Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar 29. mars 2025 13:02 Fyrr á tímum, þegar menn höfðu hvorki áttavita né nothæf sjókort, krafðist það mikils kjarks að sigla svo langt út að landsýn hyrfi. Á úthafinu þurftu menn staðgóða þekkingu á hreyfingu himinhnatta. Sjómenn fyrri tíðar voru vísindamenn í þeim skilningi að þeir kunnu skil á siglingafræði, en kunnu auk þess þá list að hagræða seglum eftir vindi. Nú er skipum siglt með stýri og skrúfu. Skipstjórnarmenn nútímans reiða sig á vélar, tölvur og tækni, en hvað gerum við þegar tæknin bilar? Þegar vindar og straumar gera tölvurnar ónothæfar? Þegar sjálfstýringin er ekki lengur í boði? Þá verða skipverjar að treysta því að skipstjórnendur séu vandanum vaxnir og kunni að stjórna, þekki til verka og geti framkvæmt þær athafnir sem nauðsynlegar eru. Íslenska þjóðarskútan er nú undir stjórn fólks sem er illa að sér í siglingafræðum (stjórnskipun Íslands). Þau skortir að vísu ekki handbækur (lög og reglur) og auka raunar daglega við regluverkið, m.a. með bremsulausri innleiðingu á reglum frá ESB. En ef siglingin á að vera slysalaus þarf meira en reglur og handbækur. Slysalaus sigling (réttátt og gott stjórnarfar) kallar á að skipstjórnendur hafi nothæfan (siðferðilegan) áttavita. Ef áttavitinn týnist verða lögin að valdatæki í höndum stjórnenda í stað þess að verja borgarana fyrir valdbeitingu. Í spilltum ríkjum situr almenningur uppi með stjórnmálamenn, embættismannastétt og sérfræðinga sem þjóna orðið spilltu kerfi frekar en fólkinu í landinu. Almannahagur, sannleiksást og réttlæti eru í framkvæmd látin víkja fyrir stéttarhagsmunum, hagsmunum hópsins sem menn tilheyra eða fyrir persónulegum hagsmunum þeirra sem t.d. vilja klífa valdastigann. Í slíkum stjórnkerfum molnar undan valdastofnunum, ekki síst vegna alls kyns málamiðlana, sem menn taka þátt í til að verja eigin hagsmuni, jafnvel þótt það sé á kostnað almennings og kynslóða framtíðarinnar. Ein versta birtingarmynd slíks stjórnarfars (óstjórnar) er þegar réttarkerfin umpólast og lögfræðingar, lögmenn og dómarar hætta að verja frelsi og hagsmuni almennings, en snúa sér þess í stað að því að verja eigin hag með því að framfylgja vilja valdhafa / vilja ríkisins. Þegar svo er komið eru lögfræðingar ekki lengur sjálfstæðir og ábyrgir þjónar réttarins, heldur tannhjól í mulningsvél. Samfélag sem hefur ekki lengur neinn siðferðilegan áttavita, heldur aðeins lagalegan og peningalegan áttavita, getur ekki þjónað fólkinu í landinu. Samfélag sem í orði kveðnu snýst í kringum bókstaf laganna en vanrækir æðstu markmið laganna er á helvegi. Kjarklaust samfélag, án siðferðilegs áttavita og án trúar sem getur þjónað sem akkeri er dæmt til að lenda í vandræðum. Þegar Alþingi, ráðuneyti og aðrar stjórnarstofnanir reyna að stýra án áttavita og án akkeris þá eru þessar stofnanir orðnar ónothæfar og raunar hættulegar samfélaginu sem þær eiga að þjóna. Lokapunkti er náð þegar valdhafar eru orðnir tilbúnir til að virða stjórnarskrána að vettugi ef það þjónar þeirra eigin hagsmunum, þegar lagatækni er notuð til að réttlæta lögleysu, þegar meginreglur laga eru orðnar að yfirborðskenndu skrauti og þegar æðstu ráðamenn starfa utan við ramma stjórnarskrár og laga. Þetta sjáum við nú gerast þegar Alþingi undirbýr framsal á ríkisvaldi til ESB með frumvarpi um bókun 35 og í því hvernig ráðherrar í ríkisstjórn brjóta daglega gegn hlutleysisstefnu Íslands með því að hella olíu á ófriðarbál í stað þess að tala fyrir friði. Þá hefur hræsni og vanþekking leyst ábyrgð og þekkingu af hólmi. Guð blessi Ísland. Höfundur er lögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arnar Þór