Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Árni Sæberg skrifar 25. mars 2025 15:50 Sigríður Margrét og Eyjólfur Árni undirrita ályktunina fyrir hönd stjórnar Samtaka atvinnulífsins. Vísir/Vilhelm Stjórn Samtaka atvinnulífsins geldur varhug við fyrirætlunum ríkisstjórnarinnar við lagasetningu gagnvart íslenskum sjávarútvegi. Raungerist áhyggjur samtakanna sé ljóst að breytingar sem ríkisstjórnin hefur boðað muni draga úr hagvexti og lífskjarasókn Íslendinga. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur tilkynnti í dag að til stendur að breyta fyrirkomulagi innheimtu veiðigjalda. Reiknað er með því að allt að tvöfalt hærri upphæð verði innheimt á ári miðað við eldra fyrirkomulag. Áður en blaðamannafundur um málið hófst höfðu Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi þegar lýst yfir óánægju með áform ríkisstjórnarinnar. Nú hafa Samtök atvinnulífsins gert slíkt hið sama. Greinin búi þegar við ójafnræði Í ályktun sem þau Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður Samtaka atvinnulífsins, og Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri SA, undirrita fyrir hönd stjórnar samtakanna, segir að íslenskur sjávarútvegur sé ein af undirstöðuatvinnugreinum landsins en hann búi þegar við mikið ójafnræði þegar kemur að rekstrarumhverfi og samanburði við aðrar greinar. Atvinnugreinin búi við skattlagningu umfram aðrar greinar, takmörk á umsvifum og eignarhaldi sem þekkist ekki í öðrum greinum og óvissuálags vegna stöðunnar í stjórnmálunum, sem valdi bæði skorti á fyrirsjáanleika og torveldi ákvarðanatöku. „Samtök atvinnulífsins minna á að lög um stjórn fiskveiða voru sett til þess að hámarka verðmætasköpun og sjálfbærni þannig að þjóðin fengi sem mestan ábata úr auðlindinni.“ Kúvenda eigi umhverfinu á nokkrum vikum Útlit sé fyrir að boðaðar breytingar hafi verulega neikvæð áhrif á íslenskan sjávarútveg en einnig tengdar og afleiddar greinar. Á þingmálaskrá ríkisstjórinnar megi finna frumvörp sem muni að óbreyttu draga úr verðmætasköpun í sjávarútvegi, með afleiddum áhrifum á aðrar greinar. Þau mál séu meðal annars breyting á lögum um veiðigjald þar sem kynntar hafi verið hugmyndir um verulega hækkað veiðigjald sem muni draga úr alþjóðlegri samkeppnishæfni greinarinnar og frumvarp um kílómetragjald, þar sem kolefnisskattahækkunum á atvinnuvegi landsins sé laumað inn í frumvarp sem eigi að hafa það markmið að breyta fyrirkomulagi á gjaldtöku fyrir notkun vegakerfisins. „Það veldur verulegum áhyggjum að kúvenda eigi rekstrarumhverfi sjávarútvegs á örfáum vikum, án þess að samráð, fagleg umræða og vandað áhrifamat geti legið til grundvallar breytingum á umgjörð hans á Íslandi.“ Grafi undan stöðugleika og samkeppnishæfni Í ályktuninni segir að stjórn SA kalli eftir því að breytingar á umgjörð og starfsumhverfi sjávarútvegs á Íslandi, líkt og allra annarra atvinnugreina, verði unnar í nánu samráði við atvinnulífið, að þær byggi á staðreyndum og faglegri umræðu, skilningi á gangverki og eðli atvinnugreina, og mati á áhrifum á innlendan efnahag og samkeppnishæfni Íslands. „Aðgerðir ríkisstjórnarinnar undanfarnar vikur sem og boðaðar breytingar á rekstrarumhverfi sjávarútvegsins eru til þess fallnar að grafa undan hvort tveggja stöðugleika og samkeppnishæfni íslenska hagkerfisins. Telja samtökin það sérstaklega varhugavert í ljósi þeirrar óvissu sem ríkir á mörkuðum um allan heim, yfirvofandi tollastríðs og óróa í alþjóðastjórnmálum. Nú er tíminn til að Íslendingar snúi bökum saman, gæti sinna hagsmuna og verji lífskjör og verðmætasköpun. Samtökin lýsa sig reiðubúin til samtals líkt og ávallt, en forsenda slíks samtals er að raunverulegur vilji sé til þess að taka tillit til sjónarmiða atvinnulífsins og einstakra atvinnugreina.“ Sjávarútvegur Efnahagsmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Viðskipti innlent Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ Viðskipti erlent „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Viðskipti erlent Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Viðskipti innlent Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram Atvinnulíf Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Viðskipti innlent Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Viðskipti innlent Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Sjá meira
