Ólíkar meiningar um valdsvið Trump og dómstóla Hólmfríður Gísladóttir skrifar 17. mars 2025 09:02 Mennirnir eru nú í haldi í fangelsi fyrir hryðjuverkamenn í El Salvador. AP/Forsetaskrifstofa El Salvador Áhyggjur manna af árekstrum milli Donald Trump Bandaríkjaforseta og dómstóla virðast vera að raungerast en Karoline Leavitt, fjölmiðlafulltrúi Trump, sagði í yfirlýsingu í gær að dómstólar hefðu ekki vald til að skipta sér af aðgerðum forsetans í utanríkismálum. Þá sagði hún Trump í fullum rétti að reka „erlenda óvini“ úr landi. Tilefni ummælanna er umfjöllun um brottflutning hundruða ólöglegra innflytjenda til El Salvador, sem dómari hafði dæmt ólögmætan. Fyrirskipaði hann að snúa ætti fólkinu við, ef það væri farið úr landi. „Einn dómari í einni borg getur ekki stjórnað ferðum flugmóðurskips með erlenda hryðjuverkamenn innanborðs sem hefur verið vísað frá Bandaríkjunum,“ sagði Leavitt. Ekki er vitað hvers vegna hún talar um flugmóðurskip þar sem allt bendir til þess að mönnunum hafi verið flogið úr landi. Trump gaf út forsetatilskipun á föstudag um handtöku og brottvísun meintra meðlima Tren de Aragua gengisins og réttlæti aðgerðina með því að vísa til laga frá 1798, sem heimila brottflutning fólks frá ríkjum sem eru í stríði við Bandaríkin. Today, the first 238 members of the Venezuelan criminal organization, Tren de Aragua, arrived in our country. They were immediately transferred to CECOT, the Terrorism Confinement Center, for a period of one year (renewable).The United States will pay a very low fee for them,… pic.twitter.com/tfsi8cgpD6— Nayib Bukele (@nayibbukele) March 16, 2025 Lögunum hefur verið beitt þrisvar sinnum, árið 1812 og í báðum heimstyrjöldunum, þá helst gegn Bandaríkjamönnum af japönskum uppruna. Dómarinn James E. Boasberg í Washington sagði alríkislög hins vegar ekki heimila aðgerðir forsetans. Ekki hefur fengist staðfest hvenær vélarnar lentu í El Salvador og því ómögulegt að slá því föstu hvort stjórnvöld brutu gegn fyrirmælum dómarans um að snúa þeim við. Leavitt staðfesti hins vegar að fólkið hefði verið komið út úr Bandaríkjunum þegar dómarinn gaf fyrirmælin. Forseti El Salvador, Nayib Bukele, hefur birt myndskeið þar sem menn eru leiddir úr flugvél og í fangelsi. Þá sést þegar höfuð þeirra eru rökuð. Stjórnvöld í El Salvador hafa samþykkt að taka á móti og hýsa gengjameðlimi sem Bandaríkjamenn vilja losna við, gegn greiðslu. New York Times fjallar ítarlega um málið. Bandaríkin El Salvador Venesúela Donald Trump Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Fleiri fréttir Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Sjá meira
Þá sagði hún Trump í fullum rétti að reka „erlenda óvini“ úr landi. Tilefni ummælanna er umfjöllun um brottflutning hundruða ólöglegra innflytjenda til El Salvador, sem dómari hafði dæmt ólögmætan. Fyrirskipaði hann að snúa ætti fólkinu við, ef það væri farið úr landi. „Einn dómari í einni borg getur ekki stjórnað ferðum flugmóðurskips með erlenda hryðjuverkamenn innanborðs sem hefur verið vísað frá Bandaríkjunum,“ sagði Leavitt. Ekki er vitað hvers vegna hún talar um flugmóðurskip þar sem allt bendir til þess að mönnunum hafi verið flogið úr landi. Trump gaf út forsetatilskipun á föstudag um handtöku og brottvísun meintra meðlima Tren de Aragua gengisins og réttlæti aðgerðina með því að vísa til laga frá 1798, sem heimila brottflutning fólks frá ríkjum sem eru í stríði við Bandaríkin. Today, the first 238 members of the Venezuelan criminal organization, Tren de Aragua, arrived in our country. They were immediately transferred to CECOT, the Terrorism Confinement Center, for a period of one year (renewable).The United States will pay a very low fee for them,… pic.twitter.com/tfsi8cgpD6— Nayib Bukele (@nayibbukele) March 16, 2025 Lögunum hefur verið beitt þrisvar sinnum, árið 1812 og í báðum heimstyrjöldunum, þá helst gegn Bandaríkjamönnum af japönskum uppruna. Dómarinn James E. Boasberg í Washington sagði alríkislög hins vegar ekki heimila aðgerðir forsetans. Ekki hefur fengist staðfest hvenær vélarnar lentu í El Salvador og því ómögulegt að slá því föstu hvort stjórnvöld brutu gegn fyrirmælum dómarans um að snúa þeim við. Leavitt staðfesti hins vegar að fólkið hefði verið komið út úr Bandaríkjunum þegar dómarinn gaf fyrirmælin. Forseti El Salvador, Nayib Bukele, hefur birt myndskeið þar sem menn eru leiddir úr flugvél og í fangelsi. Þá sést þegar höfuð þeirra eru rökuð. Stjórnvöld í El Salvador hafa samþykkt að taka á móti og hýsa gengjameðlimi sem Bandaríkjamenn vilja losna við, gegn greiðslu. New York Times fjallar ítarlega um málið.
Bandaríkin El Salvador Venesúela Donald Trump Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Fleiri fréttir Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Sjá meira