125 hjúkrunarrými til reiðu Aríel Pétursson skrifar 20. mars 2025 09:01 Undanfarin ár hefur verið fjallað mikið um skort á hjúkrunarrýmum og þann gríðarlega þrýsting sem hann veldur á heilbrigðiskerfið og samfélagið í heild. Í grein sem ég skrifaði nýverið benti ég á að þúsund hjúkrunarrými vantaði þegar í gær – en nú vil ég beina kastljósinu að lausnum. Sjómannadagsráð (móðurfélag Hrafnistuheimilana) hefur bæði vilja og getu til að ráðast í uppbyggingu hjúkrunarheimilis sem myndi mæta hluta af þessum vanda, og við getum gert það hratt, vel og á hagkvæman hátt. Við höfum lengi unnið hörðum höndum að því að undirbúa frekari uppbyggingu á Hrafnistu í Hafnarfirði þar sem þegar er til staðar stórt hjúkrunarheimili, íbúðir aldraðra og fjölbreytt þjónusta. Nú erum við að verða klár með öll deiliskipulagsmál, og með framkvæmdum gætum við bætt við 125 hjúkrunarrýmum á tiltölulega stuttum tíma. Þetta svæði er kjörið til slíkrar uppbyggingar, enda hefur það þegar skapað öflugan samfélagslegan kjarna fyrir eldri borgara með öllu því sem fylgja þarf – góðri þjónustu og félagslífi. Helmingi minni kostnaður Við höfum áður sýnt fram á að við kunnum að byggja falleg og hagkvæm hjúkrunarheimili. Þegar við reistum Hrafnistu við Sléttuveg sýndum við ráðdeildarsemi í hönnun og framkvæmd og tókst að byggja heimili sem kostaði helmingi minna en sambærilegar opinberar framkvæmdir. Með þeirri reynslu og þekkingu sem við höfum aflað okkur vitum við að við getum byggt gott hjúkrunarheimili hratt og örugglega – en til þess þarf ríkið að koma að borðinu með leigusamning. Það er ekki nóg að byggja hjúkrunarheimili eitt og sér án þess að huga að stærra samhengi þjónustu við aldraða. Hjúkrunarheimili þarf að vera hluti af fjölbreyttum lífsgæðakjarna, eins og við sjáum á Sléttuvegi. Þar er ekki aðeins hjúkrunarheimili, heldur einnig dagþjónusta, endurhæfing, hentugar leiguíbúðir fyrir eldri borgara og þjónustumiðstöð full af lífi, viðburðum og félagslegri virkni. Þetta er leiðin sem skilar mestum lífsgæðum og bestri nýtingu fjármuna. Þúsund hjúkrunarrými vantaði í gær – en við getum byggt 125 þeirra. Nú er dauðafæri fyrir ríkið að snúa vörn í sókn með því að leggjast á sveif með Sjómannadagsráði. Til þess að við getum hafist handa þarf fyrst að semja um langtímaleigu á fasteignunum. Þeir samningar eru forsenda þess að við getum farið af stað með hönnun, undirbúning og framkvæmd. Hafa þarf hraðar hendur svo við getum mætt þessum brýna vanda án tafar. Höfundur er formaður Sjómannadagsráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjúkrunarheimili Eldri borgarar Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Undanfarin ár hefur verið fjallað mikið um skort á hjúkrunarrýmum og þann gríðarlega þrýsting sem hann veldur á heilbrigðiskerfið og samfélagið í heild. Í grein sem ég skrifaði nýverið benti ég á að þúsund hjúkrunarrými vantaði þegar í gær – en nú vil ég beina kastljósinu að lausnum. Sjómannadagsráð (móðurfélag Hrafnistuheimilana) hefur bæði vilja og getu til að ráðast í uppbyggingu hjúkrunarheimilis sem myndi mæta hluta af þessum vanda, og við getum gert það hratt, vel og á hagkvæman hátt. Við höfum lengi unnið hörðum höndum að því að undirbúa frekari uppbyggingu á Hrafnistu í Hafnarfirði þar sem þegar er til staðar stórt hjúkrunarheimili, íbúðir aldraðra og fjölbreytt þjónusta. Nú erum við að verða klár með öll deiliskipulagsmál, og með framkvæmdum gætum við bætt við 125 hjúkrunarrýmum á tiltölulega stuttum tíma. Þetta svæði er kjörið til slíkrar uppbyggingar, enda hefur það þegar skapað öflugan samfélagslegan kjarna fyrir eldri borgara með öllu því sem fylgja þarf – góðri þjónustu og félagslífi. Helmingi minni kostnaður Við höfum áður sýnt fram á að við kunnum að byggja falleg og hagkvæm hjúkrunarheimili. Þegar við reistum Hrafnistu við Sléttuveg sýndum við ráðdeildarsemi í hönnun og framkvæmd og tókst að byggja heimili sem kostaði helmingi minna en sambærilegar opinberar framkvæmdir. Með þeirri reynslu og þekkingu sem við höfum aflað okkur vitum við að við getum byggt gott hjúkrunarheimili hratt og örugglega – en til þess þarf ríkið að koma að borðinu með leigusamning. Það er ekki nóg að byggja hjúkrunarheimili eitt og sér án þess að huga að stærra samhengi þjónustu við aldraða. Hjúkrunarheimili þarf að vera hluti af fjölbreyttum lífsgæðakjarna, eins og við sjáum á Sléttuvegi. Þar er ekki aðeins hjúkrunarheimili, heldur einnig dagþjónusta, endurhæfing, hentugar leiguíbúðir fyrir eldri borgara og þjónustumiðstöð full af lífi, viðburðum og félagslegri virkni. Þetta er leiðin sem skilar mestum lífsgæðum og bestri nýtingu fjármuna. Þúsund hjúkrunarrými vantaði í gær – en við getum byggt 125 þeirra. Nú er dauðafæri fyrir ríkið að snúa vörn í sókn með því að leggjast á sveif með Sjómannadagsráði. Til þess að við getum hafist handa þarf fyrst að semja um langtímaleigu á fasteignunum. Þeir samningar eru forsenda þess að við getum farið af stað með hönnun, undirbúning og framkvæmd. Hafa þarf hraðar hendur svo við getum mætt þessum brýna vanda án tafar. Höfundur er formaður Sjómannadagsráðs.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun