„Er annað hvort sögð vera vélmenni eða móðursjúk“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. mars 2025 10:32 Iga Swiatek hefur unnið fimm risamót á ferlinum, þar af Opna franska meistaramótið fimm sinnum. getty/CLIVE BRUNSKILL Pólska tenniskonan Iga Swiatek furðar sig á umfjölluninni um sig eftir atvik á Indian Wells mótinu. Hún segist annað hvort vera sögð vélræn eða móðursjúk. Swiatek, sem er í 2. sæti heimslistans, var harðlega gagnrýnd fyrir að slá bolta í átt að boltastrák í viðureigninni gegn Mirru Andreevu í undanúrslitum Indian Wells. Boltinn skoppaði nálægt stráknum og endaði uppi í stúku. Í færslu á samfélagsmiðlum segist Swiatek sjá eftir þessu og segir að hún hafi beðið strákinn afsökunar. En hún er ekki sátt við viðbrögðin sem hún hefur fengið eftir uppákomuna. „Ég hef séð marga leikmenn slá bolta í pirringi og sannast sagna bjóst ég ekki við svona hörðum viðbrögðum. Að vinna í sjálfum er ekki eitthvað sem tekst einu sinni og þarf ekki hugsa um aftur. Stundum tökum við tvö skref fram á við og eitt til baka,“ skrifaði Swiatek. „Þegar ég er mjög einbeitt og sýni ekki miklar tilfinningar á vellinum er ég kölluð vélmenni og viðhorf mitt sagt ómanneskjulegt. Núna þegar ég sýni meiri tilfinningar er ég skyndilega sögð óþroskuð og móðursjúk. Það er ekki heilbrigt, sérstaklega þegar horft er til þess að fyrir aðeins hálfu ári fannst mér ferilinn minn hanga á bláþræði. Ég grét daglega í þrjár vikur og vildi ekki fara út á völl. Í dag, eftir allt sem ég hef gengið í gegnum, er ég enn að vinna úr þessu og sætta mig við þessa reynslu.“ Swiatek féll á lyfjaprófi í ágúst síðastliðnum, þegar hún var efst á heimslistanum. Hjartalyfið TMZ fannst í sýni hennar. Swiatek missti af þremur mótum á meðan hún var í banni en seinna var fallist á skýringu hennar að hún hefði ekki innbyrt lyfið viljandi. Tennis Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Foden í stuði gegn Dortmund Fótbolti Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars „Hann plataði mig algerlega“ Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Sjá meira
Swiatek, sem er í 2. sæti heimslistans, var harðlega gagnrýnd fyrir að slá bolta í átt að boltastrák í viðureigninni gegn Mirru Andreevu í undanúrslitum Indian Wells. Boltinn skoppaði nálægt stráknum og endaði uppi í stúku. Í færslu á samfélagsmiðlum segist Swiatek sjá eftir þessu og segir að hún hafi beðið strákinn afsökunar. En hún er ekki sátt við viðbrögðin sem hún hefur fengið eftir uppákomuna. „Ég hef séð marga leikmenn slá bolta í pirringi og sannast sagna bjóst ég ekki við svona hörðum viðbrögðum. Að vinna í sjálfum er ekki eitthvað sem tekst einu sinni og þarf ekki hugsa um aftur. Stundum tökum við tvö skref fram á við og eitt til baka,“ skrifaði Swiatek. „Þegar ég er mjög einbeitt og sýni ekki miklar tilfinningar á vellinum er ég kölluð vélmenni og viðhorf mitt sagt ómanneskjulegt. Núna þegar ég sýni meiri tilfinningar er ég skyndilega sögð óþroskuð og móðursjúk. Það er ekki heilbrigt, sérstaklega þegar horft er til þess að fyrir aðeins hálfu ári fannst mér ferilinn minn hanga á bláþræði. Ég grét daglega í þrjár vikur og vildi ekki fara út á völl. Í dag, eftir allt sem ég hef gengið í gegnum, er ég enn að vinna úr þessu og sætta mig við þessa reynslu.“ Swiatek féll á lyfjaprófi í ágúst síðastliðnum, þegar hún var efst á heimslistanum. Hjartalyfið TMZ fannst í sýni hennar. Swiatek missti af þremur mótum á meðan hún var í banni en seinna var fallist á skýringu hennar að hún hefði ekki innbyrt lyfið viljandi.
Tennis Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Foden í stuði gegn Dortmund Fótbolti Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars „Hann plataði mig algerlega“ Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Sjá meira