Spennan gríðarleg þegar ein umferð er eftir Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. mars 2025 21:30 Grótta náði í stig á Ásvöllum. Vísir/Anton Brink Þegar ein umferð er eftir af deildarkeppni Olís-deildar karla í handbolta geta enn þrjú lið staðið uppi sem deildarmeistari. Á sama tíma er spennan gríðarleg á botni deildarinnar þó svo að Fjölnir sé fallið. Liðið sem endar í 11. sæti fer í umspil um að halda sæti sínu. Í Breiðholti vann ÍR gríðarlega mikilvægan sigur á Stjörnunni, lokatölur 34-32. Bernard Kristján Darkoh og Baldur Fritz Bjarnason fóru mikinn í liði ÍR og skoruðu 11 mörk hvor. Þá varði Ólafur Rafn Gíslason 18 skot í markinu. Hjá Stjörnunni skoraði Jón Ásgeir Eyjólfsson 7 mörk og Daði Bergmann Gunnarsson varði 16 skot í markinu. Sigur ÍR þýðir að liðið er komið með 13 stig í 10. sæti. Stjarnan er með 20 stig í 7. sæti. Á Ásvöllum gerðu Haukar og Grótta jafntefli, lokatölur 29-29. Skarphéðinn Ívar Einarsson var markahæstur í liði Hauka og Ágúst Ingi Óskarsson var markahæstur hjá Gróttu. Báðir skoruðu 9 mörk. Haukar eru sem stendur í 5. sæti með 25 stig á meðan Grótta er í 11. sæti með 11 stig. Afturelding tók á móti Fjölni í nágrannaslag þar sem heimamenn sýndu sínar bestu hliðar, lokatölur 34-20. Úrslitin þýða að Fjölnir er fallið. Liðið er með 8 stig í 12. sæti á meðan Afturelding er með 29 stig í 4. sæti. Árni Bragi Eyjólfsson var markahæstur í liði Aftureldingar með 7 mörk. Þar á eftir komu Hallur Arason og Blær Hinriksson með 5 mörk hvor. Í markinu vörðu Einar Baldvin Baldvinsson og Brynjar Vignir Sigurjónsson samtals 19 skot. Tómas Bragi Starrason og Gunnar Steinn Jónsson voru markahæstir hjá Fjölni með 4 mörk hvor. Bergur Bjartmarsson varði 13 skot í markinu. Í Kópavogi vann Valur átta marka útisigur á HK, lokatölur 25-33. Hjörtur Ingi Halldórsson var markahæstur hjá HK með 5 mörk á meðan Úlfar Páll Monsi Þórðarson, Magnús Óli Magnússon og Ísak Gústafsson skoruðu 4 mörk hver í liði Vals. Valur er sem stendur í 2. sæti með 32 stig á meðan HK er með 16 stig í 8. sæti. Á Akureyri voru Íslandsmeistarar FH í heimsókn hjá KA og fór það svo að gestirnir fóru með sigur af hólmi en naumur var hann, lokatölur 25-26. Dagur Árni Heimisson var markahæstur hjá KA með 7 mörk á meðan Jóhannes Berg Andrason skoraði 8 í liði FH. FH er á toppi deildarinnar með 33 stig á meðan KA er í 9. sæti með 13 stig. Handbolti Olís-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Fram - ÍBV 43-36 | Fín fyrirheit fyrir Fram Fram vann 43-36 gegn ÍBV í stórskemmtilegum leik, sem var jafn og spennandi framan af en leystist upp á lokamínútunum. Liðin sitja í þriðja og sjötta sæti deildarinnar og munu mætast í úrslitakeppninni ef ekkert breytist í lokaumferðinni sem verður spiluð í næstu viku. 19. mars 2025 21:00 Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Enski boltinn Fleiri fréttir Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Sjá meira
Í Breiðholti vann ÍR gríðarlega mikilvægan sigur á Stjörnunni, lokatölur 34-32. Bernard Kristján Darkoh og Baldur Fritz Bjarnason fóru mikinn í liði ÍR og skoruðu 11 mörk hvor. Þá varði Ólafur Rafn Gíslason 18 skot í markinu. Hjá Stjörnunni skoraði Jón Ásgeir Eyjólfsson 7 mörk og Daði Bergmann Gunnarsson varði 16 skot í markinu. Sigur ÍR þýðir að liðið er komið með 13 stig í 10. sæti. Stjarnan er með 20 stig í 7. sæti. Á Ásvöllum gerðu Haukar og Grótta jafntefli, lokatölur 29-29. Skarphéðinn Ívar Einarsson var markahæstur í liði Hauka og Ágúst Ingi Óskarsson var markahæstur hjá Gróttu. Báðir skoruðu 9 mörk. Haukar eru sem stendur í 5. sæti með 25 stig á meðan Grótta er í 11. sæti með 11 stig. Afturelding tók á móti Fjölni í nágrannaslag þar sem heimamenn sýndu sínar bestu hliðar, lokatölur 34-20. Úrslitin þýða að Fjölnir er fallið. Liðið er með 8 stig í 12. sæti á meðan Afturelding er með 29 stig í 4. sæti. Árni Bragi Eyjólfsson var markahæstur í liði Aftureldingar með 7 mörk. Þar á eftir komu Hallur Arason og Blær Hinriksson með 5 mörk hvor. Í markinu vörðu Einar Baldvin Baldvinsson og Brynjar Vignir Sigurjónsson samtals 19 skot. Tómas Bragi Starrason og Gunnar Steinn Jónsson voru markahæstir hjá Fjölni með 4 mörk hvor. Bergur Bjartmarsson varði 13 skot í markinu. Í Kópavogi vann Valur átta marka útisigur á HK, lokatölur 25-33. Hjörtur Ingi Halldórsson var markahæstur hjá HK með 5 mörk á meðan Úlfar Páll Monsi Þórðarson, Magnús Óli Magnússon og Ísak Gústafsson skoruðu 4 mörk hver í liði Vals. Valur er sem stendur í 2. sæti með 32 stig á meðan HK er með 16 stig í 8. sæti. Á Akureyri voru Íslandsmeistarar FH í heimsókn hjá KA og fór það svo að gestirnir fóru með sigur af hólmi en naumur var hann, lokatölur 25-26. Dagur Árni Heimisson var markahæstur hjá KA með 7 mörk á meðan Jóhannes Berg Andrason skoraði 8 í liði FH. FH er á toppi deildarinnar með 33 stig á meðan KA er í 9. sæti með 13 stig.
Handbolti Olís-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Fram - ÍBV 43-36 | Fín fyrirheit fyrir Fram Fram vann 43-36 gegn ÍBV í stórskemmtilegum leik, sem var jafn og spennandi framan af en leystist upp á lokamínútunum. Liðin sitja í þriðja og sjötta sæti deildarinnar og munu mætast í úrslitakeppninni ef ekkert breytist í lokaumferðinni sem verður spiluð í næstu viku. 19. mars 2025 21:00 Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Enski boltinn Fleiri fréttir Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Sjá meira
Leik lokið: Fram - ÍBV 43-36 | Fín fyrirheit fyrir Fram Fram vann 43-36 gegn ÍBV í stórskemmtilegum leik, sem var jafn og spennandi framan af en leystist upp á lokamínútunum. Liðin sitja í þriðja og sjötta sæti deildarinnar og munu mætast í úrslitakeppninni ef ekkert breytist í lokaumferðinni sem verður spiluð í næstu viku. 19. mars 2025 21:00