Einar kveður Guðmund og fer í „stærstu og bestu deild heims“ Sindri Sverrisson skrifar 18. mars 2025 15:06 Einar Þorsteinn Ólafsson í treyju Hamburg en hann mun skipta yfir ti félagsins í sumar. HSV Hamburg Landsliðsmaðurinn og varnarsérfræðingurinn Einar Þorsteinn Ólafsson hefur samið við þýska handknattleiksfélagið Hamburg um að koma í sumar frá danska félaginu Fredericia. Einar Þorsteinn kom til Fredericia frá Val árið 2022 en hefur ekki náð að festa sig í sessi þar og lýsti pabbi hans, Ólafur Stefánsson, yfir óánægju með þá meðhöndlun sem Einar hefði fengið hjá Guðmundi Guðmundssyni þjálfara liðsins. Sagði Ólafur að Einar þyrfti að finna sér nýtt félag með góðan þjálfara og ná sinni gleði aftur. Og nú er orðið ljóst að Einar fetar í fótspor pabba síns og fer í þýsku deildina í sumar en samningur hans við Hamburg gildir svo til ársins 2027. „Hamburg er fyrsta félagið mitt í Bundesligunni og ég hlakka mikið til því að Bundesligan er auðvitað stærsta og besta deild í heimi,“ segir Einar á heimasíðu Hamburg. Bitter bíður spenntur Einar hefur áður búið í Þýskalandi, í Mannheim, þegar pabbi hans lék með Rhein-Neckar Löwen og þessi 23 ára landsliðsmaður flytur í sumar reynslunni ríkari eftir dvölina í Danmörku. „Þessi ákvörðun var í raun auðveld fyrir mig. Ég vissi ekki hvernig ég átti að láta þegar umboðsmaðurinn sýndi mér tilboðið fyrst – þetta er einfaldlega svo stórt tækifæri. Það er stórt skref að fara í þýsku deildina og ég hlakka mjög mikið til. Ég er gríðarlega stoltur og spenntur að spila fyrir svona stórt félag í framtíðinni, og hver leikur mun hafa mikla þýðingu fyrir mig,“ segir Einar. Johannes Bitter, íþróttastjóri Hamburg og fyrrverandi landsliðsmarkvörður Þýskalands, er sömuleiðis spenntur fyrir komu Íslendingsins í sumar. „Með sína reynslu af að spila í Meistaradeild Evrópu og með íslenska landsliðinu þá kemur Einar með akkúrat það sem við viljum að borðinu. Hann er fjölhæfur varnarmaður sem er fljótur að sjá fyrir hvað gerist og hefur einstaka varnarhæfileika. Hann getur enn bætt líkamlega burði en allt í allt er hann mjög spennandi viðbót við okkar vörn,“ sagði Bitter. Þýski handboltinn Danski handboltinn Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Handbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Fleiri fréttir Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason „Mig kitlar svakalega í puttana“ Hættu við að dæma víti og Norðmenn unnu Spánverja EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Strákarnir hans Arons unnu risasigur Alfreð og hans menn með fullt hús stiga eftir hádramatík Óðinn á eitt flottasta mark EM Myndasyrpa: Allir kátir á æfingu í Malmö Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Gísli Þorgeir sá fjórði stoðsendingahæsti á EM „Ég er bara Króati á morgun“ Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar „Nú vitum við allavega að Danir eru mannlegir“ Donni þarf líka að fara í aðgerð „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Sjá meira
Einar Þorsteinn kom til Fredericia frá Val árið 2022 en hefur ekki náð að festa sig í sessi þar og lýsti pabbi hans, Ólafur Stefánsson, yfir óánægju með þá meðhöndlun sem Einar hefði fengið hjá Guðmundi Guðmundssyni þjálfara liðsins. Sagði Ólafur að Einar þyrfti að finna sér nýtt félag með góðan þjálfara og ná sinni gleði aftur. Og nú er orðið ljóst að Einar fetar í fótspor pabba síns og fer í þýsku deildina í sumar en samningur hans við Hamburg gildir svo til ársins 2027. „Hamburg er fyrsta félagið mitt í Bundesligunni og ég hlakka mikið til því að Bundesligan er auðvitað stærsta og besta deild í heimi,“ segir Einar á heimasíðu Hamburg. Bitter bíður spenntur Einar hefur áður búið í Þýskalandi, í Mannheim, þegar pabbi hans lék með Rhein-Neckar Löwen og þessi 23 ára landsliðsmaður flytur í sumar reynslunni ríkari eftir dvölina í Danmörku. „Þessi ákvörðun var í raun auðveld fyrir mig. Ég vissi ekki hvernig ég átti að láta þegar umboðsmaðurinn sýndi mér tilboðið fyrst – þetta er einfaldlega svo stórt tækifæri. Það er stórt skref að fara í þýsku deildina og ég hlakka mjög mikið til. Ég er gríðarlega stoltur og spenntur að spila fyrir svona stórt félag í framtíðinni, og hver leikur mun hafa mikla þýðingu fyrir mig,“ segir Einar. Johannes Bitter, íþróttastjóri Hamburg og fyrrverandi landsliðsmarkvörður Þýskalands, er sömuleiðis spenntur fyrir komu Íslendingsins í sumar. „Með sína reynslu af að spila í Meistaradeild Evrópu og með íslenska landsliðinu þá kemur Einar með akkúrat það sem við viljum að borðinu. Hann er fjölhæfur varnarmaður sem er fljótur að sjá fyrir hvað gerist og hefur einstaka varnarhæfileika. Hann getur enn bætt líkamlega burði en allt í allt er hann mjög spennandi viðbót við okkar vörn,“ sagði Bitter.
Þýski handboltinn Danski handboltinn Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Handbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Fleiri fréttir Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason „Mig kitlar svakalega í puttana“ Hættu við að dæma víti og Norðmenn unnu Spánverja EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Strákarnir hans Arons unnu risasigur Alfreð og hans menn með fullt hús stiga eftir hádramatík Óðinn á eitt flottasta mark EM Myndasyrpa: Allir kátir á æfingu í Malmö Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Gísli Þorgeir sá fjórði stoðsendingahæsti á EM „Ég er bara Króati á morgun“ Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar „Nú vitum við allavega að Danir eru mannlegir“ Donni þarf líka að fara í aðgerð „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Sjá meira