„Ballerínan“ Curry fyrstur í fjögur þúsund þrista Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. mars 2025 15:32 Stephen Curry í viðtali eftir leikinn sögulega gegn Sacramento Kings. ap/Godofredo A. Vásquez Stephen Curry varð í nótt fyrsti leikmaðurinn í sögu NBA til að skora fjögur þúsund þriggja stiga körfur. Þjálfari hans líkti honum við ballerínu eftir leikinn. Curry og félagar í Golden State Warriors mættu Sacramento Kings í Kaliforníuslag í nótt. Fyrir leikinn hafði Curry skorað 3.998 þrista á ferli sínum í NBA og vantaði því aðeins tvo til viðbótar til að ná fjögur þúsund þristum. Curry skoraði sinn fjögur þúsundasta þrist í 3. leikhluta í leiknum í nótt sem Golden State vann, 130-104. 4,000 3-POINTERS AND COUNTING...STEPH CURRY, IN A CLASS OF HIS OWN 🙌 pic.twitter.com/kS6sqJRjzW— NBA (@NBA) March 14, 2025 Curry var annars nokkuð rólegur í leiknum og skoraði aðeins ellefu stig. Draymond Green var stigahæstur hjá Stríðsmönnunum en sjö leikmenn liðsins skoruðu tíu stig eða meira í leiknum. Þrátt fyrir að hafa þjálfað Curry síðan 2014 er hann enn að koma Steve Kerr, þjálfara Golden State, á óvart. „Þetta er svo rosaleg tala. Það er erfitt að ná utan um þetta og hver veit, kannski verður þetta met slegið einn daginn,“ sagði Kerr en Curry er sá leikmaður í sögu NBA sem hefur skorað flestar þriggja stiga körfur (4.000). Næstur honum er James Harden, leikmaður Los Angeles Clippers, með 3.127 þrista. 4,000 career regular-season threes.Once unimaginable, now reality.Game changed, FOREVER. pic.twitter.com/eLyt3JJCzQ— Golden State Warriors (@warriors) March 14, 2025 „Þetta er meira en bara tölurnar. Þetta er flæðið og fágunin. Þetta er dirfskan að taka suma af þessum þristum en líka tilfinningin og fegurðin í þessu. Þetta er magnað. Þú horfir á hreyfingarnar hans á vellinum. Hann er eins og ballerína. Þú ert ekki bara að horfa á íþróttir, heldur list.“ Curry náði metinu yfir flesta þrista í sögu NBA af Ray Allen 2021. Allen skoraði 2.973 þrista á sínum langa ferli í NBA. Curry is the first player in NBA history to reach 4,000 3-POINTERS MADE in a career 👏 https://t.co/sZ0249wW4B pic.twitter.com/K3rzGgEtpI— NBA (@NBA) March 14, 2025 Curry og félagar í Golden State hafa verið á góðri siglingu og unnið sex leiki í röð. Þeir sitja í 6. sæti Vesturdeildarinnar með 38 sigra og 28 töp. NBA Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Sjá meira
Curry og félagar í Golden State Warriors mættu Sacramento Kings í Kaliforníuslag í nótt. Fyrir leikinn hafði Curry skorað 3.998 þrista á ferli sínum í NBA og vantaði því aðeins tvo til viðbótar til að ná fjögur þúsund þristum. Curry skoraði sinn fjögur þúsundasta þrist í 3. leikhluta í leiknum í nótt sem Golden State vann, 130-104. 4,000 3-POINTERS AND COUNTING...STEPH CURRY, IN A CLASS OF HIS OWN 🙌 pic.twitter.com/kS6sqJRjzW— NBA (@NBA) March 14, 2025 Curry var annars nokkuð rólegur í leiknum og skoraði aðeins ellefu stig. Draymond Green var stigahæstur hjá Stríðsmönnunum en sjö leikmenn liðsins skoruðu tíu stig eða meira í leiknum. Þrátt fyrir að hafa þjálfað Curry síðan 2014 er hann enn að koma Steve Kerr, þjálfara Golden State, á óvart. „Þetta er svo rosaleg tala. Það er erfitt að ná utan um þetta og hver veit, kannski verður þetta met slegið einn daginn,“ sagði Kerr en Curry er sá leikmaður í sögu NBA sem hefur skorað flestar þriggja stiga körfur (4.000). Næstur honum er James Harden, leikmaður Los Angeles Clippers, með 3.127 þrista. 4,000 career regular-season threes.Once unimaginable, now reality.Game changed, FOREVER. pic.twitter.com/eLyt3JJCzQ— Golden State Warriors (@warriors) March 14, 2025 „Þetta er meira en bara tölurnar. Þetta er flæðið og fágunin. Þetta er dirfskan að taka suma af þessum þristum en líka tilfinningin og fegurðin í þessu. Þetta er magnað. Þú horfir á hreyfingarnar hans á vellinum. Hann er eins og ballerína. Þú ert ekki bara að horfa á íþróttir, heldur list.“ Curry náði metinu yfir flesta þrista í sögu NBA af Ray Allen 2021. Allen skoraði 2.973 þrista á sínum langa ferli í NBA. Curry is the first player in NBA history to reach 4,000 3-POINTERS MADE in a career 👏 https://t.co/sZ0249wW4B pic.twitter.com/K3rzGgEtpI— NBA (@NBA) March 14, 2025 Curry og félagar í Golden State hafa verið á góðri siglingu og unnið sex leiki í röð. Þeir sitja í 6. sæti Vesturdeildarinnar með 38 sigra og 28 töp.
NBA Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Sjá meira