Körfubolti

Græn gleði í Smáranum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Emilie Sofie Hessedal fagnar með stuðningsmönnum Njarðvíkur eftir leikinn gegn Grindavík.
Emilie Sofie Hessedal fagnar með stuðningsmönnum Njarðvíkur eftir leikinn gegn Grindavík. vísir/ernir

Njarðvík varð í gær bikarmeistari kvenna í körfubolta í annað sinn eftir sigur á Grindavík, 81-74, í Smáranum í Kópavogi.

Njarðvíkingar urðu bikarmeistarar 2012 en þurftu svo að bíða í þrettán ár eftir næsta bikarmeistaratitli.

Þær grænu voru með frumkvæðið í leiknum og náðu mest fimmtán stiga forskoti. Þær gulu og bláu frá Grindavík gáfust þó ekki upp og þegar skammt var til leiksloka var staðan jöfn, 73-73. 

Njarðvík var hins vegar sterkari á lokametrunum, skoraði átta af síðustu níu stigum leiksins og tryggði sér sigurinn, 81-74. Fögnuðurinn í leikslok var svo ósvikinn.

Ernir Eyjólfsson myndaði leikinn fyrir Vísi en afraksturinn má sjá hér í fréttinni.

Brittany Dinkins var með þrefalda tvennu í leiknum; 31 stig, tíu fráköst og tíu stoðsendingar.vísir/ernir
Emilie skoraði fimm gríðarlega mikilvæg stig í röð undir lok leiksins.vísir/ernir
Hulda Björk Ólafsdóttir skoraði nítján stig fyrir Grindavík.vísir/ernir
Dómarar leiksins, þeir Jóhannes Páll Friðriksson, Davíð Kristján Hreiðarsson og Bjarki Þór Davíðsson ræðast við.vísir/ernir
Hulda María Agnarsdóttir er í stóru hlutverki hjá Njarðvík, þrátt fyrir að vera aðeins sextán ára.vísir/ernir
Stund milli stríða hjá drengjunum á moppunni.vísir/ernir
Pauline Hersler hefur komið eins og stormsveipur inn í lið Njarðvíkur.vísir/ernir
Njarðvíkingar þeysast inn á völlinn eftir að lokaflautið gall.vísir/ernir
Fögnuðurinn var innilegur.vísir/ernir
Njarðvíkingar taka sigurhringinn.vísir/ernir
Græni liturinn var áberandi í stúkunni í Smáranum.vísir/ernir
Brittany var valinn maður leiksins. Hér sést hún með verðlaun sín ásamt Hannesi Jónssyni, framkvæmdastjóra KKÍ.vísir/ernir
VÍS-bikarmeistarar Njarðvíkur 2025.vísir/ernir

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×