Ólíkar meiningar um valdsvið Trump og dómstóla Hólmfríður Gísladóttir skrifar 17. mars 2025 09:02 Mennirnir eru nú í haldi í fangelsi fyrir hryðjuverkamenn í El Salvador. AP/Forsetaskrifstofa El Salvador Áhyggjur manna af árekstrum milli Donald Trump Bandaríkjaforseta og dómstóla virðast vera að raungerast en Karoline Leavitt, fjölmiðlafulltrúi Trump, sagði í yfirlýsingu í gær að dómstólar hefðu ekki vald til að skipta sér af aðgerðum forsetans í utanríkismálum. Þá sagði hún Trump í fullum rétti að reka „erlenda óvini“ úr landi. Tilefni ummælanna er umfjöllun um brottflutning hundruða ólöglegra innflytjenda til El Salvador, sem dómari hafði dæmt ólögmætan. Fyrirskipaði hann að snúa ætti fólkinu við, ef það væri farið úr landi. „Einn dómari í einni borg getur ekki stjórnað ferðum flugmóðurskips með erlenda hryðjuverkamenn innanborðs sem hefur verið vísað frá Bandaríkjunum,“ sagði Leavitt. Ekki er vitað hvers vegna hún talar um flugmóðurskip þar sem allt bendir til þess að mönnunum hafi verið flogið úr landi. Trump gaf út forsetatilskipun á föstudag um handtöku og brottvísun meintra meðlima Tren de Aragua gengisins og réttlæti aðgerðina með því að vísa til laga frá 1798, sem heimila brottflutning fólks frá ríkjum sem eru í stríði við Bandaríkin. Today, the first 238 members of the Venezuelan criminal organization, Tren de Aragua, arrived in our country. They were immediately transferred to CECOT, the Terrorism Confinement Center, for a period of one year (renewable).The United States will pay a very low fee for them,… pic.twitter.com/tfsi8cgpD6— Nayib Bukele (@nayibbukele) March 16, 2025 Lögunum hefur verið beitt þrisvar sinnum, árið 1812 og í báðum heimstyrjöldunum, þá helst gegn Bandaríkjamönnum af japönskum uppruna. Dómarinn James E. Boasberg í Washington sagði alríkislög hins vegar ekki heimila aðgerðir forsetans. Ekki hefur fengist staðfest hvenær vélarnar lentu í El Salvador og því ómögulegt að slá því föstu hvort stjórnvöld brutu gegn fyrirmælum dómarans um að snúa þeim við. Leavitt staðfesti hins vegar að fólkið hefði verið komið út úr Bandaríkjunum þegar dómarinn gaf fyrirmælin. Forseti El Salvador, Nayib Bukele, hefur birt myndskeið þar sem menn eru leiddir úr flugvél og í fangelsi. Þá sést þegar höfuð þeirra eru rökuð. Stjórnvöld í El Salvador hafa samþykkt að taka á móti og hýsa gengjameðlimi sem Bandaríkjamenn vilja losna við, gegn greiðslu. New York Times fjallar ítarlega um málið. Bandaríkin El Salvador Venesúela Donald Trump Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Erlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Vilja ekki feita innflytjendur Erlent Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Innlent Fleiri fréttir „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sjá meira
Þá sagði hún Trump í fullum rétti að reka „erlenda óvini“ úr landi. Tilefni ummælanna er umfjöllun um brottflutning hundruða ólöglegra innflytjenda til El Salvador, sem dómari hafði dæmt ólögmætan. Fyrirskipaði hann að snúa ætti fólkinu við, ef það væri farið úr landi. „Einn dómari í einni borg getur ekki stjórnað ferðum flugmóðurskips með erlenda hryðjuverkamenn innanborðs sem hefur verið vísað frá Bandaríkjunum,“ sagði Leavitt. Ekki er vitað hvers vegna hún talar um flugmóðurskip þar sem allt bendir til þess að mönnunum hafi verið flogið úr landi. Trump gaf út forsetatilskipun á föstudag um handtöku og brottvísun meintra meðlima Tren de Aragua gengisins og réttlæti aðgerðina með því að vísa til laga frá 1798, sem heimila brottflutning fólks frá ríkjum sem eru í stríði við Bandaríkin. Today, the first 238 members of the Venezuelan criminal organization, Tren de Aragua, arrived in our country. They were immediately transferred to CECOT, the Terrorism Confinement Center, for a period of one year (renewable).The United States will pay a very low fee for them,… pic.twitter.com/tfsi8cgpD6— Nayib Bukele (@nayibbukele) March 16, 2025 Lögunum hefur verið beitt þrisvar sinnum, árið 1812 og í báðum heimstyrjöldunum, þá helst gegn Bandaríkjamönnum af japönskum uppruna. Dómarinn James E. Boasberg í Washington sagði alríkislög hins vegar ekki heimila aðgerðir forsetans. Ekki hefur fengist staðfest hvenær vélarnar lentu í El Salvador og því ómögulegt að slá því föstu hvort stjórnvöld brutu gegn fyrirmælum dómarans um að snúa þeim við. Leavitt staðfesti hins vegar að fólkið hefði verið komið út úr Bandaríkjunum þegar dómarinn gaf fyrirmælin. Forseti El Salvador, Nayib Bukele, hefur birt myndskeið þar sem menn eru leiddir úr flugvél og í fangelsi. Þá sést þegar höfuð þeirra eru rökuð. Stjórnvöld í El Salvador hafa samþykkt að taka á móti og hýsa gengjameðlimi sem Bandaríkjamenn vilja losna við, gegn greiðslu. New York Times fjallar ítarlega um málið.
Bandaríkin El Salvador Venesúela Donald Trump Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Erlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Vilja ekki feita innflytjendur Erlent Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Innlent Fleiri fréttir „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sjá meira