Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 28. mars 2025 14:06 Héraðssaksóknari krafðist þess meðal annars að Sverrir Þór yrði dæmdur til að sæta upptöku á einbýlishúsi í Urriðaholti í Garðabæ. KS 24 ehf. félag í eigu Karenar Rutar Sigurðardóttur, eiginkonu rafrettukóngsins Sverris Þórs Gunnarssonar, hefur fest kaup á 505 fermetra einbýlishúsi við Dýjagötu í Garðabæ. Félag Karenar greiddi 360 milljónir fyrir eignina, 105 milljónum undir ásettu verði. Húsið var fyrst auglýst til sölu í nóvember 2023 á 485 milljónir og svo aftur í byrjun apríl á síðasta ári á 465 milljónir. Seljendur hússins eru þeir Þorsteinn Máni Bessason, innkaupastjóri hjá Origo, og Tómas R. Jónasson lögmaður. Mbl.is greindi fyrst frá. Húsið var teiknað af Skala arkitektum og Guðbjörgu Magnúsdóttur innanhússarkitekt. Óhætt er að segja að ekkert hafi verið til sparað við hönnun hússins en allar innréttingar hússins eru sérsmíðaðar, og á borðum hússins er ýmist steinn og marmari. Á gólfum eru ítalskar Coem flísar frá Ebson, en á svefnherbergjum er niðurlímt parket. Lýsingarhönnun í öllu húsinu er frá Lumex. Fimm herbergi eru í húsinu og fjögur baðherbergi. Á efri hæðinni er um 100 fermetra opið alrými þar sem eldhús, borðstofa og stofa með þriggja metra háum gluggum og óhindruðu útsýni yfir Heiðmörk og Urriðavatn. Útgengt er úr rýminu á 80 fermetra svalir. Á neðri hæð hússins er 70 fermetra íbúð sem er fullbúin með sér inngangi. Sverrir Þór, einn eigandi söluturnsins fornfræga Drekann á Njálsgötu, var dæmdur í tveggja ára skilorðsbundið fangelsi í febrúar síðastliðnum og til að greiða ríkissjóði 1,1 milljarð króna í sekt fyrir stórfelld tollalagabrot. Þá krafðist Héraðssaksóknari þess að Sverrir Þór yrði dæmdur til að sæta upptöku á einbýlishúsi í Urriðaholti í Garðabæ, atvinnuhúsnæði við Miklubraut í Reykjavík og um það bil 55 milljónum króna. Sjá: Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Fasteignamarkaður Hús og heimili Garðabær Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Fannar og Jói böðuðu hvor annan Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fleiri fréttir „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sjá meira
Húsið var fyrst auglýst til sölu í nóvember 2023 á 485 milljónir og svo aftur í byrjun apríl á síðasta ári á 465 milljónir. Seljendur hússins eru þeir Þorsteinn Máni Bessason, innkaupastjóri hjá Origo, og Tómas R. Jónasson lögmaður. Mbl.is greindi fyrst frá. Húsið var teiknað af Skala arkitektum og Guðbjörgu Magnúsdóttur innanhússarkitekt. Óhætt er að segja að ekkert hafi verið til sparað við hönnun hússins en allar innréttingar hússins eru sérsmíðaðar, og á borðum hússins er ýmist steinn og marmari. Á gólfum eru ítalskar Coem flísar frá Ebson, en á svefnherbergjum er niðurlímt parket. Lýsingarhönnun í öllu húsinu er frá Lumex. Fimm herbergi eru í húsinu og fjögur baðherbergi. Á efri hæðinni er um 100 fermetra opið alrými þar sem eldhús, borðstofa og stofa með þriggja metra háum gluggum og óhindruðu útsýni yfir Heiðmörk og Urriðavatn. Útgengt er úr rýminu á 80 fermetra svalir. Á neðri hæð hússins er 70 fermetra íbúð sem er fullbúin með sér inngangi. Sverrir Þór, einn eigandi söluturnsins fornfræga Drekann á Njálsgötu, var dæmdur í tveggja ára skilorðsbundið fangelsi í febrúar síðastliðnum og til að greiða ríkissjóði 1,1 milljarð króna í sekt fyrir stórfelld tollalagabrot. Þá krafðist Héraðssaksóknari þess að Sverrir Þór yrði dæmdur til að sæta upptöku á einbýlishúsi í Urriðaholti í Garðabæ, atvinnuhúsnæði við Miklubraut í Reykjavík og um það bil 55 milljónum króna. Sjá: Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor
Fasteignamarkaður Hús og heimili Garðabær Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Fannar og Jói böðuðu hvor annan Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fleiri fréttir „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sjá meira