Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Bjarki Sigurðsson skrifar 28. mars 2025 23:06 Guðmundur Pétur Guðmundsson er lögreglufulltrúi hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Einar Þjófar, dulbúnir sem ferðamenn, hafa herjað á túrista bæði á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurlandi síðustu daga. Lögreglufulltrúi segir þjófana vel skipulagða og enginn þeirra hefur verið staðinn að verki. Í dag varaði lögreglan á höfuðborgarsvæðinu við þjófum sem hafa herjað á ferðamenn í miðbæ Reykjavíkur. Talið er að sami hópur hafi fyrir skömmu einnig stolið af ferðamönnum við Þingvelli. Meðal aðferða hópsins er að finna ferðamenn sem eru með bakpoka, barnavagn eða annað slíkt, og bjóðast til þess að taka mynd af þeim, til dæmis með Hallgrímskirkju í bakgrunninum. Þegar þeir leggja bakpokann frá sér að skilja barnavagninn eftir til að stilla sér upp fyrir myndina fer einhver annar í hópnum og tekur það sem er verðmætt úr pokanum. Síðan eru þeir á bak og burt. Djarfir og í dulargervi Þjófarnir eru taldir af erlendu bergi brotnir og dulbúa sig sem túristar. Þeirra falla því vel inn í hópinn á þessum vinsælu ferðamannastöðum. Guðmundur Pétur Guðmundsson, lögreglufulltrúi hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir þjófana oftast vilja komast í peninga og greiðslukort. Þá nota þeir einnig djarfari aðferðir en lýst var áðan. „Tveir, jafnvel fleiri, allt upp í fimm, blanda sér í hóp ferðamanna. Elta kannski fólk sem er með bakpoka og ferðatöskur og ætlar á sinn íverustað. Stundum þarf lyklabox og kóða til að komast inn. Þeir bíða þar og þykjast eiga að fara þangað inn líka. Í þessu öllu saman er búið að fara í bakpoka eða vasa og stela,“ segir Guðmundur Pétur. Leita allra upplýsinga Lögreglan taki við öllum upplýsingum um hópinn. „Við erum sum sé að vara við þessu og um leið að reyna að fá vitneskju um hvar þetta fólk heldur sig svo við getum talað við það,“ segir Guðmundur Pétur. Hafið þið yfirheyrt eða handtekið einhverja sem þið teljið tengjast þessum hópi? „Nei, ekki enn þá. Þess vegna kom tilkynningin. Okkur vantar að finna fólkið.“ Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Útsending komin í lag Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Í dag varaði lögreglan á höfuðborgarsvæðinu við þjófum sem hafa herjað á ferðamenn í miðbæ Reykjavíkur. Talið er að sami hópur hafi fyrir skömmu einnig stolið af ferðamönnum við Þingvelli. Meðal aðferða hópsins er að finna ferðamenn sem eru með bakpoka, barnavagn eða annað slíkt, og bjóðast til þess að taka mynd af þeim, til dæmis með Hallgrímskirkju í bakgrunninum. Þegar þeir leggja bakpokann frá sér að skilja barnavagninn eftir til að stilla sér upp fyrir myndina fer einhver annar í hópnum og tekur það sem er verðmætt úr pokanum. Síðan eru þeir á bak og burt. Djarfir og í dulargervi Þjófarnir eru taldir af erlendu bergi brotnir og dulbúa sig sem túristar. Þeirra falla því vel inn í hópinn á þessum vinsælu ferðamannastöðum. Guðmundur Pétur Guðmundsson, lögreglufulltrúi hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir þjófana oftast vilja komast í peninga og greiðslukort. Þá nota þeir einnig djarfari aðferðir en lýst var áðan. „Tveir, jafnvel fleiri, allt upp í fimm, blanda sér í hóp ferðamanna. Elta kannski fólk sem er með bakpoka og ferðatöskur og ætlar á sinn íverustað. Stundum þarf lyklabox og kóða til að komast inn. Þeir bíða þar og þykjast eiga að fara þangað inn líka. Í þessu öllu saman er búið að fara í bakpoka eða vasa og stela,“ segir Guðmundur Pétur. Leita allra upplýsinga Lögreglan taki við öllum upplýsingum um hópinn. „Við erum sum sé að vara við þessu og um leið að reyna að fá vitneskju um hvar þetta fólk heldur sig svo við getum talað við það,“ segir Guðmundur Pétur. Hafið þið yfirheyrt eða handtekið einhverja sem þið teljið tengjast þessum hópi? „Nei, ekki enn þá. Þess vegna kom tilkynningin. Okkur vantar að finna fólkið.“
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Útsending komin í lag Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira