Réttarhöld hafin yfir Depardieu Magnús Jochum Pálsson skrifar 24. mars 2025 10:10 Franski leikarinn Gerard Depardieu hefur verið sakaður um kynferðisbrot af meira en tuttugu konum á undanförnum árum. AP Réttarhöld yfir franska leikaranum Gérard Depardieu hefjast í París í dag en hann hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot gegn tveimur konum við kvikmyndatökur árið 2011. Dómsmálinu var seinkað um hálft ár vegna fjórfaldrar kransæðahjáveituaðgerðar Depardieu. Hinn 76 ára Depardieu, einn þekktasti leikari Frakklands, er sakaður um að hafa brotið á hinni 54 ára Amélie, starfsmanni leikmunadeildar, og hinni 34 ára Söruh, aðstoðarleikstjóra, við framleiðslu á myndinni Les Volets Verts (Grænu hlerarnir). Amélie tilkynnti kynferðislega áreitni leikarans í febrúar 2024 og sagði í viðtali við franska miðilinn Mediapart að Depardieu hafi gripið sig harkalega, haldið henni fastri og nuddað á henni mittið, magann og farið upp að brjóstum. Dyraverðir Depardieu hafi þurft að stöðva leikarann sem hrópaði, á meðan hann gekk í burtu: „Við sjáumst aftur, elskan mín!“ Sarah tilkynnti kynferðisbrot Depardieu mánuði síðar, 21. mars 2024 og sakaði hann um að hafa snert á sér rasskinnarnar eitt kvöldið þegar hún gekk frá búningsherbergi sínu á tölustað. Í tvö önnur skipti hafi hann snert á henni rassinn og brjóstin á óviðeigandi hátt. Depardieu hefur neitað ölllum ásökunum og sagði í opnu bréfi í Le Figaro í október 2023: „Aldrei hef ég misnotað konu.“ Fjórföld kransæðahjáveituaðgerð seinkaði réttarhöldunum Réttarhöldin áttu upphaflega að fara fram í október 2024 en var seinkað vegna bágrar heilsu Depardieu. Jéremie Assous, lögfræðingur Depardieu, sagði leikarann hafa farið í fjórfalda kransæðahjáveituaðgerð og jafnframt þjást af sykursýki. Læknir skipaður af dómara sagði Depardieu nægilega hraustan til að sitja tveggja daga réttarhöldin og er von á því að hann verði viðstaddur. Þetta er í fyrsta sinn sem Depardieu, sem hefur verið sakaður um kynferðislega áreitni af meira en tuttugu konum, fer fyrir dómara vegna ásakana um kynferðisbrot. Hin málin voru felld vegna skorts á sönnunargögnum eða vegna of langt var liðið frá því brotin voru sögð hafa átt sér stað. Frakkland Kynferðisofbeldi Hollywood Tengdar fréttir Eitt mála Depardieu um kynferðisbrot fyrnt og fellt niður Saksóknari í Frakklandi hefur látið falla niður kæru um kynferðisbrot gegn leikaranum Gérard Depardieu vegna þess að málið var fyrnt. 23. janúar 2024 06:58 Gérard Depardieu sakaður um nauðgun 22 ára gömul leikkona lagði fram kæru á mánudaginn og á nauðgunin að hafa átt sér stað á heimili Depardieu í París í byrjun ágúst. 30. ágúst 2018 18:29 Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Erlent Fleiri fréttir Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Sjá meira
Hinn 76 ára Depardieu, einn þekktasti leikari Frakklands, er sakaður um að hafa brotið á hinni 54 ára Amélie, starfsmanni leikmunadeildar, og hinni 34 ára Söruh, aðstoðarleikstjóra, við framleiðslu á myndinni Les Volets Verts (Grænu hlerarnir). Amélie tilkynnti kynferðislega áreitni leikarans í febrúar 2024 og sagði í viðtali við franska miðilinn Mediapart að Depardieu hafi gripið sig harkalega, haldið henni fastri og nuddað á henni mittið, magann og farið upp að brjóstum. Dyraverðir Depardieu hafi þurft að stöðva leikarann sem hrópaði, á meðan hann gekk í burtu: „Við sjáumst aftur, elskan mín!“ Sarah tilkynnti kynferðisbrot Depardieu mánuði síðar, 21. mars 2024 og sakaði hann um að hafa snert á sér rasskinnarnar eitt kvöldið þegar hún gekk frá búningsherbergi sínu á tölustað. Í tvö önnur skipti hafi hann snert á henni rassinn og brjóstin á óviðeigandi hátt. Depardieu hefur neitað ölllum ásökunum og sagði í opnu bréfi í Le Figaro í október 2023: „Aldrei hef ég misnotað konu.“ Fjórföld kransæðahjáveituaðgerð seinkaði réttarhöldunum Réttarhöldin áttu upphaflega að fara fram í október 2024 en var seinkað vegna bágrar heilsu Depardieu. Jéremie Assous, lögfræðingur Depardieu, sagði leikarann hafa farið í fjórfalda kransæðahjáveituaðgerð og jafnframt þjást af sykursýki. Læknir skipaður af dómara sagði Depardieu nægilega hraustan til að sitja tveggja daga réttarhöldin og er von á því að hann verði viðstaddur. Þetta er í fyrsta sinn sem Depardieu, sem hefur verið sakaður um kynferðislega áreitni af meira en tuttugu konum, fer fyrir dómara vegna ásakana um kynferðisbrot. Hin málin voru felld vegna skorts á sönnunargögnum eða vegna of langt var liðið frá því brotin voru sögð hafa átt sér stað.
Frakkland Kynferðisofbeldi Hollywood Tengdar fréttir Eitt mála Depardieu um kynferðisbrot fyrnt og fellt niður Saksóknari í Frakklandi hefur látið falla niður kæru um kynferðisbrot gegn leikaranum Gérard Depardieu vegna þess að málið var fyrnt. 23. janúar 2024 06:58 Gérard Depardieu sakaður um nauðgun 22 ára gömul leikkona lagði fram kæru á mánudaginn og á nauðgunin að hafa átt sér stað á heimili Depardieu í París í byrjun ágúst. 30. ágúst 2018 18:29 Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Erlent Fleiri fréttir Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Sjá meira
Eitt mála Depardieu um kynferðisbrot fyrnt og fellt niður Saksóknari í Frakklandi hefur látið falla niður kæru um kynferðisbrot gegn leikaranum Gérard Depardieu vegna þess að málið var fyrnt. 23. janúar 2024 06:58
Gérard Depardieu sakaður um nauðgun 22 ára gömul leikkona lagði fram kæru á mánudaginn og á nauðgunin að hafa átt sér stað á heimili Depardieu í París í byrjun ágúst. 30. ágúst 2018 18:29