Elsta popphljómsveit heims að leggja upp laupana Jón Þór Stefánsson skrifar 22. mars 2025 15:15 Meðlimir The Searchers hafa verið nokkuð margir í gegnum tíðina, en á þessari mynd frá 1965. Má sjá John McNally, Chris Curtis, Frank Allen og Mike Pender. Getty Meðlimir bresku sveitarinnar The Searchers, sem mun vera elsta starfandi popphljómsveit heims, hafa ákveðið að leggja upp laupana. Síðustu tónleikarnir munu fara fram á Glastonbury-hátíðinni í júní næstkomandi. The Searchers, sem kemur frá Liverpool, var stofnuð árið 1957, þremur árum áður en frægasta hljómsveit borgarinnar, Bítlarnir, hófu störf. Þá var John McNally, sem er enn meðlimur hennar, 16 ára gamall, en í dag, 68 árum síðar, er hann 83 ára. Líkt og hin hljómsveitin frá Bítlaborginni byrjuðu The Searchers á því að spila á klúbbum í Liverpool og Hamborg. Sveitin varð ansi vinsæl snemma á sjöunda áratugnum, og tók hún þátt í bresku innrásinni svokölluðu, þar sem breskar hljómsveitir skutust upp á stjörnuhimininn vestanhafs. Á meðal vinsælustu laga The Searchers eru Needles and Pins, Sweets for My Sweet, Sugar and Spice, When You Walk in the Room, Don‘t Throw Your Love Away, og Love Potion No. 9. Flest þessara laga eru tökulög, en í mörgum tilfellum varð útgáfa The Searchers vinsælli en frumútgáfan. Umferðin óþolandi The Guardian greinir frá því að The Searchers hyggist hætta. Miðillinn hefur eftir McNally, sem leikur á gítar, og hinum 81 árs gamla Frank Allen, sem spilar á bassa og syngur, að aldur þeirra hafi með ákvörðunina að gera. Einnig spili umferðin inn í, en þeim finnst leiðinlegt hvað það tekur langan tíma að ferðast á milli gigga. „Aldurinn hægir smá á manni. Við áttum það til að halda 180 til 200 tónleika á ári. En að ferðast upp og niður hraðbrautina er það erfiða við starfið. Umferðin er miklu verri en hún hefur nokkurn tímann verið,“ segir Allen sem gekk til liðs við sveitina árið 1964. McNally tekur undir það: „Umferðin eins og hún er í dag er algjör martröð.“ Bretland Tónlist Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Laufey á lista Obama Lífið Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Menning „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Pete orðinn pabbi Lífið Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Lífið Fleiri fréttir Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Sjá meira
The Searchers, sem kemur frá Liverpool, var stofnuð árið 1957, þremur árum áður en frægasta hljómsveit borgarinnar, Bítlarnir, hófu störf. Þá var John McNally, sem er enn meðlimur hennar, 16 ára gamall, en í dag, 68 árum síðar, er hann 83 ára. Líkt og hin hljómsveitin frá Bítlaborginni byrjuðu The Searchers á því að spila á klúbbum í Liverpool og Hamborg. Sveitin varð ansi vinsæl snemma á sjöunda áratugnum, og tók hún þátt í bresku innrásinni svokölluðu, þar sem breskar hljómsveitir skutust upp á stjörnuhimininn vestanhafs. Á meðal vinsælustu laga The Searchers eru Needles and Pins, Sweets for My Sweet, Sugar and Spice, When You Walk in the Room, Don‘t Throw Your Love Away, og Love Potion No. 9. Flest þessara laga eru tökulög, en í mörgum tilfellum varð útgáfa The Searchers vinsælli en frumútgáfan. Umferðin óþolandi The Guardian greinir frá því að The Searchers hyggist hætta. Miðillinn hefur eftir McNally, sem leikur á gítar, og hinum 81 árs gamla Frank Allen, sem spilar á bassa og syngur, að aldur þeirra hafi með ákvörðunina að gera. Einnig spili umferðin inn í, en þeim finnst leiðinlegt hvað það tekur langan tíma að ferðast á milli gigga. „Aldurinn hægir smá á manni. Við áttum það til að halda 180 til 200 tónleika á ári. En að ferðast upp og niður hraðbrautina er það erfiða við starfið. Umferðin er miklu verri en hún hefur nokkurn tímann verið,“ segir Allen sem gekk til liðs við sveitina árið 1964. McNally tekur undir það: „Umferðin eins og hún er í dag er algjör martröð.“
Bretland Tónlist Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Laufey á lista Obama Lífið Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Menning „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Pete orðinn pabbi Lífið Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Lífið Fleiri fréttir Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Sjá meira