Lögreglan var með mikinn viðbúnað á svæðinu, en þar voru á annan tug lögreglumanna. Nokkrir sjúkrabílar sáust einnig aka frá svæðinu.
Sjónarvottar segjast hafa séð að minnsta kosti tvo verða fyrir hnífstunguárás. Þá sögðust sjónarvottar sömuleiðis hafa séð lögreglumenn hlaupa niður Austurstræti með táragasbrúsa.
Samkvæmt upplýsingum fréttastofu beindist árásin gegn dyravörðum.
Veistu meira um málið? Sendu okkur ábendingu á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.
Í tilkynningu frá lögreglu sem barst snemma á laugardagsmorgun er málinu lýst sem hópslagsmálum. Þar segir að nokkur fjöldi hafi verið handtekinn í þágu rannsóknar.

Stórt svæði við Ingólfstorg og Austurstræti var afgirt af lögreglunni.
Agnes Eide Kristínardóttir, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, sagði við Vísi í gærkvöld að tveir hefðu verið fluttir á sjúkrahús, en hún sagðist ekki vita hvort þeir væru alvarlega slasaðir.
„Þetta er allt á algjöru frumstigi, við erum að ná utan um þetta, ná utan um hversu alvarlega slasaðir menn eru, við erum bara að ná utan um þetta,“ sagði hún.



Fréttin var uppfærð klukkan 7:01 með upplýsingum úr tilkynningu lögreglu.