Segir Aþenu svikna um aðstöðu Jakob Bjarnar skrifar 27. mars 2025 11:24 Brynjar Karl segir mikið áfall að Aþena fái nú ekki aðstöðu sem félaginu þó hafði verið lofað í kjallara Austurbergs í Breiðholti. vísir/Anton Brink Brynjar Karl Sigurðsson körfuboltaþjálfari með meiru segir íþróttafélagið Aþenu hafa verið svikið um íþróttaðastöðu sem því hafði verið lofað. Hann segir endalaus svik einkenna verk kerfisins gegn Aþenu sem þó er að vinna ómetanlegt ungmennastarf. „Nú er ljóst að ákveðnir embættismenn Reykjavíkurborgar ætla enn á ný að hafna því að Aþena fái aðstöðu í kjallara íþróttahússins í Austurbergi, þrátt fyrir skýr loforð þar um,“ segir Brynjar í samtali við Vísi. Með Eiríki Birni hvarf loforðið inn á þing Brynjar segir fyrirliggjandi mikinn árangur Aþenu undanfarin tvö og hálft ár, hundruð barna og ungmenna hafi tekið þátt í starfseminni sem félagið hefur boðið fram og stefnir fjöldinn í 130 næsta haust. „Þessi ákvörðun borgarinnar ógnar umfangsmiklu starfi sem hefur verið byggt upp með hundruðum klukkustunda af sjálfboðavinnu og tugmilljóna fjárfestingu einkaaðila. Mikilvægur stuðningsmaður okkar innan borgarkerfisins, Eiríkur Björn Björgvinsson, sem sýnt hefur heilindi í málefnum okkar, hefur nú látið af störfum hjá borginni eftir að hafa verið kjörinn á þing fyrir Viðreisn. Í kjölfarið virðist gamla andstaðan, sem áður reyndi að hindra starfsemi Aþenu, aftur komin á fullt.“ Brynjar segist hvorki skilja upp né niður í því hvað valdi? Eiríkur Björn Björgvinsson var kjörinn á þing og með honum fór loforðið þangað.vísir/vilhelm Brynjar segir umræddan sal í kjallaranum, sem sé lítill og dapur, verði notaðan fyrir hina ýmsu menntun ungmennanna í hverfinu. Aðstoð við heimanám, íslensku kennslu, heimspeki og hugarþjálfun. „Verkefni Aþenu um að byrja með íþróttaakademíu í haust er í uppnámi. Fjárfest hefur verið í stólum, borðum, skjávörpum og mörgu fleiru en nýir yfirmenn skeyta engu um.“ Segir starfsemina hafa sparnað í för með sér Að sögn Brynjars Karls hefur Aþena aldrei óskað eftir fjárhagslegum stuðningi frá Reykjavíkurborg og hefur ætíð leitað fjármögnunar hjá einkaaðilum. Þrátt fyrir það hafi verkefnið sannað gildi sitt og jákvæð áhrif fyrir samfélagið allt séu staðreynd. „Til að gefa dæmi um mikilvægi starfsins átti fyrrverandi barnamálaráðherra dóttur í þjálfun hjá Aþenu og sá kom að máli við okkur fyrir stuttu og benti á að aðeins ein stúlka sem tók þátt í starfsemi okkar sparaði hinu opinbera um 50 milljónir króna á ári, þar sem hún hefði annars þurft á annarri opinberri þjónustu að halda.“ Körfubolti Reykjavík Aþena Mest lesið „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Dagskráin: HM-leikir og spennandi kvöld í Bónus-deildinni Sport Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Sjá meira
„Nú er ljóst að ákveðnir embættismenn Reykjavíkurborgar ætla enn á ný að hafna því að Aþena fái aðstöðu í kjallara íþróttahússins í Austurbergi, þrátt fyrir skýr loforð þar um,“ segir Brynjar í samtali við Vísi. Með Eiríki Birni hvarf loforðið inn á þing Brynjar segir fyrirliggjandi mikinn árangur Aþenu undanfarin tvö og hálft ár, hundruð barna og ungmenna hafi tekið þátt í starfseminni sem félagið hefur boðið fram og stefnir fjöldinn í 130 næsta haust. „Þessi ákvörðun borgarinnar ógnar umfangsmiklu starfi sem hefur verið byggt upp með hundruðum klukkustunda af sjálfboðavinnu og tugmilljóna fjárfestingu einkaaðila. Mikilvægur stuðningsmaður okkar innan borgarkerfisins, Eiríkur Björn Björgvinsson, sem sýnt hefur heilindi í málefnum okkar, hefur nú látið af störfum hjá borginni eftir að hafa verið kjörinn á þing fyrir Viðreisn. Í kjölfarið virðist gamla andstaðan, sem áður reyndi að hindra starfsemi Aþenu, aftur komin á fullt.“ Brynjar segist hvorki skilja upp né niður í því hvað valdi? Eiríkur Björn Björgvinsson var kjörinn á þing og með honum fór loforðið þangað.vísir/vilhelm Brynjar segir umræddan sal í kjallaranum, sem sé lítill og dapur, verði notaðan fyrir hina ýmsu menntun ungmennanna í hverfinu. Aðstoð við heimanám, íslensku kennslu, heimspeki og hugarþjálfun. „Verkefni Aþenu um að byrja með íþróttaakademíu í haust er í uppnámi. Fjárfest hefur verið í stólum, borðum, skjávörpum og mörgu fleiru en nýir yfirmenn skeyta engu um.“ Segir starfsemina hafa sparnað í för með sér Að sögn Brynjars Karls hefur Aþena aldrei óskað eftir fjárhagslegum stuðningi frá Reykjavíkurborg og hefur ætíð leitað fjármögnunar hjá einkaaðilum. Þrátt fyrir það hafi verkefnið sannað gildi sitt og jákvæð áhrif fyrir samfélagið allt séu staðreynd. „Til að gefa dæmi um mikilvægi starfsins átti fyrrverandi barnamálaráðherra dóttur í þjálfun hjá Aþenu og sá kom að máli við okkur fyrir stuttu og benti á að aðeins ein stúlka sem tók þátt í starfsemi okkar sparaði hinu opinbera um 50 milljónir króna á ári, þar sem hún hefði annars þurft á annarri opinberri þjónustu að halda.“
Körfubolti Reykjavík Aþena Mest lesið „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Dagskráin: HM-leikir og spennandi kvöld í Bónus-deildinni Sport Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Sjá meira