Af hverju ætti að verja okkur ef við endurgjöldum ekki greiðann? Sigurður Loftur Thorlacius skrifar 27. mars 2025 08:30 Undanfarnar vikur hefur því verið velt upp hvort Ísland þurfi að koma upp varnarher í ljósi breyttra aðstæðna í heiminum. Í gegnum söguna hafa Íslendingar verið mótfallnir því en er það réttlætanlegt á ófriðartímum? Af hverju ætti einhver að senda hermenn til að verja okkur og fórna lífi sínu ef við gerum ekki slíkt hið sama? Ef á okkur yrði ráðist ættu NATÓ þjóðir að koma okkur til varnar, allt frá Norðmönnum til Tyrkja. Af hverju erum við þá ekki tilbúin að gera það sama fyrir þessar þjóðir? Er það ekki siðferðislega rangt að krefja aðra um að fórna sér fyrir mann sjálfan en ekki öfugt? Ísland er eins og hver önnur smáborg í Evrópu með svipaðan mannfjölda og Bergen í Noregi. Hvernig myndu menn taka því ef Bergen tæki upp á því að segja: „Já nei, við ætlum ekki að vera með neina hermenn því við erum svo friðelskandi borg. Þið verðið samt að koma og verja okkur ef einhver ræðst á okkur. Við getum samt alveg hjálpað til með netöryggisvarnir og svoleiðis.“ Það væri fráleitt og gengi aldrei upp. Af hverju eigum við þá að vera stikkfrí? Af orðræðu Bandaríkjaforseta tel ég nokkuð augljóst að varnarsamningur okkar við Bandaríkin er marklaus og að samstaða NATÓ sé löskuð. Væntanlega myndi Trump ekki svara játandi ef einhver spyrði hann: „Myndir þú koma Íslandi til varnar, sem leggur lítið sem ekkert til eigin varnarmála?“ Hann myndi sjálfsagt ákveða að innlima landið líkt og Grænland, hundsa það ef Rússland gerði innrás eða krefja okkur um greiðslu fyrir varnirnar. Við erum í NATÓ og erum því ekki hlutlaus þjóð. Það hefur líka sýnt sig að það þýðir ekki að vera hlutlaus en hafa engan herafla til að verja hlutleysið. Við vorum hernumin um leið og seinni heimstyrjöld skall á og vorum heppin að það var af vinveittri þjóð sem tók aðeins yfir varnir landsins en ekki neitt meira. Svisslendingar hafa haldið hlutleysi sínu í gegnum tvær heimstyrjaldir með ríkri hefð um herskyldu. Í seinni heimstyrjöldinni gátu Svisslendingar kallað til 430.000 hermenn (10% þjóðarinnar) með stuðningi frá 210.000 manns til viðbótar. Það borgar sig ekki að ráðast inn í land þar sem stór hluti þjóðarinnar er í varaliðinu. Það er auðvelt að ímynda sér sviðsmyndir þar sem Ísland yrði skotmark ef átökin stigmagnast. Til dæmis ef Rússland ákveður að ráðast inn í Eystrasaltsríkin, fyrrum sambandsríki Sovétríkjanna, og heyja þar með stríð við NATÓ. Gefum okkur að hin Norðurlöndin myndu senda herafla til að styðja Eystrasaltsríkin en að Bandaríkin væru tvístígandi. Þá væri ráðlegast fyrir Rússland að hernema Ísland, enda engin fyrirstaða, til að skera á mögulegar vopnasendingar frá Bandaríkjunum til Evrópu og koma aftan að hinum Norðurlandaþjóðunum. Engin ein þjóð í Evrópu getur varist einsömul heldur verða Evrópuþjóðir að reiða sig á sameinaðan styrk. Þar skiptir miklu máli að allar 400.000 manna einingar leggi til herafla, hvort sem sú eining er land eins og Ísland eða borg eins og Bergen. Þúsund manna her frá Íslandi gæti riðið baggamuninn í vörnum Evrópu gegn innrás frá Rússlandi, t.d. í Eystrasaltslöndunum. Ef á okkur yrði ráðist þá dugir ekki að lögregla kalli til almenning sem hefur enga herþjálfun fengið. Ætlum við að treysta því að rjúpnaskytturnar reddi þessu? Ef einn rússneskur kafbátur dúkkar upp í Reykjavíkurhöfn með 50-100 hermönnum þá gætu þeir auðveldlega tekið yfir Alþingi, Stjórnarráðið og stjórn landsins. Það er klaufalegt og skammarlegt að maður geti ekki sjálfur gripið til vopna fyrir landið sitt. Margir spyrja hvort það myndi nokkru breyta ef Ísland væri með varnarher af því hann yrði svo lítill. En ég spyr þá á móti, þarf hann nokkuð að vera lítill? Ef hér væri innleidd almenn herskylda og flest okkar fengju herþjálfun, þá myndu Rússar hugsa sig tvisvar um áður en þeir réðust hingað inn. Þúsund manna herlið með tvö þúsund manna varalið myndi duga til að bægja helstu ógnum frá. Við stærri innrásir væri hægt að kalla inn þau sem hafa fengið herþjálfun en þau gætu hlaupið á tugum þúsunda ef herskylda væri almenn. Við skulum ekki leggja traust okkar á það að menn eins og Pútín, sem svífst greinilega einskis til að ná fram sinni heimsvaldastefnu, muni virða okkar æðri hugsjón um hlutlausa, herlausa og friðelskandi þjóð þegar á hólminn er komið. Höfundur er umhverfisverkfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Öryggis- og