Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar 29. mars 2025 14:31 Undanfarnar vikur hefur virk umræða átt sér stað um stuðning við sérfræðinga og svokölluð laun sérfræðinga. Í þessari umræðu hefur einn mikilvægur hópur sérfræðinga algjörlega gleymst, doktorsnemar. Doktorsnemar eru grasrót vísinda og nýsköpunar þar sem þeir taka þátt í rannsóknarstarfi með það að markmiði að verða sérfræðingar á sínu fræðasviði. Markmið Háskóla Íslands er að vera háskóli sem er samkeppnishæfur á alþjóðasviði í rannsóknum. Háleitt markmið sem ég tel raunhæft ef stutt er við þann mikla mannauð sem við búum að. Vandamálið er hins vegar að það er ekki stutt við okkar efnilegasta vísindafólk. Tveir helstu styrkjasjóðir sem doktorsnemar sækja í eru Rannsóknarsjóður Rannís og Doktorsstyrkjasjóður Háskóla Íslands. Tökum fyrst fyrir þann síðarnefnda. Frá júlí 2025 er upphæð styrks 500.000 kr. á mánuði og eftir að launatengd gjöld og tekjuskatt er útborgun launa um 300. 000 kr. sé persónuafsláttur fullnýttur við HÍ. Ég endurtek, útborguð laun eru 300. 000 kr á mánuði. Almenn skilyrði styrkhafa eru einnig þau að doktorsnámið kláris á 3-4 árum og að nemandi sinni doktorsnáminu að fullu. Á upplýsingasíðu sjóðsins er tekið fram að styrkþegi skuli ekki sinna öðru starfi á styrktímabilinu, sé þetta gert missir styrkþegi hluta af því litla fjármagni sem sé til staðar. Eini möguleiki doktorsnema til þess að auka laun sín er kennsla við háskólann sem má þó ekki vera meira en 20% af fullu starfi. Ef litið er til Rannsóknarsjóðs Rannís þá er hámarksstyrkur um 650.000 kr. á mánuði. Þetta fjármagn á að dekka laun doktorsnema auk kostnaðar við birtingar á rannsóknargreinum. Dæmi eru um að launaútborganir séu 380.000 kr. og styrkhafar neyðast því til þess að vinna önnur verkefni til þess að halda sér fjárhagslega uppi. Líkt og í Doktorsstyrkjasjóð HÍ dregur Rannís úr styrknum ef doktorsnemar (og nýdoktorar) vinna of mikið. Á nýlegum fundi Stúdentaráðs Háskóla Íslands var tillaga Röskvu um að SHÍ beiti sér fyrir hækkun á úthlutun frá Rannsóknarsjóði Rannís samþykkt. Þetta sýnir skýran stuðning stúdenta HÍ við doktorsnema og er mikilvægt skref í átt að betri kjörum. Vanfjármögnun háskólasamfélagsins setur doktorsnema við HÍ í algjöra klemmu. Klemmu sem einkennist af vanrækslu og litlum stuðning við ungt vísindafólk, vísindafólk sem er framtíð háskólans, nýsköpunar og mikilvægra uppgötvana. Það er kominn tími til þess að styðja við doktorsnema. Yfirvöld þurfa að auka styrki til doktorsnáms og rannsókna. Höfundur er stúdentaráðsliði fyrir hönd Röskvu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hagsmunir stúdenta Háskólar Kjaramál Mest lesið Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson Skoðun Samtökin 22 eru ekki í okkar nafni Hópur samkynhneigðra Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks skrifar Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Sjá meira
Undanfarnar vikur hefur virk umræða átt sér stað um stuðning við sérfræðinga og svokölluð laun sérfræðinga. Í þessari umræðu hefur einn mikilvægur hópur sérfræðinga algjörlega gleymst, doktorsnemar. Doktorsnemar eru grasrót vísinda og nýsköpunar þar sem þeir taka þátt í rannsóknarstarfi með það að markmiði að verða sérfræðingar á sínu fræðasviði. Markmið Háskóla Íslands er að vera háskóli sem er samkeppnishæfur á alþjóðasviði í rannsóknum. Háleitt markmið sem ég tel raunhæft ef stutt er við þann mikla mannauð sem við búum að. Vandamálið er hins vegar að það er ekki stutt við okkar efnilegasta vísindafólk. Tveir helstu styrkjasjóðir sem doktorsnemar sækja í eru Rannsóknarsjóður Rannís og Doktorsstyrkjasjóður Háskóla Íslands. Tökum fyrst fyrir þann síðarnefnda. Frá júlí 2025 er upphæð styrks 500.000 kr. á mánuði og eftir að launatengd gjöld og tekjuskatt er útborgun launa um 300. 000 kr. sé persónuafsláttur fullnýttur við HÍ. Ég endurtek, útborguð laun eru 300. 000 kr á mánuði. Almenn skilyrði styrkhafa eru einnig þau að doktorsnámið kláris á 3-4 árum og að nemandi sinni doktorsnáminu að fullu. Á upplýsingasíðu sjóðsins er tekið fram að styrkþegi skuli ekki sinna öðru starfi á styrktímabilinu, sé þetta gert missir styrkþegi hluta af því litla fjármagni sem sé til staðar. Eini möguleiki doktorsnema til þess að auka laun sín er kennsla við háskólann sem má þó ekki vera meira en 20% af fullu starfi. Ef litið er til Rannsóknarsjóðs Rannís þá er hámarksstyrkur um 650.000 kr. á mánuði. Þetta fjármagn á að dekka laun doktorsnema auk kostnaðar við birtingar á rannsóknargreinum. Dæmi eru um að launaútborganir séu 380.000 kr. og styrkhafar neyðast því til þess að vinna önnur verkefni til þess að halda sér fjárhagslega uppi. Líkt og í Doktorsstyrkjasjóð HÍ dregur Rannís úr styrknum ef doktorsnemar (og nýdoktorar) vinna of mikið. Á nýlegum fundi Stúdentaráðs Háskóla Íslands var tillaga Röskvu um að SHÍ beiti sér fyrir hækkun á úthlutun frá Rannsóknarsjóði Rannís samþykkt. Þetta sýnir skýran stuðning stúdenta HÍ við doktorsnema og er mikilvægt skref í átt að betri kjörum. Vanfjármögnun háskólasamfélagsins setur doktorsnema við HÍ í algjöra klemmu. Klemmu sem einkennist af vanrækslu og litlum stuðning við ungt vísindafólk, vísindafólk sem er framtíð háskólans, nýsköpunar og mikilvægra uppgötvana. Það er kominn tími til þess að styðja við doktorsnema. Yfirvöld þurfa að auka styrki til doktorsnáms og rannsókna. Höfundur er stúdentaráðsliði fyrir hönd Röskvu.
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar