun.Getty Chamberlain lék einnig í fjölda mynda, þar á meðal ævintýramyndinni The Three Musketeers (1971), stórslysamyndinni The Towering Inferno (1974), Buffalo Soldiers (2001) og I Now Pronounce You Chuck and Larry (2007). Hans þekktustu hlutverk voru sem Dr. Kildare í fyrrnefndum þáttum, John Blackthorne í Shogun (1980) Séra Ralph de Bricassart í The Thorn Birds (1983), Jason Bourne í The Bourne Identity (1988). Á seinni hluta ferilsins lék hann smærri hlutverk í vinsælum þáttaröðum á borð við Will & Grace (1998-2020), Nip/Tuck (2003-10), Desperate Housewives (2004-2012), Chuck (2007-12) og Twin Peaks (2017). Chamberlain gaf út sjálfsævisögu sína Shattered Love árið 2003 og kom þá út úr skápnum. „Þegar þú elst upp á fjórða, fimmta og sjötta áratugnum er ekki auðvelt að vera samkynhneigður, það er eiginlega ómögulegt,“ sagði hann í viðtali við New York Times árið 2014.
Bandaríkin Bíó og sjónvarp Andlát Hollywood Mest lesið Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum Lífið Diane Keaton er látin Lífið „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Lífið Hristir hausinn yfir fyrra líferni Lífið Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Lífið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Fleiri fréttir Diane Keaton er látin Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Sjá meira