Peningastefnunefnd Seðlabankans tilkynnti á miðvikudaginn að ákveðið hafi verið að lækka stýrivextina um 0,25 prósentustig, úr 8,0 í 7,75 prósent.
Breytingarnar sem taka gildi í næstu viku eru eftirfarandi:
Íbúðalán
- Óverðtryggðir breytilegir íbúðalánavextir lækka um 0,25 prósentustig og verða 9,39%
Kjörvextir
- Óverðtryggðir breytilegir kjörvextir lækka um 0,25 prósentustig og verða 10,60%
Bílalán
- Kjörvextir bílalána lækka um 0,25 prósentustig og verða 11,00%
Yfirdráttavextir
- Yfirdráttavextir lækka um 0,25 prósentustig og verða 15,50%
Kreditkort
- Greiðsludreifing og veltuvextir kreditkorta lækka um 0,25 prósentustig og verða 15,50%
Innlán
- Vextir almennra veltureikninga haldast óbreyttir
- Vextir annarra óverðtryggðra reikninga lækka 0,05 - 0,35 prósentustig
„Breytingar á vöxtum lána sem falla undir lög um neytendalán eða lög um fasteignalán til neytenda taka gildi í samræmi við skilmála lánanna og tilkynningar um vaxtabreytingar. Það sama gildir um breytingar á vöxtum innlána sem falla undir lög um greiðsluþjónustu,“ segir í tilkynningu bankans.
„Vaxtabreytingar útlána Arion banka taka mið af fjármögnunarkostnaði bankans á hverjum tíma en einnig af öðrum þáttum, m.a. útlánaáhættu. Fjármögnunarkostnaður bankans fylgir að hluta til stýrivöxtum Seðlabankans en einnig hafa aðrar fjármögnunarleiðir umtalsverð áhrif, svo sem innlán viðskiptavina, markaðsfjármögnun, erlend skuldabréfaútgáfa og eiginfjárgerningar.“