Fundu þúsundir mynda, myndskráa og kynlífsdúkku sem lítur út eins og barn Lovísa Arnardóttir skrifar 24. mars 2025 13:09 Henrik Sass Larsen við störf sem ráðherra árið 2014. Vísir/Getty Henrik Sass Larsen, fyrrverandi viðskiptaráðherra Danmerkur, hefur nú verið ákærður fyrir að hafa í fórum sínum um sex þúsund myndir og tvö þúsund myndskrár af barnaníðsefni. Auk þess fannst á heimili hans kynlífsdúkka sem lítur út eins og barn. Þetta kemur fram í ákæru á hendur Larsen sem birt var í dag af lögreglunni í Kaupmannahöfn og er fjallað um hana í dönskum miðlum. Í frétt DR kemur fram að hann hafi lýst yfir sakleysi sínu vegna ákærunnar. Þar kemur einnig fram að af barnaníðsefninu sem fannst í hans fórum séu um 252 myndir flokkaðar í þriðja flokk og um 197 myndskrár. Um er að ræða efni sem er talið með því grófasta sem finnst en um er að ræða efni þar sem þolendur hafa mátt þola ofbeldi, nauðgun, þvingun, hótanir eða eitthvað slíkt. Í ákærunni kemur einnig fram að efnið hafi fundist á heimili hans í júlí árið 2023 og að meira barnaníðsefni hafi fundist við aðra leit á heimili hans í febrúar í fyrra, 2024. Efnið fannst á tveimur tölvum, minnislykli og iPhone-farsíma. Í tengslum við bók Haft er eftir Peter Lundmark Jensen, lögmanni Larsen, í frétt DR að hvorki hann sé Larsen hafi nokkuð um málið að segja að svo stöddu. Í fréttatilkynningu sem hann sendi frá sér í gær kom fram að efnið hefði hann skoðað í tengslum við bók sem hann var að skrifa. Í fréttatilkynningunni kemur einnig fram að hann ætli sér að ljúka við bókina og þannig hreinsa nafn sitt af þessum ásökunum. Fréttatilkynninguna sendi hann frá sér í tilefni fjölmiðlaumfjöllunar um málið sem hófst á föstudag en þó án þess að nafn hans hefði verið birt með. Í frétt DR segir að um helgina hafi þó orðið ljóst að um hann væri að ræða. Samkvæmt frétt DR liggur ekki fyrir hvaða refsingar saksóknari mun krefjast vegna brotanna en sérfræðingur fjölmiðilsins í lögfræði telur líklegt að hann muni þurfa að afplána refsingu sína í fangelsi frekar en að hann muni aðeins þurfa að greiða sekt. Hvort dómurinn verði skilorðsbundinn eða ekki fari eftir því hversu hátt hlutfall barnaníðsefnisins falli í flokk 3 en eins og kom fram að ofan var hluti efnisins í þeim flokki. Á þingi í nítján ár Larsen hefur ekki verið í gæsluvarðhaldi vegna málsins og er það vegna þess að hámarksrefsing fyrir glæpina nær ekki að uppfylla þau skilyrði sem þarf fyrir gæsluvarðhaldi. Samkvæmt dönskum lögum þarf refsingin að geta numið einu og hálfu ári í fangelsi. Henrik Sass Larsen var viðskiptaráðherra fyrir Sósíaldemókrata frá ágúst 2013 til júní 2015. Hann var þingmaður á danska þinginu frá 2000 til 2019. Til umræðu kom að skipa hann fjármálaráðherra árið 2011 en vegna tengsla hans við Bandidos-rokkara kom ekki til þess. Fram kemur í frétt DR að hann hafi síðar orðið viðskiptaráðherra og svo sagt skilið við stjórnmál 2019. Áður en það gerðist var hann í veikindaleyfi og veikur af þunglyndi. Árið 2019 tók hann við sem framkvæmdastjóri Aktive Ejere en í gær tilkynnti fyrirtækið að hann hefði sagt upp. Danmörk Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Karlmaður hefur verið dæmdur til greiðslu sektar fyrir að hafa teiknað barnaníðsefni í fórum sínum. Hann var einnig ákærður fyrir framleiðslu barnaníðsefnis með því að hafa tekið myndir af sér hafa samræði við kynlífsdúkku í líki barns. Málið komst upp þegar maðurinn tilkynnti lögreglu um innbrot í íbúð hans. 5. febrúar 2025 16:07 Norðmaður í fangelsi fyrir kaup á barnakynlífsdúkku Dómstóll í Noregi hefur dæmt karlmann á fimmtugsaldri í 45 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa pantað barnakynlífsdúkku frá Kína. 22. desember 2018 21:05 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fleiri fréttir Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Sjá meira
