Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 29. mars 2025 20:07 Valdimar Guðmundsson, verkefnisstjóri „Allir með” og Rakel Magnúsdóttir,mótsstjóri Íslandsleikanna 2025, sem eru allt í öllu á Selfossi um helgina. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það iðar allt af lífi og fjöri á Selfossi um helgina því þar fara fram Íslandsleikarnir 2025 þar sem keppt er í hjólastólarallý og fjölbreyttum íþróttagreinum. Leikarnir eru fyrir þá, sem að hafa ekki fundið sig í hefðbundnu íþróttastarfi eða eru með stuðningsþarfir. „Það er flott að fá ykkur hingað til okkar og ég óska ykkur alls hins besta í ykkar starfi. Ég segi velkomin á Selfoss og ég segi Íslandsleika númer tvö setta,“ sagði Kjartan Björnsson, forseti bæjarstjórnar Árborgar, sem setti Íslandsleikana formlega í gærkvöldi. Eftir það tók við fjölbreytt dagskrá í íþróttahúsi Vallaskóla þar sem þátttakendur reyndu sig í ýmsum þrautum og leikjum. Kjartan Björnsson, forseti bæjarstjórnar Árborgar, sem setti Íslandsleikana formlega í gærkvöldi.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta eru leikar fyrir börn eða alla, sem finna sig ekki í hefðbundnu íþróttastarfi og þetta er í annað sinn, sem leikarnir eru haldnir, við fórum fyrst í fyrra á Akureyri,“ segir Valdimar Guðmundsson, verkefnisstjóri „Allir með”. „Krakkar eru kannski að koma og prófa eitthvað, sem þau hafa aldrei prófað fyrr af því að við vorum ekki með svona mikið í fyrra. Nú erum við með fimm íþróttagreinar. Við erum að reyna að fá íþróttafélögin til að bjóða upp á æfingar fyrir fötluð börn eins og ófötluð börn,“ segir Rakel Magnúsdóttir, mótsstjóri Íslandsleikanna 2025. Svo er ýmis skemmtun og fjör eða hvað? „Fullt af fjöri, það er aðal ástæðan fyrir því að við ætlum að vera hérna um helgina, það er út af skemmtiatriðunum og skemmtuninni,“ bætir Rakel við hlæjandi. Í hverju ætlar þú að keppa? „Fótbolta, ég er svo góð í fótbolta“, segir Eiríka Eik Sigurðardóttir, keppandi á Íslandsleikunum. Eiríka Eik Sigurðardóttir, sem keppir í fótbolta um helgina.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Ég er mjög spennt fyrir þessu móti. Það eru krakkar hérna á öllum aldri og við erum að prófa allskonar leiki og það er bara mjög gaman,“ segir Embla Dögg Hannesdóttir, keppandi á Íslandsleikunum. Embla Dögg Hannesdóttir mun keppa í nokkrum greinum um helgina.Magnús Hlynur Hreiðarsson Mikil ánægja er hjá foreldrum með Íslandsleikana en Ingibjörg er með strákana sínum á leikunum eða þá Böðvar Manuel og Viktor Rúnar. „Það er bara æðislegt að fá að koma víða og vera með leika fyrir krakkana. Ég held að svona leikar hafi mikla þýðingu. Yngri strákurinn minn hefur engan sérstakan áhuga á körfu en honum finnst rosalega gaman að vera með vinunum að taka þátt í leikum,“ segir Ingibjörg. Ingibjörg Böðvarsdóttir er foreldri tveggja stráka á leikunumMagnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Íþróttir barna Málefni fatlaðs fólks Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Fleiri fréttir Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Sjá meira
„Það er flott að fá ykkur hingað til okkar og ég óska ykkur alls hins besta í ykkar starfi. Ég segi velkomin á Selfoss og ég segi Íslandsleika númer tvö setta,“ sagði Kjartan Björnsson, forseti bæjarstjórnar Árborgar, sem setti Íslandsleikana formlega í gærkvöldi. Eftir það tók við fjölbreytt dagskrá í íþróttahúsi Vallaskóla þar sem þátttakendur reyndu sig í ýmsum þrautum og leikjum. Kjartan Björnsson, forseti bæjarstjórnar Árborgar, sem setti Íslandsleikana formlega í gærkvöldi.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta eru leikar fyrir börn eða alla, sem finna sig ekki í hefðbundnu íþróttastarfi og þetta er í annað sinn, sem leikarnir eru haldnir, við fórum fyrst í fyrra á Akureyri,“ segir Valdimar Guðmundsson, verkefnisstjóri „Allir með”. „Krakkar eru kannski að koma og prófa eitthvað, sem þau hafa aldrei prófað fyrr af því að við vorum ekki með svona mikið í fyrra. Nú erum við með fimm íþróttagreinar. Við erum að reyna að fá íþróttafélögin til að bjóða upp á æfingar fyrir fötluð börn eins og ófötluð börn,“ segir Rakel Magnúsdóttir, mótsstjóri Íslandsleikanna 2025. Svo er ýmis skemmtun og fjör eða hvað? „Fullt af fjöri, það er aðal ástæðan fyrir því að við ætlum að vera hérna um helgina, það er út af skemmtiatriðunum og skemmtuninni,“ bætir Rakel við hlæjandi. Í hverju ætlar þú að keppa? „Fótbolta, ég er svo góð í fótbolta“, segir Eiríka Eik Sigurðardóttir, keppandi á Íslandsleikunum. Eiríka Eik Sigurðardóttir, sem keppir í fótbolta um helgina.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Ég er mjög spennt fyrir þessu móti. Það eru krakkar hérna á öllum aldri og við erum að prófa allskonar leiki og það er bara mjög gaman,“ segir Embla Dögg Hannesdóttir, keppandi á Íslandsleikunum. Embla Dögg Hannesdóttir mun keppa í nokkrum greinum um helgina.Magnús Hlynur Hreiðarsson Mikil ánægja er hjá foreldrum með Íslandsleikana en Ingibjörg er með strákana sínum á leikunum eða þá Böðvar Manuel og Viktor Rúnar. „Það er bara æðislegt að fá að koma víða og vera með leika fyrir krakkana. Ég held að svona leikar hafi mikla þýðingu. Yngri strákurinn minn hefur engan sérstakan áhuga á körfu en honum finnst rosalega gaman að vera með vinunum að taka þátt í leikum,“ segir Ingibjörg. Ingibjörg Böðvarsdóttir er foreldri tveggja stráka á leikunumMagnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Íþróttir barna Málefni fatlaðs fólks Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Fleiri fréttir Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Sjá meira