Húsið var fyrst auglýst til sölu í nóvember 2023 á 485 milljónir og svo aftur í byrjun apríl á síðasta ári á 465 milljónir. Seljendur hússins eru þeir Þorsteinn Máni Bessason, innkaupastjóri hjá Origo, og Tómas R. Jónasson lögmaður. Mbl.is greindi fyrst frá.
Húsið var teiknað af Skala arkitektum og Guðbjörgu Magnúsdóttur innanhússarkitekt.

Óhætt er að segja að ekkert hafi verið til sparað við hönnun hússins en allar innréttingar hússins eru sérsmíðaðar, og á borðum hússins er ýmist steinn og marmari.
Á gólfum eru ítalskar Coem flísar frá Ebson, en á svefnherbergjum er niðurlímt parket. Lýsingarhönnun í öllu húsinu er frá Lumex.
Fimm herbergi eru í húsinu og fjögur baðherbergi. Á efri hæðinni er um 100 fermetra opið alrými þar sem eldhús, borðstofa og stofa með þriggja metra háum gluggum og óhindruðu útsýni yfir Heiðmörk og Urriðavatn. Útgengt er úr rýminu á 80 fermetra svalir.
Á neðri hæð hússins er 70 fermetra íbúð sem er fullbúin með sér inngangi.
Sverrir Þór, einn eigandi söluturnsins fornfræga Drekann á Njálsgötu, var dæmdur í tveggja ára skilorðsbundið fangelsi í febrúar síðastliðnum og til að greiða ríkissjóði 1,1 milljarð króna í sekt fyrir stórfelld tollalagabrot.
Þá krafðist Héraðssaksóknari þess að Sverrir Þór yrði dæmdur til að sæta upptöku á einbýlishúsi í Urriðaholti í Garðabæ, atvinnuhúsnæði við Miklubraut í Reykjavík og um það bil 55 milljónum króna.
Sjá: Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor