Öflugt eftirlit með dyravörðum í gærkvöldi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. mars 2025 15:53 Það var þétt eftirlit með miðborginni í nótt. Myndin er af vettvangi á föstudag. Vísir/Kolbeinn Tumi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði öflugt eftirlit við skemmtistaðina í miðborginni vegna atburða föstudagskvöldsins. Hald var lagt á brúsa við vinnstöð dyravarða á einum stað, sem talinn er innihalda piparúða. Lögregla hefur reglulegt eftirlit með skemmtistöðum í miðborginni en settur var aukinn þungi í eftirlitið í miðborginni í nótt. Á föstudagskvöld voru tveir fluttir á sjúkrahús eftir líkamsárásir á Ingólfstorgi. Annar hlaut þrjú stungusár og hinn höfuðhögg en báðir hafa verið útskrifaðir af sjúkrahúsi. Þrettán voru handteknir í tengslum við málið og tvö önnur mál sem talin eru tengjast. Allir hafa verið látnir lausir. Samkvæmt heimildum fréttastofu tengist málið deilum starfsmanna tveggja dyravörslufyrirtækja og eiga erjurnar rætur sínar að rekja til ólöglegrar starfsemi þar sem tvær fylkingar keppast um völd í undirheimunum. „Við vorum með öflugt eftirlit með dyravörðum, að passa að það væru menn með réttindi í lagi. Það var bara þétt eftirlit við veitingastaðina til að gæta þess að allt færi fram með frið og spekt,“ segir Ásgeir Þór Ásgeirsson aðstoðarlögreglustjóri í samtali við fréttastofu. Aukið eftirlit næstu vikur Inntur eftir því hvort eftirlit í miðborginni verði aukið næstu helgar segir hann það líklegt. „Við eigum eftir að skoða atburði þessarar helgar með heildrænum hætti eftir helgina og sjá hvaða leiðir við teljum bestar í því. Það er ekki ólíklegt að það verði aukið eftirlit næstu helgar, og ekki bara helgar heldur næstu vikur.“ Lögregla hefur óskað eftir því að þeir sem voru á og við Ingólfstorg á föstudagskvöld fari í gegn um síma sína og sjái hvort þeir eigi upptökur frá torginu. Mikil umferð hafi verið á þeim tíma sem árásin varð og því líklegt að upptökur af henni leynist á einhverjum símum. Lögreglumál Reykjavík Næturlíf Tengdar fréttir Óska eftir myndefni af Ingólfstorgi frá vitnum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar að myndefni frá vegfarendum sem áttu leið um Ingólfstorg þegar stunguárás átti sér stað og hópslagsmál. 23. mars 2025 14:05 Dyraverðir keppist um völd í undirheimunum Þrettán manns voru handteknir á víð og dreif um höfuðborgina í nótt vegna þriggja mála sem eru talin tengjast. Tveir menn voru fluttir með sjúkrabíl frá Ingólfstorgi í gær, einn af þeim með þrjú stungusár. Að sögn lögreglu er rannsókn málsins viðamikil. 22. mars 2025 19:01 Deilur tveggja dyravörslufyrirtækja og bikarleikir í körfunn Þrettán voru handteknir víðs vegar um höfuðborgina í nótt vegna þriggja mála sem eru talin tengjast. Tveir menn voru fluttir með sjúkrabíl af Ingólfstorgi laust fyrir miðnætti, annar þeirra með þrjú stungusár. Við förum yfir málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. 22. mars 2025 18:10 Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent Brosið fer ekki af Hrunamönnum Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira
Lögregla hefur reglulegt eftirlit með skemmtistöðum í miðborginni en settur var aukinn þungi í eftirlitið í miðborginni í nótt. Á föstudagskvöld voru tveir fluttir á sjúkrahús eftir líkamsárásir á Ingólfstorgi. Annar hlaut þrjú stungusár og hinn höfuðhögg en báðir hafa verið útskrifaðir af sjúkrahúsi. Þrettán voru handteknir í tengslum við málið og tvö önnur mál sem talin eru tengjast. Allir hafa verið látnir lausir. Samkvæmt heimildum fréttastofu tengist málið deilum starfsmanna tveggja dyravörslufyrirtækja og eiga erjurnar rætur sínar að rekja til ólöglegrar starfsemi þar sem tvær fylkingar keppast um völd í undirheimunum. „Við vorum með öflugt eftirlit með dyravörðum, að passa að það væru menn með réttindi í lagi. Það var bara þétt eftirlit við veitingastaðina til að gæta þess að allt færi fram með frið og spekt,“ segir Ásgeir Þór Ásgeirsson aðstoðarlögreglustjóri í samtali við fréttastofu. Aukið eftirlit næstu vikur Inntur eftir því hvort eftirlit í miðborginni verði aukið næstu helgar segir hann það líklegt. „Við eigum eftir að skoða atburði þessarar helgar með heildrænum hætti eftir helgina og sjá hvaða leiðir við teljum bestar í því. Það er ekki ólíklegt að það verði aukið eftirlit næstu helgar, og ekki bara helgar heldur næstu vikur.“ Lögregla hefur óskað eftir því að þeir sem voru á og við Ingólfstorg á föstudagskvöld fari í gegn um síma sína og sjái hvort þeir eigi upptökur frá torginu. Mikil umferð hafi verið á þeim tíma sem árásin varð og því líklegt að upptökur af henni leynist á einhverjum símum.
Lögreglumál Reykjavík Næturlíf Tengdar fréttir Óska eftir myndefni af Ingólfstorgi frá vitnum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar að myndefni frá vegfarendum sem áttu leið um Ingólfstorg þegar stunguárás átti sér stað og hópslagsmál. 23. mars 2025 14:05 Dyraverðir keppist um völd í undirheimunum Þrettán manns voru handteknir á víð og dreif um höfuðborgina í nótt vegna þriggja mála sem eru talin tengjast. Tveir menn voru fluttir með sjúkrabíl frá Ingólfstorgi í gær, einn af þeim með þrjú stungusár. Að sögn lögreglu er rannsókn málsins viðamikil. 22. mars 2025 19:01 Deilur tveggja dyravörslufyrirtækja og bikarleikir í körfunn Þrettán voru handteknir víðs vegar um höfuðborgina í nótt vegna þriggja mála sem eru talin tengjast. Tveir menn voru fluttir með sjúkrabíl af Ingólfstorgi laust fyrir miðnætti, annar þeirra með þrjú stungusár. Við förum yfir málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. 22. mars 2025 18:10 Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent Brosið fer ekki af Hrunamönnum Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira
Óska eftir myndefni af Ingólfstorgi frá vitnum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar að myndefni frá vegfarendum sem áttu leið um Ingólfstorg þegar stunguárás átti sér stað og hópslagsmál. 23. mars 2025 14:05
Dyraverðir keppist um völd í undirheimunum Þrettán manns voru handteknir á víð og dreif um höfuðborgina í nótt vegna þriggja mála sem eru talin tengjast. Tveir menn voru fluttir með sjúkrabíl frá Ingólfstorgi í gær, einn af þeim með þrjú stungusár. Að sögn lögreglu er rannsókn málsins viðamikil. 22. mars 2025 19:01
Deilur tveggja dyravörslufyrirtækja og bikarleikir í körfunn Þrettán voru handteknir víðs vegar um höfuðborgina í nótt vegna þriggja mála sem eru talin tengjast. Tveir menn voru fluttir með sjúkrabíl af Ingólfstorgi laust fyrir miðnætti, annar þeirra með þrjú stungusár. Við förum yfir málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. 22. mars 2025 18:10