Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Hólmfríður Gísladóttir skrifar 25. mars 2025 08:49 Trump sagðist ekkert vita um málið þegar hann var spurður út í spjallið í gær. Getty/Anna Moneymaker Uppljóstranir Jeffrey Goldberg, ritstjóra Atlantic, um að æðstu ráðamenn í Bandaríkjunum hafi rætt skipulagningu árása á Húta í Jemen í gegnum samskiptaforritið Signal hafa vakið mikla athygli og hneykslan vestanhafs. Goldberg var óvart boðið í spjallið, þar sem varnarmálaráðherrann Pete Hegseth, varaforsetinn JD Vance, þjóðaröryggisráðgjafinn Mike Waltz og fleiri ræddu meðal annars hvort Bandaríkjamenn ættu að ráðast gegn Hútum. Fjöldi þingmanna Demókrataflokksins hefur gagnrýnt spjall embættismannanna en sjálfur segir Goldberg um einskæra heppni að ræða að honum hafi verið boðið í spjallið en ekki einhverjum öðrum. This administration is playing fast and loose with our nation’s most classified info, and it makes all Americans less safe.https://t.co/MCnm1kjTul— Mark Warner (@MarkWarner) March 24, 2025 Spjallið átti sér bæði utan formlegra og öruggra boðleiða og þá virðast nokkur lög hafa verið brotin, meðal annars hvað varðar varðveislu opinberra gagna. „Þetta er hneykslanlegt brot gegn þjóðaröryggi og hausar ættu að fjúka,“ sagði Demókratinn Chris Deluzio í yfirlýsingu. Hann sagði að hermálanefnd fulltrúadeildarinnar myndi rannsaka málið eins fljótt og auðið yrði. 👀 You have got to be kidding me.https://t.co/IhhvFvw6DG pic.twitter.com/bnNG4dGSpI— Hillary Clinton (@HillaryClinton) March 24, 2025 Don Bacon, þingmaður Repúblikanaflokksins frá Nebraska, sagði í samtali við Axios að það væri hreint ótrúlegt að menn hefðu tekið upp á því að eiga viðkvæm samskipti með þessum hætti. „Ekkert af þessu hefði átt að fara um óörugg kerfi,“ sagði hann. „Rússland og Kína eru örugglega að njósna um ótryggan símann hans,“ sagði Bacon um Mike Waltz. Bent hefur verið á að ef samskiptin áttu sér stað um símtæki, væri ekki óhugsandi að upplýsingarnar hefðu getað komist í rangar hendur og stofnað lífum bandarískra hermanna og annarra í hættu. What example has Hegseth set? That he’s careless, and when you’re careless in the military, people can die. If he had any honor at all, he would resign. https://t.co/L6UcXCvc5G— David French (@DavidAFrench) March 24, 2025 Mike Johnson, Repúblikani og forseti fulltrúadeildarinnar, var hins vegar á meðal þeirra sem gerðu lítið úr málinu. „Þeir herða sig og tryggja að þetta endurtaki sig ekki,“ sagði hann í samtali við blaðamenn. „Ég veit ekki hvað annað er hægt að segja.“ Hvíta húsið hefur reynt að verja spjallið en ef marka má erlenda miðla munu stjórnvöld mögulega engu að síður þurfa að grípa til aðgerða. Þar hefur helst verið rætt um afsögn þjóðaröryggisráðgjafans Waltz, sem var sá sem bauð Goldberg í spjallið. CNN put together a collection of clips of various Trump officials who were on the signal chat criticizing Hillary Clinton’s email server pic.twitter.com/JsgBkylILB— Acyn (@Acyn) March 25, 2025 Bandaríkin Hernaður Fjölmiðlar Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Bættu blaðamanni óvart í Signal-hóp um árásir á Húta Svo virðist sem Mike Waltz, þjóðaröryggisráðgjafi Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, hafi fyrir mistök bætt blaðamanni inn í spjallhóp þar sem hann, JD Vance varaforseti, Pete Hegseth varnarmálaráðherra og fleiri töluðu um hvort Bandaríkin ættu að hefja umfangsmiklar árásir á Húta í Jemen og hvernig. 24. mars 2025 18:53 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Fleiri fréttir Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Sjá meira
