Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Árni Sæberg skrifar 26. mars 2025 10:51 Salóme Guðmundsdóttir er nýr framkvæmdastjóri Ísorku. Ísorka Salóme Guðmundsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Ísorku. Hún tekur við starfinu af Sigurði Ástgeirssyni stofnanda fyrirtækisins. Í fréttatilkynningu þess efnis segir að Ísorka hafi formlega hafið starfsemi í árslok 2016 og verið fyrst fyrirtækja á Íslandi til að hefja gjaldtöku fyrir hleðslu á hleðslustöðvum. Fyrirtækið sé að stærstum hluta í eigu EGG ehf., sem sé meðal annars móðurfélag bílaumboðsins BL og bílaleigu Hertz á Íslandi. EGG sé í jafnri eigu Ernu Gísladóttur og Jóns Þórs Gunnarssonar. Mikil reynsla af nýsköpun Salóme hafi starfað í hringiðu nýsköpunar og tækni frá árinu 2014, lengst af sem framkvæmdastjóri Klaks. Árið 2021 hafi hún tekið sæti í stjórn hjá Eyri Ventures og sinnt ýmsum verkefnum fyrir sjóðinn og félög í eignasafni hans. Hún hafi þá starfað sem forstöðumaður í viðskiptaþróun hjá PayAnalytics og síðar sem framkvæmdastjóri rekstrar hjá Justikal. Salóme hafi jafnframt starfað sem leiðbeinandi við MBA nám Háskólans í Reykjavík frá árinu 2021 þar sem hún hafi umsjón með lokaverkefni MBA nema, sem unnið sé í samstarfi við MIT háskóla. Salóme hafi einnig verið forstöðumaður Opna háskólans í HR á árunum 2011-2014. Salóme sé með BSc próf í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík og hafi lokið AMP stjórnendanámi við IESE í Barcelona árið 2019. Hún hafi víðtæka reynslu af ýmsum nefndar- og stjórnarstörfum í íslensku atvinnulífi og sitji í stjórn Viðskiptaráðs Íslands, Hönnunarmars og sem varamaður í stjórn Fossa fjárfestingabanka. Salóme sé jafnframt stofnandi og formaður félags Kvenna í stjórnum. Spennandi áskorun „Við í stjórn Ísorku erum gríðarlega ánægð með að fá Salóme til liðs við okkur. Hún hefur viðtæka reynslu sem mun styrkja teymið okkar enn frekar og við hlökkum til að vinna með henni að þeim spennandi verkefnum sem eru framundan,“ er haft eftir Írisi Ansnes, stjórnarformanni Ísorku. „Ísorka er frumkvöðull á sviði hleðslulausna og hefur náð mikilvægum árangri á undanförnum árum á ört vaxandi markaði þar sem ríkir mikil samkeppni. Það er spennandi áskorun að fá að leiða fyrirtækið inn í næsta vaxtarfasa með metnaðarfullu teymi og traustum samstarfsaðilum þar sem framúrskarandi þjónusta við viðskiptavini, nýsköpun og sjálfbærni eru í forgrunni,“ er haft eftir Salóme. Nýsköpun Vistaskipti Orkumál Orkuskipti Bílar Mest lesið Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Sjá meira
Í fréttatilkynningu þess efnis segir að Ísorka hafi formlega hafið starfsemi í árslok 2016 og verið fyrst fyrirtækja á Íslandi til að hefja gjaldtöku fyrir hleðslu á hleðslustöðvum. Fyrirtækið sé að stærstum hluta í eigu EGG ehf., sem sé meðal annars móðurfélag bílaumboðsins BL og bílaleigu Hertz á Íslandi. EGG sé í jafnri eigu Ernu Gísladóttur og Jóns Þórs Gunnarssonar. Mikil reynsla af nýsköpun Salóme hafi starfað í hringiðu nýsköpunar og tækni frá árinu 2014, lengst af sem framkvæmdastjóri Klaks. Árið 2021 hafi hún tekið sæti í stjórn hjá Eyri Ventures og sinnt ýmsum verkefnum fyrir sjóðinn og félög í eignasafni hans. Hún hafi þá starfað sem forstöðumaður í viðskiptaþróun hjá PayAnalytics og síðar sem framkvæmdastjóri rekstrar hjá Justikal. Salóme hafi jafnframt starfað sem leiðbeinandi við MBA nám Háskólans í Reykjavík frá árinu 2021 þar sem hún hafi umsjón með lokaverkefni MBA nema, sem unnið sé í samstarfi við MIT háskóla. Salóme hafi einnig verið forstöðumaður Opna háskólans í HR á árunum 2011-2014. Salóme sé með BSc próf í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík og hafi lokið AMP stjórnendanámi við IESE í Barcelona árið 2019. Hún hafi víðtæka reynslu af ýmsum nefndar- og stjórnarstörfum í íslensku atvinnulífi og sitji í stjórn Viðskiptaráðs Íslands, Hönnunarmars og sem varamaður í stjórn Fossa fjárfestingabanka. Salóme sé jafnframt stofnandi og formaður félags Kvenna í stjórnum. Spennandi áskorun „Við í stjórn Ísorku erum gríðarlega ánægð með að fá Salóme til liðs við okkur. Hún hefur viðtæka reynslu sem mun styrkja teymið okkar enn frekar og við hlökkum til að vinna með henni að þeim spennandi verkefnum sem eru framundan,“ er haft eftir Írisi Ansnes, stjórnarformanni Ísorku. „Ísorka er frumkvöðull á sviði hleðslulausna og hefur náð mikilvægum árangri á undanförnum árum á ört vaxandi markaði þar sem ríkir mikil samkeppni. Það er spennandi áskorun að fá að leiða fyrirtækið inn í næsta vaxtarfasa með metnaðarfullu teymi og traustum samstarfsaðilum þar sem framúrskarandi þjónusta við viðskiptavini, nýsköpun og sjálfbærni eru í forgrunni,“ er haft eftir Salóme.
Nýsköpun Vistaskipti Orkumál Orkuskipti Bílar Mest lesið Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Sjá meira