Orðið of erfitt að standa sig á öllum vígstöðvum Valur Páll Eiríksson skrifar 19. mars 2025 09:31 Leifur Andri Leifsson segir tímabært að fótboltinn víki fyrir öðru. Vísir/Sigurjón Leifur Andri Leifsson, oft kallaður herra HK, er hættur knattspyrnuiðkun eftir farsælan feril með uppeldisfélaginu. Félagið hefur spilað stóran sess í lífi hans en fjölskyldan fær nú forgang. „Ég átti bara mjög heiðarlegt samtal við Hemma [Hermann Hreiðarsson, þjálfara HK] núna fyrir nokkrum vikum síðan. Við ræddum framtíð klúbbsins og svona. Þetta blundaði vel í mér í desember og janúar en svo ákvað maður að taka slaginn. En svo gerði ég mér grein fyrir að það er kominn tími til að félagið standi á eigin fótum án mín. Maður hefur svolítið verið þarna eins og húsgagn,“ segir Leifur Andri sem tilkynnti í gær að knattspyrnuskórnir væru komnir upp í hillu. Húsgagn segir hann en vissulega hefur hann haldið tryggð við HK allan sinn feril og er leikjahæstur í sögu þess. Það er ekki að ástæðulausu sem hann er kallaður Herra HK. „Ég held ég hafi svo sem unnið mér það inn með því að halda tryggð við klúbbinn. Maður hefur náttúrulega spilað alla yngri flokkana og fylgt liðinu úr Fagralundi upp í Kórahverfi. Það er bara gaman en vonandi er einhver sem er til í að feta í þessi fótspor og mun bæta þetta einhvern tímann,“ segir Leifur Andri. Félagið breyst til hins betra Einhver verður þó biðin eftir því að leikjamet Leifs verði bætt. Hann er lang leikjahæstur í sögu HK með 403 leiki í öllum keppnum, deildarkeppni, bikar og deildabikar. Næstur á eftir Leifi er markvörðurinn Gunnleifur Gunnleifsson sem lék 199 keppnisleiki fyrir HK frá 2002 til 2009, tæplega helmingi færri. Leifur hefur lagt líf og sál í félagið. Hann fékk þetta væna glóðarauga í leik sumarið 2019.Aðsend Þá hefur margt breyst frá því að Leifur hóf að leika með meistaraflokki liðsins upp úr hruni, fyrir um 16 árum síðan. „Heldur betur. Við spiluðum í Fagralundi í 2. deild á einhverjum grasblett með enga stúku. Að vera komnir núna upp í Kór og þróunin er ennþá í gangi. Það á að byggja nýjan völl fyrir utan Kórinn og það eru rosalega spennandi tímar þarna fram undan. Ég hlakka til að fylgjast með því,“ segir Leifur. Fann loks rétta tímapunktinn Leifur hefur skoðað að hætta eftir síðustu tímabil en ávallt tekið slaginn, þá oft vegna manneklu í varnarlínu félagsins. Eftir að hafa eignast barn í fyrra, auk þess að sinna fullri vinnu samhliða boltanum öll sín ár, er hins vegar komið gott af boltanum. „Maður er búinn að vera í 100 prósent starfi með þessu gríðarlega lengi. Það er mjög erfitt að vera í fullri vinnu og sinna fótbolta eins vel og maður getur. Maður vill alltaf meira og meira, svo það er rosalega erfitt að ná því besta út úr sér á öllum stöðum. Svo er barn komið, og að ætla að vera ánægður með sig á öllum stöðum er svolítið krefjandi. Það er gott að geta kannski forgangsraðað aðeins öðruvísi núna,“ segir Leifur Andri. Fleira kemur fram í viðtali við Leif sem má sjá í heild í spilaranum að neðan. Klippa: Fann loks rétta tímapunktinn til að hætta HK Besta deild karla Lengjudeild karla Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Körfubolti Fleiri fréttir Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Sjá meira
„Ég átti bara mjög heiðarlegt samtal við Hemma [Hermann Hreiðarsson, þjálfara HK] núna fyrir nokkrum vikum síðan. Við ræddum framtíð klúbbsins og svona. Þetta blundaði vel í mér í desember og janúar en svo ákvað maður að taka slaginn. En svo gerði ég mér grein fyrir að það er kominn tími til að félagið standi á eigin fótum án mín. Maður hefur svolítið verið þarna eins og húsgagn,“ segir Leifur Andri sem tilkynnti í gær að knattspyrnuskórnir væru komnir upp í hillu. Húsgagn segir hann en vissulega hefur hann haldið tryggð við HK allan sinn feril og er leikjahæstur í sögu þess. Það er ekki að ástæðulausu sem hann er kallaður Herra HK. „Ég held ég hafi svo sem unnið mér það inn með því að halda tryggð við klúbbinn. Maður hefur náttúrulega spilað alla yngri flokkana og fylgt liðinu úr Fagralundi upp í Kórahverfi. Það er bara gaman en vonandi er einhver sem er til í að feta í þessi fótspor og mun bæta þetta einhvern tímann,“ segir Leifur Andri. Félagið breyst til hins betra Einhver verður þó biðin eftir því að leikjamet Leifs verði bætt. Hann er lang leikjahæstur í sögu HK með 403 leiki í öllum keppnum, deildarkeppni, bikar og deildabikar. Næstur á eftir Leifi er markvörðurinn Gunnleifur Gunnleifsson sem lék 199 keppnisleiki fyrir HK frá 2002 til 2009, tæplega helmingi færri. Leifur hefur lagt líf og sál í félagið. Hann fékk þetta væna glóðarauga í leik sumarið 2019.Aðsend Þá hefur margt breyst frá því að Leifur hóf að leika með meistaraflokki liðsins upp úr hruni, fyrir um 16 árum síðan. „Heldur betur. Við spiluðum í Fagralundi í 2. deild á einhverjum grasblett með enga stúku. Að vera komnir núna upp í Kór og þróunin er ennþá í gangi. Það á að byggja nýjan völl fyrir utan Kórinn og það eru rosalega spennandi tímar þarna fram undan. Ég hlakka til að fylgjast með því,“ segir Leifur. Fann loks rétta tímapunktinn Leifur hefur skoðað að hætta eftir síðustu tímabil en ávallt tekið slaginn, þá oft vegna manneklu í varnarlínu félagsins. Eftir að hafa eignast barn í fyrra, auk þess að sinna fullri vinnu samhliða boltanum öll sín ár, er hins vegar komið gott af boltanum. „Maður er búinn að vera í 100 prósent starfi með þessu gríðarlega lengi. Það er mjög erfitt að vera í fullri vinnu og sinna fótbolta eins vel og maður getur. Maður vill alltaf meira og meira, svo það er rosalega erfitt að ná því besta út úr sér á öllum stöðum. Svo er barn komið, og að ætla að vera ánægður með sig á öllum stöðum er svolítið krefjandi. Það er gott að geta kannski forgangsraðað aðeins öðruvísi núna,“ segir Leifur Andri. Fleira kemur fram í viðtali við Leif sem má sjá í heild í spilaranum að neðan. Klippa: Fann loks rétta tímapunktinn til að hætta
HK Besta deild karla Lengjudeild karla Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Körfubolti Fleiri fréttir Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Sjá meira