Jónsson Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Bókun 35 Mest lesið Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrr á tímum, þegar menn höfðu hvorki áttavita né nothæf sjókort, krafðist það mikils kjarks að sigla svo langt út að landsýn hyrfi. Á úthafinu þurftu menn staðgóða þekkingu á hreyfingu himinhnatta. Sjómenn fyrri tíðar voru vísindamenn í þeim skilningi að þeir kunnu skil á siglingafræði, en kunnu auk þess þá list að hagræða seglum eftir vindi. Nú er skipum siglt með stýri og skrúfu. Skipstjórnarmenn nútímans reiða sig á vélar, tölvur og tækni, en hvað gerum við þegar tæknin bilar? Þegar vindar og straumar gera tölvurnar ónothæfar? Þegar sjálfstýringin er ekki lengur í boði? Þá verða skipverjar að treysta því að skipstjórnendur séu vandanum vaxnir og kunni að stjórna, þekki til verka og geti framkvæmt þær athafnir sem nauðsynlegar eru. Íslenska þjóðarskútan er nú undir stjórn fólks sem er illa að sér í siglingafræðum (stjórnskipun Íslands). Þau skortir að vísu ekki handbækur (lög og reglur) og auka raunar daglega við regluverkið, m.a. með bremsulausri innleiðingu á reglum frá ESB. En ef siglingin á að vera slysalaus þarf meira en reglur og handbækur. Slysalaus sigling (réttátt og gott stjórnarfar) kallar á að skipstjórnendur hafi nothæfan (siðferðilegan) áttavita. Ef áttavitinn týnist verða lögin að valdatæki í höndum stjórnenda í stað þess að verja borgarana fyrir valdbeitingu. Í spilltum ríkjum situr almenningur uppi með stjórnmálamenn, embættismannastétt og sérfræðinga sem þjóna orðið spilltu kerfi frekar en fólkinu í landinu. Almannahagur, sannleiksást og réttlæti eru í framkvæmd látin víkja fyrir stéttarhagsmunum, hagsmunum hópsins sem menn tilheyra eða fyrir persónulegum hagsmunum þeirra sem t.d. vilja klífa valdastigann. Í slíkum stjórnkerfum molnar undan valdastofnunum, ekki síst vegna alls kyns málamiðlana, sem menn taka þátt í til að verja eigin hagsmuni, jafnvel þótt það sé á kostnað almennings og kynslóða framtíðarinnar. Ein versta birtingarmynd slíks stjórnarfars (óstjórnar) er þegar réttarkerfin umpólast og lögfræðingar, lögmenn og dómarar hætta að verja frelsi og hagsmuni almennings, en snúa sér þess í stað að því að verja eigin hag með því að framfylgja vilja valdhafa / vilja ríkisins. Þegar svo er komið eru lögfræðingar ekki lengur sjálfstæðir og ábyrgir þjónar réttarins, heldur tannhjól í mulningsvél. Samfélag sem hefur ekki lengur neinn siðferðilegan áttavita, heldur aðeins lagalegan og peningalegan áttavita, getur ekki þjónað fólkinu í landinu. Samfélag sem í orði kveðnu snýst í kringum bókstaf laganna en vanrækir æðstu markmið laganna er á helvegi. Kjarklaust samfélag, án siðferðilegs áttavita og án trúar sem getur þjónað sem akkeri er dæmt til að lenda í vandræðum. Þegar Alþingi, ráðuneyti og aðrar stjórnarstofnanir reyna að stýra án áttavita og án akkeris þá eru þessar stofnanir orðnar ónothæfar og raunar hættulegar samfélaginu sem þær eiga að þjóna. Lokapunkti er náð þegar valdhafar eru orðnir tilbúnir til að virða stjórnarskrána að vettugi ef það þjónar þeirra eigin hagsmunum, þegar lagatækni er notuð til að réttlæta lögleysu, þegar meginreglur laga eru orðnar að yfirborðskenndu skrauti og þegar æðstu ráðamenn starfa utan við ramma stjórnarskrár og laga. Þetta sjáum við nú gerast þegar Alþingi undirbýr framsal á ríkisvaldi til ESB með frumvarpi um bókun 35 og í því hvernig ráðherrar í ríkisstjórn brjóta daglega gegn hlutleysisstefnu Íslands með því að hella olíu á ófriðarbál í stað þess að tala fyrir friði. Þá hefur hræsni og vanþekking leyst ábyrgð og þekkingu af hólmi. Guð blessi Ísland. Höfundur er lögmaður.
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun