Bitin Bachelor stjarna Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 28. mars 2025 08:32 Sean Lowe var hætt kominn í tvígang. Adam Bettcher/Getty Bachelor stjarnan Sean Lowe er á batavegi eftir að hundur hans réðist á hann og beit hann tvisvar á einum sólarhringi illilega á heimili hans fyrr í þessum mánuði. Piparsveinninn fyrrverandi hafði nýlega ættleitt hundinn og segir hann ljóst að eitthvað mikið hafi gengið á í lífi dýrsins. Bandaríska sjónvarpsstöðin ABC fjallaði um árás hundsins. Myndefni úr líkamsmyndavélum lögreglumanna á vettvangi sýna hvernig Lowe heldur hundi sínum niðri og hvernig þeir þurfa að koma honum til aðstoðar. Hundurinn ber nafnið Moose og er af boxer tegund. Lowe var aðalmaðurinn í sautjándu seríu af The Bachelor sem kom út árið 2013. Hann útskýrir fyrir ABC sjónvarpsstöðinni að hann hafi verið að grilla fyrir utan heimili sitt rétt fyrir árás hundsins. Reykurinn hafi borist inn á heimilið og reykskynjari hafi farið af stað með þeim afleiðingum að hundurinn hafi tryllst. Sean sagði alla sólarsöguna á Instagram ásamt eiginkonunni og Bachelor sigurvegaranum Catherine Giudici. View this post on Instagram A post shared by Sean Lowe (@seanloweksu) Hann hafi ráðist á hann og bitið hann í höndina og í fótinn. „Á þessum tímapunkti finn ég hann einfaldlega rífa handlegginn minn í sig,“ segir Lowe. Honum hafi blætt mikið en þarna var hann heima með vinum sínum og fjölskyldan víðsfjarri. Þeim hafi tekist að fanga hundinn og læsa hann inni í bakgarðinum. Á meðan leitaði Lowe sér aðstoðar á bráðamótttöku. Innan við sólarhring síðar réðst hundurinn aftur á piparsveinninn fyrrverandi, nú þar sem hann stóð fyrir framan hús sitt. Það var þá sem Lowe skutlaði sér á hundinn og hélt honum niðri þar til viðbragðsaðilar mættu. Lowe hlaut í þetta skiptið djúpan skurð á öðrum handlegg en sauma þurfti fyrir sárin í bæði skiptin. Hann segir að fjölskyldan vilji ekki lóga hundinum þó ljóst sé að hún geti ekki haldið honum lengur á heimili sínu. Sjá má aðkomu lögreglumanna að Lowe í myndbandinu hér fyrir neðan. Bíó og sjónvarp Bandaríkin Hollywood Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Julian McMahon látinn Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Fleiri fréttir Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Sjá meira
Bandaríska sjónvarpsstöðin ABC fjallaði um árás hundsins. Myndefni úr líkamsmyndavélum lögreglumanna á vettvangi sýna hvernig Lowe heldur hundi sínum niðri og hvernig þeir þurfa að koma honum til aðstoðar. Hundurinn ber nafnið Moose og er af boxer tegund. Lowe var aðalmaðurinn í sautjándu seríu af The Bachelor sem kom út árið 2013. Hann útskýrir fyrir ABC sjónvarpsstöðinni að hann hafi verið að grilla fyrir utan heimili sitt rétt fyrir árás hundsins. Reykurinn hafi borist inn á heimilið og reykskynjari hafi farið af stað með þeim afleiðingum að hundurinn hafi tryllst. Sean sagði alla sólarsöguna á Instagram ásamt eiginkonunni og Bachelor sigurvegaranum Catherine Giudici. View this post on Instagram A post shared by Sean Lowe (@seanloweksu) Hann hafi ráðist á hann og bitið hann í höndina og í fótinn. „Á þessum tímapunkti finn ég hann einfaldlega rífa handlegginn minn í sig,“ segir Lowe. Honum hafi blætt mikið en þarna var hann heima með vinum sínum og fjölskyldan víðsfjarri. Þeim hafi tekist að fanga hundinn og læsa hann inni í bakgarðinum. Á meðan leitaði Lowe sér aðstoðar á bráðamótttöku. Innan við sólarhring síðar réðst hundurinn aftur á piparsveinninn fyrrverandi, nú þar sem hann stóð fyrir framan hús sitt. Það var þá sem Lowe skutlaði sér á hundinn og hélt honum niðri þar til viðbragðsaðilar mættu. Lowe hlaut í þetta skiptið djúpan skurð á öðrum handlegg en sauma þurfti fyrir sárin í bæði skiptin. Hann segir að fjölskyldan vilji ekki lóga hundinum þó ljóst sé að hún geti ekki haldið honum lengur á heimili sínu. Sjá má aðkomu lögreglumanna að Lowe í myndbandinu hér fyrir neðan.
Bíó og sjónvarp Bandaríkin Hollywood Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Julian McMahon látinn Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Fleiri fréttir Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Sjá meira