Þetta kemur fram í ákæru á hendur Larsen sem birt var í dag af lögreglunni í Kaupmannahöfn og er fjallað um hana í dönskum miðlum. Í frétt DR kemur fram að hann hafi lýst yfir sakleysi sínu vegna ákærunnar. Þar kemur einnig fram að af barnaníðsefninu sem fannst í hans fórum séu um 252 myndir flokkaðar í þriðja flokk og um 197 myndskrár. Um er að ræða efni sem er talið með því grófasta sem finnst en um er að ræða efni þar sem þolendur hafa mátt þola ofbeldi, nauðgun, þvingun, hótanir eða eitthvað slíkt. Í ákærunni kemur einnig fram að efnið hafi fundist á heimili hans í júlí árið 2023 og að meira barnaníðsefni hafi fundist við aðra leit á heimili hans í febrúar í fyrra, 2024. Efnið fannst á tveimur tölvum, minnislykli og iPhone-farsíma. Í tengslum við bók Haft er eftir Peter Lundmark Jensen, lögmanni Larsen, í frétt DR að hvorki hann sé Larsen hafi nokkuð um málið að segja að svo stöddu. Í fréttatilkynningu sem hann sendi frá sér í gær kom fram að efnið hefði hann skoðað í tengslum við bók sem hann var að skrifa. Í fréttatilkynningunni kemur einnig fram að hann ætli sér að ljúka við bókina og þannig hreinsa nafn sitt af þessum ásökunum. Fréttatilkynninguna sendi hann frá sér í tilefni fjölmiðlaumfjöllunar um málið sem hófst á föstudag en þó án þess að nafn hans hefði verið birt með. Í frétt DR segir að um helgina hafi þó orðið ljóst að um hann væri að ræða. Samkvæmt frétt DR liggur ekki fyrir hvaða refsingar saksóknari mun krefjast vegna brotanna en sérfræðingur fjölmiðilsins í lögfræði telur líklegt að hann muni þurfa að afplána refsingu sína í fangelsi frekar en að hann muni aðeins þurfa að greiða sekt. Hvort dómurinn verði skilorðsbundinn eða ekki fari eftir því hversu hátt hlutfall barnaníðsefnisins falli í flokk 3 en eins og kom fram að ofan var hluti efnisins í þeim flokki. Á þingi í nítján ár Larsen hefur ekki verið í gæsluvarðhaldi vegna málsins og er það vegna þess að hámarksrefsing fyrir glæpina nær ekki að uppfylla þau skilyrði sem þarf fyrir gæsluvarðhaldi. Samkvæmt dönskum lögum þarf refsingin að geta numið einu og hálfu ári í fangelsi. Henrik Sass Larsen var viðskiptaráðherra fyrir Sósíaldemókrata frá ágúst 2013 til júní 2015. Hann var þingmaður á danska þinginu frá 2000 til 2019. Til umræðu kom að skipa hann fjármálaráðherra árið 2011 en vegna tengsla hans við Bandidos-rokkara kom ekki til þess. Fram kemur í frétt DR að hann hafi síðar orðið viðskiptaráðherra og svo sagt skilið við stjórnmál 2019. Áður en það gerðist var hann í veikindaleyfi og veikur af þunglyndi. Árið 2019 tók hann við sem framkvæmdastjóri Aktive Ejere en í gær tilkynnti fyrirtækið að hann hefði sagt upp.
Danmörk Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Karlmaður hefur verið dæmdur til greiðslu sektar fyrir að hafa teiknað barnaníðsefni í fórum sínum. Hann var einnig ákærður fyrir framleiðslu barnaníðsefnis með því að hafa tekið myndir af sér hafa samræði við kynlífsdúkku í líki barns. Málið komst upp þegar maðurinn tilkynnti lögreglu um innbrot í íbúð hans. 5. febrúar 2025 16:07 Norðmaður í fangelsi fyrir kaup á barnakynlífsdúkku Dómstóll í Noregi hefur dæmt karlmann á fimmtugsaldri í 45 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa pantað barnakynlífsdúkku frá Kína. 22. desember 2018 21:05 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fleiri fréttir Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Sjá meira
Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Karlmaður hefur verið dæmdur til greiðslu sektar fyrir að hafa teiknað barnaníðsefni í fórum sínum. Hann var einnig ákærður fyrir framleiðslu barnaníðsefnis með því að hafa tekið myndir af sér hafa samræði við kynlífsdúkku í líki barns. Málið komst upp þegar maðurinn tilkynnti lögreglu um innbrot í íbúð hans. 5. febrúar 2025 16:07
Norðmaður í fangelsi fyrir kaup á barnakynlífsdúkku Dómstóll í Noregi hefur dæmt karlmann á fimmtugsaldri í 45 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa pantað barnakynlífsdúkku frá Kína. 22. desember 2018 21:05