Þingmönnum ber að verja stjórnarskrána, ekki misvirða hana Arnar Þór Jónsson skrifar 27. mars 2025 09:30 Stjórnarskrá Íslands heimilar ekki framsal ríkisvalds úr landi, hvorki löggjafarvalds, framkvæmdavalds né dómsvalds. Um áratugaskeið hefur EES samningurinn þó grafið undan íslensku löggjafarvaldi með hömlulausu innstreymi erlendra lagareglna, þar sem Alþingi á ekki frumkvæði að reglunum sem innleiddar, auk þess að geta hvorki aðlagað þær með viðunandi hætti né afnumið. Komi til þess nú í vor að Alþingi geri efni frumvarpsins um bókun 35 að lögum þá er með því grafið undan íslensku dómsvaldi. Þar sem stjórnskipun Íslands heimilar ekki framsal ríkisvalds úr landi hafa íslensk stjórnvöld ekki svigrúm til að samþykkja beina réttarverkun Evrópuréttar hérlendis því forgangsréttur erlends réttar samræmist ekki skýrum stjórnarskrárákvæðum, sbr. sérstaklega 2. gr. stjskr. Þar sem ekki var unnt að samræma, í meginmáli EES samningsins, þau ólíku sjónarmið sem hér vegast á, var farin sú leið að útfæra millileið, sem sett var í bókun 35. Með bókun 35 var m.ö.o. komið til móts við afstöðu Íslands og annarra EFTA ríkja um fullveldi hvað varðar lagasetningu og dómsvald en um leið reynt að tryggja réttarsamræmi. Með frumvarpi utanríkisráðherra um bókun 35 er lagt til að Alþingi lögleiði reglu um almennan forgang EES-reglna hérlendis. Slíkt ákvæði fæli í sér grundvallarbreytingu á íslenskum rétti, þar sem íslenskir dómstólar munu ekki lengur hafa neitt vald til samræmisskýringar ef íslensk lög stangast á við EES reglur. Þess í stað er lagt til að líta beri alfarið fram hjá skýrum íslenskum lagaákvæðum sem mæla fyrir um annað en EES-reglur. Túlkunarvald um þessar EES reglur verður m.ö.o. alfarið eftirlátið erlendum dómstólum. Samkvæmt 2. gr. stjórnarskrárinnar skal enginn fara með dómsvald á Íslandi aðrir en þeir sem réttilega hafa verið skipaðir í dómaraembætti samkvæmt íslenskum lögum, sbr. 59. gr. stjskr. Frumvarpið um bókun 35 er því ekkert smávægilegt mál, heldur snertir innstu taug stjórnskipunar Íslands. Ef þingmenn á Alþingi Íslendinga ætla að misvirða stjórnarskrá lýðveldisins með þeim hætti sem hér um ræðir felst ekki aðeins í því aðför að stjórnskipuninni, heldur eru þeir einnig að brjóta gegn því drengskaparheiti sem þingmenn hafa hafa sjálfir undirgengist. Á góðri íslensku heitir þetta trúnaðarbrot í starfi. Í mannkynssögunni eru mörg dæmi um ríki þar sem stjórnarskrárákvæði voru gerð að innihaldslausu gluggaskrauti og allir vissu að hástemmd orð um sjálfstæði, frelsi og réttindi borgaranna veittu enga vernd, því valdhafar misvirtu þau í framkvæmd. Ekkert þessara ríkja teljast góðar fyrirmyndir fyrir Ísland árið 2025. Höfundur er lögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arnar Þór Jónsson Mest lesið Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Sjá meira
Stjórnarskrá Íslands heimilar ekki framsal ríkisvalds úr landi, hvorki löggjafarvalds, framkvæmdavalds né dómsvalds. Um áratugaskeið hefur EES samningurinn þó grafið undan íslensku löggjafarvaldi með hömlulausu innstreymi erlendra lagareglna, þar sem Alþingi á ekki frumkvæði að reglunum sem innleiddar, auk þess að geta hvorki aðlagað þær með viðunandi hætti né afnumið. Komi til þess nú í vor að Alþingi geri efni frumvarpsins um bókun 35 að lögum þá er með því grafið undan íslensku dómsvaldi. Þar sem stjórnskipun Íslands heimilar ekki framsal ríkisvalds úr landi hafa íslensk stjórnvöld ekki svigrúm til að samþykkja beina réttarverkun Evrópuréttar hérlendis því forgangsréttur erlends réttar samræmist ekki skýrum stjórnarskrárákvæðum, sbr. sérstaklega 2. gr. stjskr. Þar sem ekki var unnt að samræma, í meginmáli EES samningsins, þau ólíku sjónarmið sem hér vegast á, var farin sú leið að útfæra millileið, sem sett var í bókun 35. Með bókun 35 var m.ö.o. komið til móts við afstöðu Íslands og annarra EFTA ríkja um fullveldi hvað varðar lagasetningu og dómsvald en um leið reynt að tryggja réttarsamræmi. Með frumvarpi utanríkisráðherra um bókun 35 er lagt til að Alþingi lögleiði reglu um almennan forgang EES-reglna hérlendis. Slíkt ákvæði fæli í sér grundvallarbreytingu á íslenskum rétti, þar sem íslenskir dómstólar munu ekki lengur hafa neitt vald til samræmisskýringar ef íslensk lög stangast á við EES reglur. Þess í stað er lagt til að líta beri alfarið fram hjá skýrum íslenskum lagaákvæðum sem mæla fyrir um annað en EES-reglur. Túlkunarvald um þessar EES reglur verður m.ö.o. alfarið eftirlátið erlendum dómstólum. Samkvæmt 2. gr. stjórnarskrárinnar skal enginn fara með dómsvald á Íslandi aðrir en þeir sem réttilega hafa verið skipaðir í dómaraembætti samkvæmt íslenskum lögum, sbr. 59. gr. stjskr. Frumvarpið um bókun 35 er því ekkert smávægilegt mál, heldur snertir innstu taug stjórnskipunar Íslands. Ef þingmenn á Alþingi Íslendinga ætla að misvirða stjórnarskrá lýðveldisins með þeim hætti sem hér um ræðir felst ekki aðeins í því aðför að stjórnskipuninni, heldur eru þeir einnig að brjóta gegn því drengskaparheiti sem þingmenn hafa hafa sjálfir undirgengist. Á góðri íslensku heitir þetta trúnaðarbrot í starfi. Í mannkynssögunni eru mörg dæmi um ríki þar sem stjórnarskrárákvæði voru gerð að innihaldslausu gluggaskrauti og allir vissu að hástemmd orð um sjálfstæði, frelsi og réttindi borgaranna veittu enga vernd, því valdhafar misvirtu þau í framkvæmd. Ekkert þessara ríkja teljast góðar fyrirmyndir fyrir Ísland árið 2025. Höfundur er lögmaður.
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun