Bátaskýlinu fylgir risastórt einbýlishús Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 17. mars 2025 14:52 Það kemur á óvart hvað húsið er stórt að sögn Vilhjálms. VB Eignir „Hef fengið í einkasölu 28 fermetra steypt bátaskýli sem stendur á einstaklega vel staðsettri sjávarlóð,“ skrifar hnyttni fasteignasalinn Vilhjálmur Bjarnason í fasteignaauglýsingu á fasteignavef Vísis þar sem hann tekur fram að með bátaskýlinu fylgi 356,2 fermetra einbýlishús á tveimur hæðum. Vilhjálmur segir í samtali við Vísi að eftir þrjá áratugi í starfi hafi hann fyrir löngu gert sér grein fyrir mikilvægi þess að geta haft gaman af hlutunum og brjóta hina hefðbundnu fasteignaauglýsingu upp. Vilhjálmur er fasteignasali hjá VB Eignum og hefur nú umrætt einbýlishús á Sunnubraut 29 á Kársnesi í Kópavogi á sölu. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Vilhjálmur vekur athygli fyrir hnyttnar fasteignaauglýsingar en árið 2017 auglýsti hann sumarbústað Antons flugstjóra til sölu. Sumarbústaðurinn kom við sögu í kvikmyndinni Stella í orlofi frá 1986 og nýtti Vilhjálmur sér það að sjálfsögðu við skrif á lýsingu eignarinnar. Húsið er á besta stað í Kópavoginum. Fasteignakaup byggja á tilfinningum „Það vekur alltaf athygli þegar maður setur hlutina upp á skemmtilegan hátt. Þetta brýtur upp hversdagsleikann og þetta er náttúrulega sérstök lóð þarna í Kópavoginum, þetta er sjávarlóð með ofboðslegu útsýni og enga störukeppni við Arnarnesið því húsið stendur svo utarlega á Kársnesinu og því engin hús hinumegin,“ útskýrir Vilhjálmur. Þá sé húsið sjálft einstaklega stórt, það stórt að það komi óvart. „Það eru ekki mörg hús svona stór, 384 fermetrar. Þetta er svakaleg stærð og húsið leynir á sér, það sést ekki á húsinu hvað það er ofboðslega stórt.“ Vilhjálmur bendir á að það sé mikil rómantík fólgin í því að vera með slíkan aðgang að sjó og bátaskýli úti í garði. „Þú getur rennt þér niður að sjónum með bátinn, svo bara út á sjó og veitt þér fisk í soðið og svo aftur heim. Eða gripið í kajakinn og skellt þér í sjósund.“ Hann segist ekki alltaf grípa í svo skemmtilegar lýsingar, það fari eftir því um hvaða eign sé að ræða. „Ég hef verið í fasteignasölunni í einhver 32 eða 33 ár, ég kann eiginlega ekkert annað. Það er gaman að þessu, og að reyna að ná fram hughrifum hjá fólki, því að kaupa sér fasteign er í rauninni bara tilfinning, frekar en eitthvað sem hægt væri að segja að væri rökfræði eða eitthvað svoleiðis. Þú ert að kaupa þér heimili og þá skipta fyrstu hughrifin öllu máli.“ Lesa má nánar um bátaskýlið, húsið og lóðina á fasteignavef Vísis. VB Eignir VB Eignir VB Eignir VB Eignir VB Eignir Hús og heimili Fasteignamarkaður Kópavogur Mest lesið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur „Ma & pa í apríl“ Lífið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Fleiri fréttir Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Sjá meira
Vilhjálmur segir í samtali við Vísi að eftir þrjá áratugi í starfi hafi hann fyrir löngu gert sér grein fyrir mikilvægi þess að geta haft gaman af hlutunum og brjóta hina hefðbundnu fasteignaauglýsingu upp. Vilhjálmur er fasteignasali hjá VB Eignum og hefur nú umrætt einbýlishús á Sunnubraut 29 á Kársnesi í Kópavogi á sölu. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Vilhjálmur vekur athygli fyrir hnyttnar fasteignaauglýsingar en árið 2017 auglýsti hann sumarbústað Antons flugstjóra til sölu. Sumarbústaðurinn kom við sögu í kvikmyndinni Stella í orlofi frá 1986 og nýtti Vilhjálmur sér það að sjálfsögðu við skrif á lýsingu eignarinnar. Húsið er á besta stað í Kópavoginum. Fasteignakaup byggja á tilfinningum „Það vekur alltaf athygli þegar maður setur hlutina upp á skemmtilegan hátt. Þetta brýtur upp hversdagsleikann og þetta er náttúrulega sérstök lóð þarna í Kópavoginum, þetta er sjávarlóð með ofboðslegu útsýni og enga störukeppni við Arnarnesið því húsið stendur svo utarlega á Kársnesinu og því engin hús hinumegin,“ útskýrir Vilhjálmur. Þá sé húsið sjálft einstaklega stórt, það stórt að það komi óvart. „Það eru ekki mörg hús svona stór, 384 fermetrar. Þetta er svakaleg stærð og húsið leynir á sér, það sést ekki á húsinu hvað það er ofboðslega stórt.“ Vilhjálmur bendir á að það sé mikil rómantík fólgin í því að vera með slíkan aðgang að sjó og bátaskýli úti í garði. „Þú getur rennt þér niður að sjónum með bátinn, svo bara út á sjó og veitt þér fisk í soðið og svo aftur heim. Eða gripið í kajakinn og skellt þér í sjósund.“ Hann segist ekki alltaf grípa í svo skemmtilegar lýsingar, það fari eftir því um hvaða eign sé að ræða. „Ég hef verið í fasteignasölunni í einhver 32 eða 33 ár, ég kann eiginlega ekkert annað. Það er gaman að þessu, og að reyna að ná fram hughrifum hjá fólki, því að kaupa sér fasteign er í rauninni bara tilfinning, frekar en eitthvað sem hægt væri að segja að væri rökfræði eða eitthvað svoleiðis. Þú ert að kaupa þér heimili og þá skipta fyrstu hughrifin öllu máli.“ Lesa má nánar um bátaskýlið, húsið og lóðina á fasteignavef Vísis. VB Eignir VB Eignir VB Eignir VB Eignir VB Eignir
Hús og heimili Fasteignamarkaður Kópavogur Mest lesið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur „Ma & pa í apríl“ Lífið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Fleiri fréttir Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Sjá meira