„Ballerínan“ Curry fyrstur í fjögur þúsund þrista Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. mars 2025 15:32 Stephen Curry í viðtali eftir leikinn sögulega gegn Sacramento Kings. ap/Godofredo A. Vásquez Stephen Curry varð í nótt fyrsti leikmaðurinn í sögu NBA til að skora fjögur þúsund þriggja stiga körfur. Þjálfari hans líkti honum við ballerínu eftir leikinn. Curry og félagar í Golden State Warriors mættu Sacramento Kings í Kaliforníuslag í nótt. Fyrir leikinn hafði Curry skorað 3.998 þrista á ferli sínum í NBA og vantaði því aðeins tvo til viðbótar til að ná fjögur þúsund þristum. Curry skoraði sinn fjögur þúsundasta þrist í 3. leikhluta í leiknum í nótt sem Golden State vann, 130-104. 4,000 3-POINTERS AND COUNTING...STEPH CURRY, IN A CLASS OF HIS OWN 🙌 pic.twitter.com/kS6sqJRjzW— NBA (@NBA) March 14, 2025 Curry var annars nokkuð rólegur í leiknum og skoraði aðeins ellefu stig. Draymond Green var stigahæstur hjá Stríðsmönnunum en sjö leikmenn liðsins skoruðu tíu stig eða meira í leiknum. Þrátt fyrir að hafa þjálfað Curry síðan 2014 er hann enn að koma Steve Kerr, þjálfara Golden State, á óvart. „Þetta er svo rosaleg tala. Það er erfitt að ná utan um þetta og hver veit, kannski verður þetta met slegið einn daginn,“ sagði Kerr en Curry er sá leikmaður í sögu NBA sem hefur skorað flestar þriggja stiga körfur (4.000). Næstur honum er James Harden, leikmaður Los Angeles Clippers, með 3.127 þrista. 4,000 career regular-season threes.Once unimaginable, now reality.Game changed, FOREVER. pic.twitter.com/eLyt3JJCzQ— Golden State Warriors (@warriors) March 14, 2025 „Þetta er meira en bara tölurnar. Þetta er flæðið og fágunin. Þetta er dirfskan að taka suma af þessum þristum en líka tilfinningin og fegurðin í þessu. Þetta er magnað. Þú horfir á hreyfingarnar hans á vellinum. Hann er eins og ballerína. Þú ert ekki bara að horfa á íþróttir, heldur list.“ Curry náði metinu yfir flesta þrista í sögu NBA af Ray Allen 2021. Allen skoraði 2.973 þrista á sínum langa ferli í NBA. Curry is the first player in NBA history to reach 4,000 3-POINTERS MADE in a career 👏 https://t.co/sZ0249wW4B pic.twitter.com/K3rzGgEtpI— NBA (@NBA) March 14, 2025 Curry og félagar í Golden State hafa verið á góðri siglingu og unnið sex leiki í röð. Þeir sitja í 6. sæti Vesturdeildarinnar með 38 sigra og 28 töp. NBA Mest lesið Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Ísland eignaðist tvo heimsmeistara í Höfðaborg í dag Sport Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi Fótbolti Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Sport Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Enski boltinn Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Enski boltinn Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Körfubolti Fleiri fréttir Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Sjá meira
Curry og félagar í Golden State Warriors mættu Sacramento Kings í Kaliforníuslag í nótt. Fyrir leikinn hafði Curry skorað 3.998 þrista á ferli sínum í NBA og vantaði því aðeins tvo til viðbótar til að ná fjögur þúsund þristum. Curry skoraði sinn fjögur þúsundasta þrist í 3. leikhluta í leiknum í nótt sem Golden State vann, 130-104. 4,000 3-POINTERS AND COUNTING...STEPH CURRY, IN A CLASS OF HIS OWN 🙌 pic.twitter.com/kS6sqJRjzW— NBA (@NBA) March 14, 2025 Curry var annars nokkuð rólegur í leiknum og skoraði aðeins ellefu stig. Draymond Green var stigahæstur hjá Stríðsmönnunum en sjö leikmenn liðsins skoruðu tíu stig eða meira í leiknum. Þrátt fyrir að hafa þjálfað Curry síðan 2014 er hann enn að koma Steve Kerr, þjálfara Golden State, á óvart. „Þetta er svo rosaleg tala. Það er erfitt að ná utan um þetta og hver veit, kannski verður þetta met slegið einn daginn,“ sagði Kerr en Curry er sá leikmaður í sögu NBA sem hefur skorað flestar þriggja stiga körfur (4.000). Næstur honum er James Harden, leikmaður Los Angeles Clippers, með 3.127 þrista. 4,000 career regular-season threes.Once unimaginable, now reality.Game changed, FOREVER. pic.twitter.com/eLyt3JJCzQ— Golden State Warriors (@warriors) March 14, 2025 „Þetta er meira en bara tölurnar. Þetta er flæðið og fágunin. Þetta er dirfskan að taka suma af þessum þristum en líka tilfinningin og fegurðin í þessu. Þetta er magnað. Þú horfir á hreyfingarnar hans á vellinum. Hann er eins og ballerína. Þú ert ekki bara að horfa á íþróttir, heldur list.“ Curry náði metinu yfir flesta þrista í sögu NBA af Ray Allen 2021. Allen skoraði 2.973 þrista á sínum langa ferli í NBA. Curry is the first player in NBA history to reach 4,000 3-POINTERS MADE in a career 👏 https://t.co/sZ0249wW4B pic.twitter.com/K3rzGgEtpI— NBA (@NBA) March 14, 2025 Curry og félagar í Golden State hafa verið á góðri siglingu og unnið sex leiki í röð. Þeir sitja í 6. sæti Vesturdeildarinnar með 38 sigra og 28 töp.
NBA Mest lesið Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Ísland eignaðist tvo heimsmeistara í Höfðaborg í dag Sport Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi Fótbolti Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Sport Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Enski boltinn Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Enski boltinn Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Körfubolti Fleiri fréttir Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Sjá meira