Goldberg var óvart boðið í spjallið, þar sem varnarmálaráðherrann Pete Hegseth, varaforsetinn JD Vance, þjóðaröryggisráðgjafinn Mike Waltz og fleiri ræddu meðal annars hvort Bandaríkjamenn ættu að ráðast gegn Hútum. Fjöldi þingmanna Demókrataflokksins hefur gagnrýnt spjall embættismannanna en sjálfur segir Goldberg um einskæra heppni að ræða að honum hafi verið boðið í spjallið en ekki einhverjum öðrum. This administration is playing fast and loose with our nation’s most classified info, and it makes all Americans less safe.https://t.co/MCnm1kjTul— Mark Warner (@MarkWarner) March 24, 2025 Spjallið átti sér bæði utan formlegra og öruggra boðleiða og þá virðast nokkur lög hafa verið brotin, meðal annars hvað varðar varðveislu opinberra gagna. „Þetta er hneykslanlegt brot gegn þjóðaröryggi og hausar ættu að fjúka,“ sagði Demókratinn Chris Deluzio í yfirlýsingu. Hann sagði að hermálanefnd fulltrúadeildarinnar myndi rannsaka málið eins fljótt og auðið yrði. 👀 You have got to be kidding me.https://t.co/IhhvFvw6DG pic.twitter.com/bnNG4dGSpI— Hillary Clinton (@HillaryClinton) March 24, 2025 Don Bacon, þingmaður Repúblikanaflokksins frá Nebraska, sagði í samtali við Axios að það væri hreint ótrúlegt að menn hefðu tekið upp á því að eiga viðkvæm samskipti með þessum hætti. „Ekkert af þessu hefði átt að fara um óörugg kerfi,“ sagði hann. „Rússland og Kína eru örugglega að njósna um ótryggan símann hans,“ sagði Bacon um Mike Waltz. Bent hefur verið á að ef samskiptin áttu sér stað um símtæki, væri ekki óhugsandi að upplýsingarnar hefðu getað komist í rangar hendur og stofnað lífum bandarískra hermanna og annarra í hættu. What example has Hegseth set? That he’s careless, and when you’re careless in the military, people can die. If he had any honor at all, he would resign. https://t.co/L6UcXCvc5G— David French (@DavidAFrench) March 24, 2025 Mike Johnson, Repúblikani og forseti fulltrúadeildarinnar, var hins vegar á meðal þeirra sem gerðu lítið úr málinu. „Þeir herða sig og tryggja að þetta endurtaki sig ekki,“ sagði hann í samtali við blaðamenn. „Ég veit ekki hvað annað er hægt að segja.“ Hvíta húsið hefur reynt að verja spjallið en ef marka má erlenda miðla munu stjórnvöld mögulega engu að síður þurfa að grípa til aðgerða. Þar hefur helst verið rætt um afsögn þjóðaröryggisráðgjafans Waltz, sem var sá sem bauð Goldberg í spjallið. CNN put together a collection of clips of various Trump officials who were on the signal chat criticizing Hillary Clinton’s email server pic.twitter.com/JsgBkylILB— Acyn (@Acyn) March 25, 2025
Bandaríkin Hernaður Fjölmiðlar Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Bættu blaðamanni óvart í Signal-hóp um árásir á Húta Svo virðist sem Mike Waltz, þjóðaröryggisráðgjafi Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, hafi fyrir mistök bætt blaðamanni inn í spjallhóp þar sem hann, JD Vance varaforseti, Pete Hegseth varnarmálaráðherra og fleiri töluðu um hvort Bandaríkin ættu að hefja umfangsmiklar árásir á Húta í Jemen og hvernig. 24. mars 2025 18:53 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Fleiri fréttir Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Sjá meira
Bættu blaðamanni óvart í Signal-hóp um árásir á Húta Svo virðist sem Mike Waltz, þjóðaröryggisráðgjafi Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, hafi fyrir mistök bætt blaðamanni inn í spjallhóp þar sem hann, JD Vance varaforseti, Pete Hegseth varnarmálaráðherra og fleiri töluðu um hvort Bandaríkin ættu að hefja umfangsmiklar árásir á Húta í Jemen og hvernig. 24. mars 2025 18:53