Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Samúel Karl Ólason skrifar 16. mars 2025 14:35 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AP Bandarískur alríkisdómari meinaði í gærkvöldi Donald Trump, forseta, að nota lög frá lokum átjándu aldar til að gera auðveldara að flytja farand- og flóttafólk úr landi. Skipaði hann ríkisstjórn Trumps að snúa við flugvélum með fólki sem verið var að flytja úr landi. Umrædd lög eru frá 1798 en Trump skrifaði undir tilskipun á föstudaginn um að beita þeim og sérstaklega gegn farandfólki frá Venesúela. Ríkisstjórnin opinberaði þó ekki ákvörðunina fyrr en í gær, eftir að hjálparsamtök höfðuðu mál gegn ríkisstjórninni vegna skipunarinnar. Samkvæmt lögunum getur forseti farið fram hjá hefðbundnum dómsferlum og vísað öllum sem eru fjórtán ára og eldri frá ríkjum sem skilgreind eru „óvinveitt“ úr landi án mikillar fyrirhafnar. Í yfirlýsingunni sagði Trump fólkið frá Venesúela ógna Bandaríkjunum og vísaði til Tren de Aragua, alræmds glæpagengis frá landinu. Sagði hann gengið eiga í óhefðbundnum hernaði við Bandaríkin, fyrir hönd Nicolas Maduro, einræðisherra Venesúela. Ríkisstjórn Trumps hefur komist að samkomulagi við yfirvöld í El Salvador um að taka á móti um þrjú hundruð meintum meðlimum Tren de Araga og halda þeim í fangelsi, fyrir um sex milljónir á ári. Þetta er í fyrsta sinn frá tímum seinni heimsstyrjaldarinnar sem lögunum frá 1798 hefur verið beitt. Þá var þeim beitt gegn fólki sem átti rætur að rekja til Þýskalands, Austurríkis, Japan og Ítalíu. Þau voru notuð til að halda rúmlega hundrað þúsund manns af japönskum uppruna í fangabúðum. Lögunum hefur einungis þrisvar sinnum verið beitt og alltaf á stríðstímum. Nokkrum klukkustundum síðar komst áðurnefndur alríkisdómari að þetta mætti Trump ekki gera og skipaði hann ríkisstjórninni að flytja þá sem verið var að flytja úr landi aftur til Bandaríkjanna. Washington Post segir úrskurði dómarans fljótt hafa verið áfrýjað. Dómsmálaráðuneytið segir úrskurðinn vera „hættulegan átroðning“ inn á valdsvið forsetans og rétt hans til að vísa hættulegu fólki sem ógni öryggi Bandaríkjamanna úr landi. Vilja bola dómurum á brott Dómarar hafa ítrekað staðið í vegi Trumps frá því hann tók við embætti í janúar en þar sem Repúblikanar stjórna báðum deildum þingsins hefur mótspyrnan þaðan verið engin. Samhliða þessu hafa talsmenn Trumps og ráðgjafar farið sífellt harðari orðum um bandaríska dómara. Ítrekað hafa þeir ekki eingöngu sagt dómarana hafa rangt fyrir sér heldur gefið í skyn og sagt með berum orðum að dómarar séu sjálfir að brjóta lög með því að úrskurða á þann veg að Trump sé að fara gegn lögum. Eins og farið er yfir í grein Wall Steet Journal hafa Trump-liðar ítrekað sakað dómara um að reyna að hrifsa völd af Trump en enginn hefur gengið lengra í þeim efnum en Elon Musk, auðjöfurinn og náinn bandamaður Trumps. Hann hefur meðal annars haldið því fram að aðgerðir dómara sem úrskurðað hafa gegn Trump séu að grafa undan lýðræðinu. Að dómstólar séu að taka sér einræðisvald og að nauðsynlegt sé að bola þessum dómurum úr starfi. Fleiri hótanir Árásir þessar hafa ekki eingöngu beinst að dómurum sem skipaðir voru í embætti af forsetum úr Demókrataflokknum heldur einnig að dómurum sem skipaðir voru af Repúblikönum. Trump hefur gengið hart og mjög hratt fram í störfum sínum og látið verulega reyna á takmarkanir á valdi forsetaembættisins. Dómskerfinu hefur gengið illa að halda í við hraðann og nú þegar eru fleiri en hundrað mál sem hafa verið höfðuð vegna aðgerða hans í meðferð innan dómskerfisins. Þeir sem höfða málin hafa í meira mæli farið fram á það í upphafi mála að dómarar setji tímabundið lögbann á Trump vegna málanna, á þeim grundvelli að hann geti í raun gert það sem hann ætlar sér áður en málaferlunum lýkur, enda getur það tekið einhverja mánuði eða jafnvel ár. Í grein WSJ er haft eftir dómurum að þeir taki áðurnefnd ummæli og hótanir sem fylgi þeim iðulega eftir alvarlega. Þeir segja hótunum og ógnunum hafa fjölgað töluvert á undanförnum árum. Bandaríkin Donald Trump Venesúela Flóttamenn El Salvador Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Fleiri fréttir Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Sjá meira
Umrædd lög eru frá 1798 en Trump skrifaði undir tilskipun á föstudaginn um að beita þeim og sérstaklega gegn farandfólki frá Venesúela. Ríkisstjórnin opinberaði þó ekki ákvörðunina fyrr en í gær, eftir að hjálparsamtök höfðuðu mál gegn ríkisstjórninni vegna skipunarinnar. Samkvæmt lögunum getur forseti farið fram hjá hefðbundnum dómsferlum og vísað öllum sem eru fjórtán ára og eldri frá ríkjum sem skilgreind eru „óvinveitt“ úr landi án mikillar fyrirhafnar. Í yfirlýsingunni sagði Trump fólkið frá Venesúela ógna Bandaríkjunum og vísaði til Tren de Aragua, alræmds glæpagengis frá landinu. Sagði hann gengið eiga í óhefðbundnum hernaði við Bandaríkin, fyrir hönd Nicolas Maduro, einræðisherra Venesúela. Ríkisstjórn Trumps hefur komist að samkomulagi við yfirvöld í El Salvador um að taka á móti um þrjú hundruð meintum meðlimum Tren de Araga og halda þeim í fangelsi, fyrir um sex milljónir á ári. Þetta er í fyrsta sinn frá tímum seinni heimsstyrjaldarinnar sem lögunum frá 1798 hefur verið beitt. Þá var þeim beitt gegn fólki sem átti rætur að rekja til Þýskalands, Austurríkis, Japan og Ítalíu. Þau voru notuð til að halda rúmlega hundrað þúsund manns af japönskum uppruna í fangabúðum. Lögunum hefur einungis þrisvar sinnum verið beitt og alltaf á stríðstímum. Nokkrum klukkustundum síðar komst áðurnefndur alríkisdómari að þetta mætti Trump ekki gera og skipaði hann ríkisstjórninni að flytja þá sem verið var að flytja úr landi aftur til Bandaríkjanna. Washington Post segir úrskurði dómarans fljótt hafa verið áfrýjað. Dómsmálaráðuneytið segir úrskurðinn vera „hættulegan átroðning“ inn á valdsvið forsetans og rétt hans til að vísa hættulegu fólki sem ógni öryggi Bandaríkjamanna úr landi. Vilja bola dómurum á brott Dómarar hafa ítrekað staðið í vegi Trumps frá því hann tók við embætti í janúar en þar sem Repúblikanar stjórna báðum deildum þingsins hefur mótspyrnan þaðan verið engin. Samhliða þessu hafa talsmenn Trumps og ráðgjafar farið sífellt harðari orðum um bandaríska dómara. Ítrekað hafa þeir ekki eingöngu sagt dómarana hafa rangt fyrir sér heldur gefið í skyn og sagt með berum orðum að dómarar séu sjálfir að brjóta lög með því að úrskurða á þann veg að Trump sé að fara gegn lögum. Eins og farið er yfir í grein Wall Steet Journal hafa Trump-liðar ítrekað sakað dómara um að reyna að hrifsa völd af Trump en enginn hefur gengið lengra í þeim efnum en Elon Musk, auðjöfurinn og náinn bandamaður Trumps. Hann hefur meðal annars haldið því fram að aðgerðir dómara sem úrskurðað hafa gegn Trump séu að grafa undan lýðræðinu. Að dómstólar séu að taka sér einræðisvald og að nauðsynlegt sé að bola þessum dómurum úr starfi. Fleiri hótanir Árásir þessar hafa ekki eingöngu beinst að dómurum sem skipaðir voru í embætti af forsetum úr Demókrataflokknum heldur einnig að dómurum sem skipaðir voru af Repúblikönum. Trump hefur gengið hart og mjög hratt fram í störfum sínum og látið verulega reyna á takmarkanir á valdi forsetaembættisins. Dómskerfinu hefur gengið illa að halda í við hraðann og nú þegar eru fleiri en hundrað mál sem hafa verið höfðuð vegna aðgerða hans í meðferð innan dómskerfisins. Þeir sem höfða málin hafa í meira mæli farið fram á það í upphafi mála að dómarar setji tímabundið lögbann á Trump vegna málanna, á þeim grundvelli að hann geti í raun gert það sem hann ætlar sér áður en málaferlunum lýkur, enda getur það tekið einhverja mánuði eða jafnvel ár. Í grein WSJ er haft eftir dómurum að þeir taki áðurnefnd ummæli og hótanir sem fylgi þeim iðulega eftir alvarlega. Þeir segja hótunum og ógnunum hafa fjölgað töluvert á undanförnum árum.
Bandaríkin Donald Trump Venesúela Flóttamenn El Salvador Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Fleiri fréttir Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Sjá meira