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur tilkynnti í dag að til stendur að breyta fyrirkomulagi innheimtu veiðigjalda. Reiknað er með því að allt að tvöfalt hærri upphæð verði innheimt á ári miðað við eldra fyrirkomulag. Áður en blaðamannafundur um málið hófst höfðu Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi þegar lýst yfir óánægju með áform ríkisstjórnarinnar. Nú hafa Samtök atvinnulífsins gert slíkt hið sama. Greinin búi þegar við ójafnræði Í ályktun sem þau Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður Samtaka atvinnulífsins, og Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri SA, undirrita fyrir hönd stjórnar samtakanna, segir að íslenskur sjávarútvegur sé ein af undirstöðuatvinnugreinum landsins en hann búi þegar við mikið ójafnræði þegar kemur að rekstrarumhverfi og samanburði við aðrar greinar. Atvinnugreinin búi við skattlagningu umfram aðrar greinar, takmörk á umsvifum og eignarhaldi sem þekkist ekki í öðrum greinum og óvissuálags vegna stöðunnar í stjórnmálunum, sem valdi bæði skorti á fyrirsjáanleika og torveldi ákvarðanatöku. „Samtök atvinnulífsins minna á að lög um stjórn fiskveiða voru sett til þess að hámarka verðmætasköpun og sjálfbærni þannig að þjóðin fengi sem mestan ábata úr auðlindinni.“ Kúvenda eigi umhverfinu á nokkrum vikum Útlit sé fyrir að boðaðar breytingar hafi verulega neikvæð áhrif á íslenskan sjávarútveg en einnig tengdar og afleiddar greinar. Á þingmálaskrá ríkisstjórinnar megi finna frumvörp sem muni að óbreyttu draga úr verðmætasköpun í sjávarútvegi, með afleiddum áhrifum á aðrar greinar. Þau mál séu meðal annars breyting á lögum um veiðigjald þar sem kynntar hafi verið hugmyndir um verulega hækkað veiðigjald sem muni draga úr alþjóðlegri samkeppnishæfni greinarinnar og frumvarp um kílómetragjald, þar sem kolefnisskattahækkunum á atvinnuvegi landsins sé laumað inn í frumvarp sem eigi að hafa það markmið að breyta fyrirkomulagi á gjaldtöku fyrir notkun vegakerfisins. „Það veldur verulegum áhyggjum að kúvenda eigi rekstrarumhverfi sjávarútvegs á örfáum vikum, án þess að samráð, fagleg umræða og vandað áhrifamat geti legið til grundvallar breytingum á umgjörð hans á Íslandi.“ Grafi undan stöðugleika og samkeppnishæfni Í ályktuninni segir að stjórn SA kalli eftir því að breytingar á umgjörð og starfsumhverfi sjávarútvegs á Íslandi, líkt og allra annarra atvinnugreina, verði unnar í nánu samráði við atvinnulífið, að þær byggi á staðreyndum og faglegri umræðu, skilningi á gangverki og eðli atvinnugreina, og mati á áhrifum á innlendan efnahag og samkeppnishæfni Íslands. „Aðgerðir ríkisstjórnarinnar undanfarnar vikur sem og boðaðar breytingar á rekstrarumhverfi sjávarútvegsins eru til þess fallnar að grafa undan hvort tveggja stöðugleika og samkeppnishæfni íslenska hagkerfisins. Telja samtökin það sérstaklega varhugavert í ljósi þeirrar óvissu sem ríkir á mörkuðum um allan heim, yfirvofandi tollastríðs og óróa í alþjóðastjórnmálum. Nú er tíminn til að Íslendingar snúi bökum saman, gæti sinna hagsmuna og verji lífskjör og verðmætasköpun. Samtökin lýsa sig reiðubúin til samtals líkt og ávallt, en forsenda slíks samtals er að raunverulegur vilji sé til þess að taka tillit til sjónarmiða atvinnulífsins og einstakra atvinnugreina.“
Sjávarútvegur Efnahagsmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Viðskipti innlent Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ Viðskipti erlent „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Viðskipti erlent Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Viðskipti innlent Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram Atvinnulíf Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Viðskipti innlent Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Viðskipti innlent Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Sjá meira