Göturnar sem verða malbikaðar í sumar í Reykjavík Lovísa Arnardóttir skrifar 20. mars 2025 10:26 Malbika á götur um alla borg í sumar. Vísir/Vilhelm Malbikað verður fyrir einn milljarð í Reykjavík í sumar og til viðbótar verður farið í malbiksviðgerðir fyrir 200 milljónir króna. Gert er ráð fyrir því að hægt verði að hefja framkvæmdir við fræsun og yfirlagnir í maí og áætlað er að þeim ljúki í september. Malbiksviðgerðir eru unnar allt árið og samhliða fræsun og yfirlögnum. Gert er ráð fyrir að endurnýjun gatna fyrir árið 2025 svari til tæplega 21 kílómetra af gatnakerfinu, eða 5 prósent. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg kemur fram að borgarráð heimilaði umhverfis- og skipulagssviði að bjóða út malbikunarframkvæmdir ársins á fundi sínum fimmtudaginn 13. mars. Þar er einnig fjallað um nýtt minnisblað Eflu þar sem fjallað er um stöðu og áætlaða viðhaldsþörf gatna í Reykjavík. Þar segir að ástand gatnakerfis Reykjavíkurborgar hafi haldist nokkuð stöðugt undanfarin ár og sé í ásættanlegu ástandi. Hlutfall gatna í góðu ástandi, þar sem meira en fimm ár eftir af líftíma, hefur haldist sambærilegt, eða um 58 til 66 prósent af gatnakerfinu. Hlutfall gatna í slæmu ástandi, þar sem líftími þess er liðinn, hefur farið hægt batnandi síðastliðin ár, úr 15 prósent í 6 prósent nú í janúar, sem er sögulegt lágmark. Hins vegar á tæplega þriðjungur gatnakerfisins um 1 til 5 ár eftir af líftíma sínum. Þar kemur einnig fram að áætluð þörf til endurnýjunar slitlaga hefur einnig haldist sambærileg nú í nokkur ár, eða á milli 22 til 30 kílómetrar á ári, sem er um 5 til 7 prósent af heildar gatnakerfi Reykjavíkurborgar. Götur eða götukaflar í forgangi. Reykjavíkurborg Göturnar eða götukaflarnir sem eru í forgangi í ár eru: Akurgerði ( Sogavegur - Breiðagerði ) Austurbrún, Álfabakki, Álmgerði ( Stóragerði - Furugerði ) Ásvallagata, Bakkastaðir nr. 1-75 ( Bakkastaðir aðalgata - inn í enda ), Barmahlíð, Barónstígur, Bergstaðastræti, Berjarimi ( Berjarimi nr. 65 - inn í enda ), Bjargarstígur, Borgartún - hringtorg v/Sóltún, Borgavegur – Smárarimatorg, Borgavegur ( Langirimi – Víkurvegur), Borgavegur ( Sóleyjarrimi - Spöng ), Borgavegur/Móavegur, tengivegur Brávallagata nr. 40-50, Breiðagerði ( Mosgerði - Sogavegur ), Breiðhöfði ( Straumur - Bíldshöfði ), Bústaðavegur ( Grensásvegur - Réttarholtsvegur ), Bæjarháls (Rofabær - Höfðabakki ) st. 15 -248, Dvergshöfði (Höfðabakki - Höfðabakki nr. 3), Fannafold nr. 134-156, Fannafold nr. 158-170, Fannafold nr. 225-251 Félagstún, að Höfða, Fjallkonuvegur ( Funafold - Logafold ), Fjallkonuvegur (Logafold - Gagnvegur), Fríkirkjuvegur ( Lækjargata - Fríkirkja ), Frostafold nr. 1-25, Frostafold nr. 40-62 og 165-187 Furugerði ( Álmgerði - Furugerði nr. 7 ), Gamla Hringbraut ( Vatnsmýrarvegur - Laufásvegur ), Golfskálavegur, Grænlandsleið, Gvendargeisli, Helgugrund nr. 1-10 Hellusund, Hesthúsavegur (Víðidalur), Hofsgrund, Hólastekkur (Hamrastekkur), Hverfisgata ( Frakkastígur – Vitastígur)m Hverfisgata ( Ingólfsstræti - Smiðjustígur ), Hverfisgata ( Vatnsstígur - Frakkastígur ), Hverfisgata (Klapparstígur - Vatnsstígur ), Jaðarsel ( Kögursel - Klyfjasel ), Jaðarsel (Kambasel - Útvarpsstöðvarvegur ), Jörfagrund nr. 1-14, Klukkurimi (Langirimi - inn í enda) Korpúlfsstaðavegur (Víkurvegur - Garðastaðir), Kringlan hringur ( Rampur að Miklabraut - suður að hraðahindrun ) Langagerði nr. 30-46, Langagerði nr. 94-112, Laugarnesvegur (Kirkjusandur - Kleppsvegur), Laugateigur (Gullteigur - Reykjavegur), Lindarvað (Bugða - inn í enda), Ljárskógar (10-16, 1-7, 2-8, 9-15), Logafold (116-122, 55-75), Mosavegur (Skólavegur - að þrengingu), Móavegur (Vættarborgir - inn í enda ), Nauthólsvegur (Nauthólsvík - inn í botn ), Norðlingabraut ( Árvað - Helluvað ) st. 3 - 690 Norðurfell (Vesturberg - Eddufell ), Ofanleiti ( Efstaleiti - Neðstaleiti ), Rafstöðvarvegur (rampi frá Vesturlandsvegi - Rafstöðvarvegur nr.1 ) Rauðalækur ( Bugðulækur - Dalbraut ) st. 245 – 558, Reykjavegur - hringtorg við Engjaveg / Sigtún Reykjavegur ( Sundlaugavegur - Kirkjuteigur ) Reykjavegur við Laugardalsvöll, Rofabær / Selásbraut ( Fylkisvegur - Hraunsás) Skeiðarvogur ( Mörkin - Suðurlandsbraut ), Skildingatangi ( Skildinganes - inn í botn ) Skólabrú, ( Lækjargata - Kirkjutorg ) st. 16 – 46, Sogavegur ( Sogavegur nr. 164 - Tunguvegur ), Sogavegur ( Tunguvegur - Sogavegur nr. 224 ), Spöngin ( hringtorg við Mosaveg ), Stangarholt nr. 3-9, Steinagerði ( Breiðagerði - inn í enda ), Stekkjarbakki til Breiðholtsbrautar ( Arnarbakki - Breiðholtsbraut ), Stóragerði ( Brekkugerði - Álmgerði ), Strýtusel (10-22, 1-7, 2-8, 9-15), Suðurgata (Brynjólfsgata – Hringbraut, Suðurgata (Hjarðarhagi - Brynjólfsgata ), Suðurlandsbraut, ( Reykjavegur - Kringlumýrarbraut ) Suðurlandsbraut ( Kringlumýrarbraut - Hallarmúli ), Sæbraut ( gatnamótasvæðið við Faxagötu og akrein til vesturs að Hörpu ), Sævarhöfði, rampi frá Gullinbrú, Teigagerði (Breiðagerði - inn í enda ),Túngata, Urðarbrunnur ( Skyggnisbraut - Úlfarsbraut ), Vesturgata, Vesturhólar ( Haukshólar - Norðurhólar ), Viðarrimi nr. 29-65, Vonarstræti (Lækjargata - Tjarnargata ), Þönglabakki ( Stekkjarbakki – bílakjallara). Malbikunarsjá á vefnum Hægt er að fylgjast með malbikunarframkvæmdum í Reykjavík í kortasjá á vef borgarinnar. Þar er hægt að skoða hvað er framundan, í gangi og hvaða framkvæmdum er lokið. Reykjavík Skipulag Vegagerð Umferð Umferðaröryggi Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Sjá meira
Gert er ráð fyrir að endurnýjun gatna fyrir árið 2025 svari til tæplega 21 kílómetra af gatnakerfinu, eða 5 prósent. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg kemur fram að borgarráð heimilaði umhverfis- og skipulagssviði að bjóða út malbikunarframkvæmdir ársins á fundi sínum fimmtudaginn 13. mars. Þar er einnig fjallað um nýtt minnisblað Eflu þar sem fjallað er um stöðu og áætlaða viðhaldsþörf gatna í Reykjavík. Þar segir að ástand gatnakerfis Reykjavíkurborgar hafi haldist nokkuð stöðugt undanfarin ár og sé í ásættanlegu ástandi. Hlutfall gatna í góðu ástandi, þar sem meira en fimm ár eftir af líftíma, hefur haldist sambærilegt, eða um 58 til 66 prósent af gatnakerfinu. Hlutfall gatna í slæmu ástandi, þar sem líftími þess er liðinn, hefur farið hægt batnandi síðastliðin ár, úr 15 prósent í 6 prósent nú í janúar, sem er sögulegt lágmark. Hins vegar á tæplega þriðjungur gatnakerfisins um 1 til 5 ár eftir af líftíma sínum. Þar kemur einnig fram að áætluð þörf til endurnýjunar slitlaga hefur einnig haldist sambærileg nú í nokkur ár, eða á milli 22 til 30 kílómetrar á ári, sem er um 5 til 7 prósent af heildar gatnakerfi Reykjavíkurborgar. Götur eða götukaflar í forgangi. Reykjavíkurborg Göturnar eða götukaflarnir sem eru í forgangi í ár eru: Akurgerði ( Sogavegur - Breiðagerði ) Austurbrún, Álfabakki, Álmgerði ( Stóragerði - Furugerði ) Ásvallagata, Bakkastaðir nr. 1-75 ( Bakkastaðir aðalgata - inn í enda ), Barmahlíð, Barónstígur, Bergstaðastræti, Berjarimi ( Berjarimi nr. 65 - inn í enda ), Bjargarstígur, Borgartún - hringtorg v/Sóltún, Borgavegur – Smárarimatorg, Borgavegur ( Langirimi – Víkurvegur), Borgavegur ( Sóleyjarrimi - Spöng ), Borgavegur/Móavegur, tengivegur Brávallagata nr. 40-50, Breiðagerði ( Mosgerði - Sogavegur ), Breiðhöfði ( Straumur - Bíldshöfði ), Bústaðavegur ( Grensásvegur - Réttarholtsvegur ), Bæjarháls (Rofabær - Höfðabakki ) st. 15 -248, Dvergshöfði (Höfðabakki - Höfðabakki nr. 3), Fannafold nr. 134-156, Fannafold nr. 158-170, Fannafold nr. 225-251 Félagstún, að Höfða, Fjallkonuvegur ( Funafold - Logafold ), Fjallkonuvegur (Logafold - Gagnvegur), Fríkirkjuvegur ( Lækjargata - Fríkirkja ), Frostafold nr. 1-25, Frostafold nr. 40-62 og 165-187 Furugerði ( Álmgerði - Furugerði nr. 7 ), Gamla Hringbraut ( Vatnsmýrarvegur - Laufásvegur ), Golfskálavegur, Grænlandsleið, Gvendargeisli, Helgugrund nr. 1-10 Hellusund, Hesthúsavegur (Víðidalur), Hofsgrund, Hólastekkur (Hamrastekkur), Hverfisgata ( Frakkastígur – Vitastígur)m Hverfisgata ( Ingólfsstræti - Smiðjustígur ), Hverfisgata ( Vatnsstígur - Frakkastígur ), Hverfisgata (Klapparstígur - Vatnsstígur ), Jaðarsel ( Kögursel - Klyfjasel ), Jaðarsel (Kambasel - Útvarpsstöðvarvegur ), Jörfagrund nr. 1-14, Klukkurimi (Langirimi - inn í enda) Korpúlfsstaðavegur (Víkurvegur - Garðastaðir), Kringlan hringur ( Rampur að Miklabraut - suður að hraðahindrun ) Langagerði nr. 30-46, Langagerði nr. 94-112, Laugarnesvegur (Kirkjusandur - Kleppsvegur), Laugateigur (Gullteigur - Reykjavegur), Lindarvað (Bugða - inn í enda), Ljárskógar (10-16, 1-7, 2-8, 9-15), Logafold (116-122, 55-75), Mosavegur (Skólavegur - að þrengingu), Móavegur (Vættarborgir - inn í enda ), Nauthólsvegur (Nauthólsvík - inn í botn ), Norðlingabraut ( Árvað - Helluvað ) st. 3 - 690 Norðurfell (Vesturberg - Eddufell ), Ofanleiti ( Efstaleiti - Neðstaleiti ), Rafstöðvarvegur (rampi frá Vesturlandsvegi - Rafstöðvarvegur nr.1 ) Rauðalækur ( Bugðulækur - Dalbraut ) st. 245 – 558, Reykjavegur - hringtorg við Engjaveg / Sigtún Reykjavegur ( Sundlaugavegur - Kirkjuteigur ) Reykjavegur við Laugardalsvöll, Rofabær / Selásbraut ( Fylkisvegur - Hraunsás) Skeiðarvogur ( Mörkin - Suðurlandsbraut ), Skildingatangi ( Skildinganes - inn í botn ) Skólabrú, ( Lækjargata - Kirkjutorg ) st. 16 – 46, Sogavegur ( Sogavegur nr. 164 - Tunguvegur ), Sogavegur ( Tunguvegur - Sogavegur nr. 224 ), Spöngin ( hringtorg við Mosaveg ), Stangarholt nr. 3-9, Steinagerði ( Breiðagerði - inn í enda ), Stekkjarbakki til Breiðholtsbrautar ( Arnarbakki - Breiðholtsbraut ), Stóragerði ( Brekkugerði - Álmgerði ), Strýtusel (10-22, 1-7, 2-8, 9-15), Suðurgata (Brynjólfsgata – Hringbraut, Suðurgata (Hjarðarhagi - Brynjólfsgata ), Suðurlandsbraut, ( Reykjavegur - Kringlumýrarbraut ) Suðurlandsbraut ( Kringlumýrarbraut - Hallarmúli ), Sæbraut ( gatnamótasvæðið við Faxagötu og akrein til vesturs að Hörpu ), Sævarhöfði, rampi frá Gullinbrú, Teigagerði (Breiðagerði - inn í enda ),Túngata, Urðarbrunnur ( Skyggnisbraut - Úlfarsbraut ), Vesturgata, Vesturhólar ( Haukshólar - Norðurhólar ), Viðarrimi nr. 29-65, Vonarstræti (Lækjargata - Tjarnargata ), Þönglabakki ( Stekkjarbakki – bílakjallara). Malbikunarsjá á vefnum Hægt er að fylgjast með malbikunarframkvæmdum í Reykjavík í kortasjá á vef borgarinnar. Þar er hægt að skoða hvað er framundan, í gangi og hvaða framkvæmdum er lokið.
Reykjavík Skipulag Vegagerð Umferð Umferðaröryggi Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Sjá meira