Innlent

Bein út­sending: Blaða­manna­fundur um mál­efni kennara

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Guðmundur Ingi Kristinsson mennta- og barnamálaráðherra flytur ávarp og situr fyrir spurningum á blaðamannafundinum.
Guðmundur Ingi Kristinsson mennta- og barnamálaráðherra flytur ávarp og situr fyrir spurningum á blaðamannafundinum. Vísir/Anton Brink

Mennta- og barnamálaráðuneytið, Kennarasamband Íslands, OECD og alþjóðlegu kennarasamtökin Education International efna til blaðamannafundar ISTP 2025 leiðtogafundar um málefni kennara í dag klukkan 11:30.

Fundurinn fer fram í austurenda Hörpuhorns en leiðtogafundurinn fer fram í Hörpu. Blaðamannafundurinn fer fram á ensku og íslensku. Bakhjarlar fundarins flytja stutt ávörp og sitja fyrir svörum:

  • Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra
  • Andreas Schleicher, yfirmaður menntamála hjá OECD
  • Dr. Mugwena Maluleke, forseti Education International
  • Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands

Streymi frá blaðamannafundinum má sjá að neðan.


Tengdar fréttir

Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi

Guðmundur Ingi Kristinsson nýr mennta- og barnamálaráðherra segir áskoranir í skólakerfinu aukst og samfélagið standi á tímamótum. Hann vonar að að leiðtogafundur í menntamálum hjálpi til við sameiginlegt markmið þátttakenda að gefa kennurum tólin til að hjálpa börnum að mæta áskorunum sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×