Erlent

Fyrr­verandi ráð­herra Dan­merkur á­kærður fyrir vörslu barnaníðs­efnis

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Loftmynd af Kaupmannahöfn úr safni.
Loftmynd af Kaupmannahöfn úr safni. Getty

Fyrrverandi ráðherra í Danmörku hefur verið ákærður fyrir vörslu á barnaníðsefni. Danskir dómstólar taka afstöðu til þess á mánudaginn hvort maðurinn verði nafngreindur. Verjandi mannsins segir skjólstæðing sinn neita sök.

Danska ríkissjónvarpið greinir frá þessu.

Drk kveðst kunna deili á manninum en hyggst ekki gefa nafn hans upp fyrr en tekin hefur verið afstaða til nafnbirtingar í dómstólum.

Þetta kemur fram í dómaskrá, en þar má lesa af dagbókarnúmeri lögreglunnar að málið snúist um vörslu kynferðislegs efnis tengt börnum.

Drk hefur haft samband við verjanda mannsins sem segir að skjólstæðingur sinn hafi verið ákærður en hann neiti alfarið sök.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×