varnarmál Mest lesið Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Undanfarnar vikur hefur því verið velt upp hvort Ísland þurfi að koma upp varnarher í ljósi breyttra aðstæðna í heiminum. Í gegnum söguna hafa Íslendingar verið mótfallnir því en er það réttlætanlegt á ófriðartímum? Af hverju ætti einhver að senda hermenn til að verja okkur og fórna lífi sínu ef við gerum ekki slíkt hið sama? Ef á okkur yrði ráðist ættu NATÓ þjóðir að koma okkur til varnar, allt frá Norðmönnum til Tyrkja. Af hverju erum við þá ekki tilbúin að gera það sama fyrir þessar þjóðir? Er það ekki siðferðislega rangt að krefja aðra um að fórna sér fyrir mann sjálfan en ekki öfugt? Ísland er eins og hver önnur smáborg í Evrópu með svipaðan mannfjölda og Bergen í Noregi. Hvernig myndu menn taka því ef Bergen tæki upp á því að segja: „Já nei, við ætlum ekki að vera með neina hermenn því við erum svo friðelskandi borg. Þið verðið samt að koma og verja okkur ef einhver ræðst á okkur. Við getum samt alveg hjálpað til með netöryggisvarnir og svoleiðis.“ Það væri fráleitt og gengi aldrei upp. Af hverju eigum við þá að vera stikkfrí? Af orðræðu Bandaríkjaforseta tel ég nokkuð augljóst að varnarsamningur okkar við Bandaríkin er marklaus og að samstaða NATÓ sé löskuð. Væntanlega myndi Trump ekki svara játandi ef einhver spyrði hann: „Myndir þú koma Íslandi til varnar, sem leggur lítið sem ekkert til eigin varnarmála?“ Hann myndi sjálfsagt ákveða að innlima landið líkt og Grænland, hundsa það ef Rússland gerði innrás eða krefja okkur um greiðslu fyrir varnirnar. Við erum í NATÓ og erum því ekki hlutlaus þjóð. Það hefur líka sýnt sig að það þýðir ekki að vera hlutlaus en hafa engan herafla til að verja hlutleysið. Við vorum hernumin um leið og seinni heimstyrjöld skall á og vorum heppin að það var af vinveittri þjóð sem tók aðeins yfir varnir landsins en ekki neitt meira. Svisslendingar hafa haldið hlutleysi sínu í gegnum tvær heimstyrjaldir með ríkri hefð um herskyldu. Í seinni heimstyrjöldinni gátu Svisslendingar kallað til 430.000 hermenn (10% þjóðarinnar) með stuðningi frá 210.000 manns til viðbótar. Það borgar sig ekki að ráðast inn í land þar sem stór hluti þjóðarinnar er í varaliðinu. Það er auðvelt að ímynda sér sviðsmyndir þar sem Ísland yrði skotmark ef átökin stigmagnast. Til dæmis ef Rússland ákveður að ráðast inn í Eystrasaltsríkin, fyrrum sambandsríki Sovétríkjanna, og heyja þar með stríð við NATÓ. Gefum okkur að hin Norðurlöndin myndu senda herafla til að styðja Eystrasaltsríkin en að Bandaríkin væru tvístígandi. Þá væri ráðlegast fyrir Rússland að hernema Ísland, enda engin fyrirstaða, til að skera á mögulegar vopnasendingar frá Bandaríkjunum til Evrópu og koma aftan að hinum Norðurlandaþjóðunum. Engin ein þjóð í Evrópu getur varist einsömul heldur verða Evrópuþjóðir að reiða sig á sameinaðan styrk. Þar skiptir miklu máli að allar 400.000 manna einingar leggi til herafla, hvort sem sú eining er land eins og Ísland eða borg eins og Bergen. Þúsund manna her frá Íslandi gæti riðið baggamuninn í vörnum Evrópu gegn innrás frá Rússlandi, t.d. í Eystrasaltslöndunum. Ef á okkur yrði ráðist þá dugir ekki að lögregla kalli til almenning sem hefur enga herþjálfun fengið. Ætlum við að treysta því að rjúpnaskytturnar reddi þessu? Ef einn rússneskur kafbátur dúkkar upp í Reykjavíkurhöfn með 50-100 hermönnum þá gætu þeir auðveldlega tekið yfir Alþingi, Stjórnarráðið og stjórn landsins. Það er klaufalegt og skammarlegt að maður geti ekki sjálfur gripið til vopna fyrir landið sitt. Margir spyrja hvort það myndi nokkru breyta ef Ísland væri með varnarher af því hann yrði svo lítill. En ég spyr þá á móti, þarf hann nokkuð að vera lítill? Ef hér væri innleidd almenn herskylda og flest okkar fengju herþjálfun, þá myndu Rússar hugsa sig tvisvar um áður en þeir réðust hingað inn. Þúsund manna herlið með tvö þúsund manna varalið myndi duga til að bægja helstu ógnum frá. Við stærri innrásir væri hægt að kalla inn þau sem hafa fengið herþjálfun en þau gætu hlaupið á tugum þúsunda ef herskylda væri almenn. Við skulum ekki leggja traust okkar á það að menn eins og Pútín, sem svífst greinilega einskis til að ná fram sinni heimsvaldastefnu, muni virða okkar æðri hugsjón um hlutlausa, herlausa og friðelskandi þjóð þegar á hólminn er komið. Höfundur er umhverfisverkfræðingur.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun