Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Samúel Karl Ólason skrifar 16. mars 2025 07:44 Bandarískri herþotu flogið af stað til árása í Jemen. Centcom Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, skipaði her sínum í gærkvöldi að hefja umfangsmiklar loft- og eldflaugaárásir gegn Hútum í Jemen. Hét hann því að beita áfram „yfirþyrmandi banvænu afli“ þar til Hútar létu af árásum sínum á skip á Rauðahafi og gagnrýndi hann Joe Biden, forvera sinn, fyrir meintan veikleika. Árásirnar eru meðal annars sagðar hafa beinst að ratsjám Húta, loftvarnarkerfum og getu þeirra til að skjóta eldflaugum og fljúga drónum. New York Times segir að minnsta kosti einn háttsettan yfirmann Húta hafa verið skotmark árásanna. Bandarískir embættismenn segja að árásirnar gætu haldið áfram í nokkrar vikur en það færi að miklu leyti eftir viðbrögðum Húta. Mikið af hergögnum þeirra væru djúpt grafin í jörðu en hingað til hefur Bandaríkjamönnum gengið erfiðlega að finna vopnakerfi Húta. Þau eru talin framleidd í niðurgröfnum verksmiðjum og einnig er þeim smyglað til landsins frá Íran. Reykský eftir loftárás í Sanaa.AP/Osamah Abdulrahman Í færslu sem hann skrifaði á samfélagsmiðil sinn í gærkvöldi sagði Trump að Hútar hefðu stundað látlaust sjórán, ofbeldi og hryðjuverkastarfsemi gegn bandarískum og öðrum skipum og flugvélum. Biden hefði aldrei svarað þessu af hörku og því hefðu Hútar haldið linnulaust áfram. Sjá einnig: Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi „Það er liðið rúmt ár frá því að bandarísku skipi var siglt gegnum Súesskurðinn, Rauðahafi og Adenflóa með öruggum hætti,“ skrifaði Trump. „Síðasta herskipið sem fór gegnum Rauðahafið, fyrir fjórum mánuðum síðan, varð fyrir rúmlega tólf árásum húta.“ Þá beindi Trump orðum sínum beint til Húta og sagði tíma þeirra liðinn. Þeir myndu láta af árásum sínum, annars myndi hann láta þá finna fyrir því eins og þeir hefðu aldrei gert áður. Trump sendi klerkastjórninni í Íran, sem stutt hefur Húta, einnig tóninn og sagði þeim að hóta ekki amerísku þjóðinni eða forseta hennar. Bandaríkjamenn bitu meðfylgjandi myndefni í gærkvöldi. CENTCOM operations against Iran-backed Houthis continue... pic.twitter.com/DYvc3gREN8— U.S. Central Command (@CENTCOM) March 15, 2025 Segja 31 liggja í valnum Hútar segja að minnsta kosti 31 liggja í valnum eftir árásir Bandaríkjamanna og segja að þar af sé að mestu um að ræða konur og börn. Þá hefur Reuters eftir leiðtogum Húta að árásirnar séu stríðsglæpur og að þeim verði svarað. Íbúar í Sanaa segja við blaðamenn Reuters að árásir Bandaríkjamanna þar hafa beinst gegn þekktu vígi Húta. Frá því hernaður Ísraela gegn Hamas á Gasaströndinni hófst í október 2023 hafa Hútar gert ítrekaðar dróna- og eldflaugaárásir á fraktskip og herskip á Rauðahafi. Hútar hafa gert árásir á rúmlega hundrað fraktskip með eldflaugum og drónum. Tvo skip hafa sokkið og fjórir dáið í þessum árásum. Verulega hefur dregið úr þessum árásum að undanförnu, að hluta til vegna færri siglinga um svæðið, en leiðtogar Húta lýstu því yfir á dögunum að þeir ætluðu að hefja þær aftur. Hútar hafa einnig gert ítrekaðar árásir á Ísrael, sem hafa svarað með eigin árásum. Hútar, sem njóta stuðnings frá Íran, hafa um árabil háð blóðuga styrjöld við alþjóðlega viðurkennd stjórnvöld í Jemen. Þeir hafa sömuleiðis gert árásir í Sádi-Arabíu en Sádar hafa staðið við bakið á yfirvöldum í Jemen. Hópurinn stjórnar Sanaa, höfuðborg Jemen, og stórum hlutum landsins í norðri og vestri. Átökin hafa leitt til hrikalegs mannúðarástands í Jemen, þar sem fátækt er mikil. Hungursneyð og smitsóttir hafa leikið í íbúa landsins grátt. Til að komast inn í Rauðahaf úr suðri og þaðan gegnum Súes-skurðinn inn á Miðjarðarhafið þarf að sigla skipum um Aden-flóa og Bab al-Mandab-sund. Skipin fara því mjög nærri ströndum Jemen og yfirráðasvæði Húta. NYT segir einhverja af ráðgjöfum Trumps vilja ganga enn lengra og í raun reyna að reka Húta á brott frá yfirráðasvæði þeirra. Það hefur Trump ekki viljað samþykkja af ótta við að Bandaríkin endi í enn einum langvarandi átökum í Mið-Austurlöndum en Trump hefur heitið því að svo verði ekki. Hingað til hafa árásirnar verið gerðar frá flugmóðurskipinu USS Harry S. Truman, þremur tundurspillum og einu beitiskipi, sem eru á Rauðahafi. Kafbáturinn USS Georgia er einnig á svæðinu, samkvæmt AP fréttaveitunni. CENTCOM Forces Launch Large Scale Operation Against Iran-Backed Houthis in YemenOn March 15, U.S. Central Command initiated a series of operations consisting of precision strikes against Iran-backed Houthi targets across Yemen to defend American interests, deter enemies, and… pic.twitter.com/u5yx8WneoG— U.S. Central Command (@CENTCOM) March 15, 2025 Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, hefur samkvæmt NYT reynt að fá Trump með sér í lið til að gera loftárásir í Íran, með því markmiði að gera útaf við kjarnorkuvopnaáætlun ríkisins. Hann vilji nýta sér veikar loftvarnar Íran eftir umfangsmiklar loftárásir Ísraela þar í landi í fyrra. Bandaríkin Donald Trump Jemen Hernaður Íran Tengdar fréttir Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Framkvæmdastjóri Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, WHO, var staddur á flugvellinum í Sanaa í Jemen í gær þegar Ísraelsmenn gerðu loftárás á völlinn. 27. desember 2024 07:17 „Sölumaður dauðans“ aftur í vopnasölu Viktor Bout, alræmdur vopnasali sem gekk lengi undir nafninu „Sölumaður dauðans“ er aftur farinn að selja vopn, tæpum tveimur árum eftir að honum var sleppt úr fangelsi í Bandaríkjunum. Honum var sleppt í fangaskiptum en Rússar slepptu þá körfuboltakonunni Brittney Griner, sem hafði verið dæmd í níu ára fangelsi fyrir að vera með smávægilegt magn af hassolíu í farangri sínum. 7. október 2024 20:03 Hútar vilja háþróaðar stýriflaugar frá Rússum Erindrekar frá Íran hafa komið að viðræðum milli yfirvalda í Rússlandi og Húta í Jemen, sem vilja fá háþróaðar eldflaugar frá Rússum til að sökkva skipum á Rauðahafi. Hútar hafa gert ítrekaðar árásir á skip á svæðinu og óttast er að umræddar eldflaugar gætu aukið getu þeirra til muna. 25. september 2024 10:15 Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Fleiri fréttir Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Sjá meira
Árásirnar eru meðal annars sagðar hafa beinst að ratsjám Húta, loftvarnarkerfum og getu þeirra til að skjóta eldflaugum og fljúga drónum. New York Times segir að minnsta kosti einn háttsettan yfirmann Húta hafa verið skotmark árásanna. Bandarískir embættismenn segja að árásirnar gætu haldið áfram í nokkrar vikur en það færi að miklu leyti eftir viðbrögðum Húta. Mikið af hergögnum þeirra væru djúpt grafin í jörðu en hingað til hefur Bandaríkjamönnum gengið erfiðlega að finna vopnakerfi Húta. Þau eru talin framleidd í niðurgröfnum verksmiðjum og einnig er þeim smyglað til landsins frá Íran. Reykský eftir loftárás í Sanaa.AP/Osamah Abdulrahman Í færslu sem hann skrifaði á samfélagsmiðil sinn í gærkvöldi sagði Trump að Hútar hefðu stundað látlaust sjórán, ofbeldi og hryðjuverkastarfsemi gegn bandarískum og öðrum skipum og flugvélum. Biden hefði aldrei svarað þessu af hörku og því hefðu Hútar haldið linnulaust áfram. Sjá einnig: Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi „Það er liðið rúmt ár frá því að bandarísku skipi var siglt gegnum Súesskurðinn, Rauðahafi og Adenflóa með öruggum hætti,“ skrifaði Trump. „Síðasta herskipið sem fór gegnum Rauðahafið, fyrir fjórum mánuðum síðan, varð fyrir rúmlega tólf árásum húta.“ Þá beindi Trump orðum sínum beint til Húta og sagði tíma þeirra liðinn. Þeir myndu láta af árásum sínum, annars myndi hann láta þá finna fyrir því eins og þeir hefðu aldrei gert áður. Trump sendi klerkastjórninni í Íran, sem stutt hefur Húta, einnig tóninn og sagði þeim að hóta ekki amerísku þjóðinni eða forseta hennar. Bandaríkjamenn bitu meðfylgjandi myndefni í gærkvöldi. CENTCOM operations against Iran-backed Houthis continue... pic.twitter.com/DYvc3gREN8— U.S. Central Command (@CENTCOM) March 15, 2025 Segja 31 liggja í valnum Hútar segja að minnsta kosti 31 liggja í valnum eftir árásir Bandaríkjamanna og segja að þar af sé að mestu um að ræða konur og börn. Þá hefur Reuters eftir leiðtogum Húta að árásirnar séu stríðsglæpur og að þeim verði svarað. Íbúar í Sanaa segja við blaðamenn Reuters að árásir Bandaríkjamanna þar hafa beinst gegn þekktu vígi Húta. Frá því hernaður Ísraela gegn Hamas á Gasaströndinni hófst í október 2023 hafa Hútar gert ítrekaðar dróna- og eldflaugaárásir á fraktskip og herskip á Rauðahafi. Hútar hafa gert árásir á rúmlega hundrað fraktskip með eldflaugum og drónum. Tvo skip hafa sokkið og fjórir dáið í þessum árásum. Verulega hefur dregið úr þessum árásum að undanförnu, að hluta til vegna færri siglinga um svæðið, en leiðtogar Húta lýstu því yfir á dögunum að þeir ætluðu að hefja þær aftur. Hútar hafa einnig gert ítrekaðar árásir á Ísrael, sem hafa svarað með eigin árásum. Hútar, sem njóta stuðnings frá Íran, hafa um árabil háð blóðuga styrjöld við alþjóðlega viðurkennd stjórnvöld í Jemen. Þeir hafa sömuleiðis gert árásir í Sádi-Arabíu en Sádar hafa staðið við bakið á yfirvöldum í Jemen. Hópurinn stjórnar Sanaa, höfuðborg Jemen, og stórum hlutum landsins í norðri og vestri. Átökin hafa leitt til hrikalegs mannúðarástands í Jemen, þar sem fátækt er mikil. Hungursneyð og smitsóttir hafa leikið í íbúa landsins grátt. Til að komast inn í Rauðahaf úr suðri og þaðan gegnum Súes-skurðinn inn á Miðjarðarhafið þarf að sigla skipum um Aden-flóa og Bab al-Mandab-sund. Skipin fara því mjög nærri ströndum Jemen og yfirráðasvæði Húta. NYT segir einhverja af ráðgjöfum Trumps vilja ganga enn lengra og í raun reyna að reka Húta á brott frá yfirráðasvæði þeirra. Það hefur Trump ekki viljað samþykkja af ótta við að Bandaríkin endi í enn einum langvarandi átökum í Mið-Austurlöndum en Trump hefur heitið því að svo verði ekki. Hingað til hafa árásirnar verið gerðar frá flugmóðurskipinu USS Harry S. Truman, þremur tundurspillum og einu beitiskipi, sem eru á Rauðahafi. Kafbáturinn USS Georgia er einnig á svæðinu, samkvæmt AP fréttaveitunni. CENTCOM Forces Launch Large Scale Operation Against Iran-Backed Houthis in YemenOn March 15, U.S. Central Command initiated a series of operations consisting of precision strikes against Iran-backed Houthi targets across Yemen to defend American interests, deter enemies, and… pic.twitter.com/u5yx8WneoG— U.S. Central Command (@CENTCOM) March 15, 2025 Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, hefur samkvæmt NYT reynt að fá Trump með sér í lið til að gera loftárásir í Íran, með því markmiði að gera útaf við kjarnorkuvopnaáætlun ríkisins. Hann vilji nýta sér veikar loftvarnar Íran eftir umfangsmiklar loftárásir Ísraela þar í landi í fyrra.
Bandaríkin Donald Trump Jemen Hernaður Íran Tengdar fréttir Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Framkvæmdastjóri Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, WHO, var staddur á flugvellinum í Sanaa í Jemen í gær þegar Ísraelsmenn gerðu loftárás á völlinn. 27. desember 2024 07:17 „Sölumaður dauðans“ aftur í vopnasölu Viktor Bout, alræmdur vopnasali sem gekk lengi undir nafninu „Sölumaður dauðans“ er aftur farinn að selja vopn, tæpum tveimur árum eftir að honum var sleppt úr fangelsi í Bandaríkjunum. Honum var sleppt í fangaskiptum en Rússar slepptu þá körfuboltakonunni Brittney Griner, sem hafði verið dæmd í níu ára fangelsi fyrir að vera með smávægilegt magn af hassolíu í farangri sínum. 7. október 2024 20:03 Hútar vilja háþróaðar stýriflaugar frá Rússum Erindrekar frá Íran hafa komið að viðræðum milli yfirvalda í Rússlandi og Húta í Jemen, sem vilja fá háþróaðar eldflaugar frá Rússum til að sökkva skipum á Rauðahafi. Hútar hafa gert ítrekaðar árásir á skip á svæðinu og óttast er að umræddar eldflaugar gætu aukið getu þeirra til muna. 25. september 2024 10:15 Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Fleiri fréttir Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Sjá meira
Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Framkvæmdastjóri Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, WHO, var staddur á flugvellinum í Sanaa í Jemen í gær þegar Ísraelsmenn gerðu loftárás á völlinn. 27. desember 2024 07:17
„Sölumaður dauðans“ aftur í vopnasölu Viktor Bout, alræmdur vopnasali sem gekk lengi undir nafninu „Sölumaður dauðans“ er aftur farinn að selja vopn, tæpum tveimur árum eftir að honum var sleppt úr fangelsi í Bandaríkjunum. Honum var sleppt í fangaskiptum en Rússar slepptu þá körfuboltakonunni Brittney Griner, sem hafði verið dæmd í níu ára fangelsi fyrir að vera með smávægilegt magn af hassolíu í farangri sínum. 7. október 2024 20:03
Hútar vilja háþróaðar stýriflaugar frá Rússum Erindrekar frá Íran hafa komið að viðræðum milli yfirvalda í Rússlandi og Húta í Jemen, sem vilja fá háþróaðar eldflaugar frá Rússum til að sökkva skipum á Rauðahafi. Hútar hafa gert ítrekaðar árásir á skip á svæðinu og óttast er að umræddar eldflaugar gætu aukið getu þeirra til muna. 25. september 2024 10:15